Plötuumsögn

frćbbblarnir Í hnotskurn  - Titill:  Í hnotskurn

  - Flytjandi: Frćbbblarnir

  - Einkunn:  *****

    Hljómsveitin Frćbbblarnir er nćstum ţví jafnaldri pönkisins.  Pönkiđ varđ til í Bandaríkjunum um miđjan áttunda áratuginn  (The Ramones,  Blondie,  Patti Smith,  Television...).  Í kjölfariđ varđ pönkbylting í Bretlandi á síđari hluta áttunda áratugarins (Sex Pistols,  Clash, Damned,  Buzzcocks...).  Ţá mćttu Frćbbblarnir sprćkir til leiks.  Urđu fljótlega áberandi og áttu stórleik í íslensku pönksenunni, sem um og upp úr 1980 var kennd viđ "Rokk í Reykjavík".  

  Frćbbblarnir eru lífseigasta íslenska pönksveitin.  Jafnframt sú sem hefur elst hvađ best.  Ferskur gustur og skemmtilegt pönk hefur alltaf einkennt Frćbbblana.  Snotrar lagasmíđar og kjaftforir textar.  Ţeir hafa stađist tímans tönn međ glćsibrag ekki síđur en tónlistin.  Lög eins og "Bjór", "Í nótt",  "Hippar" og "CBGBs" eru fyrir löngu síđan orđin klassískar rokkperlur.  Og mörg fleiri úr Frćbbbla-söngbókinni til viđbótar.

  Í dag eru liđsmenn Frćbbblanna:  Valgarđur Guđjónsson (söngur, gítar),  Guđmundur Ţór Gunnarsson (trommur),  Helgi Briem (bassi),  Arnór Snorrason (gítar, bakraddir),  Ríkharđur H. Friđriksson (gítar),  Iđunn Magnúsdóttir (bakraddir) og Ţorsteinn Hallgrímsson (bakraddir).

  Nýjasta plata Frćbbblanna,  "Í hnotskurn",  er konfektkassi.  Hvert og eitt einasta lag er gómsćtur moli.

  Platan hefst á teygđu rafgítarýlfri lagsins "Stagl".  Svo er undiđ sér í vinalega grípandi pönklaglínu. Notalegar og nettar laglínur eru eitt af höfuđeinkennum Frćbbblanna.  Lagiđ er haganlega brotiđ upp međ hrađmćltri söngţulu. Uppskriftin er ekki langt frá "Anthrax" međ Gang of Four.  Samt engin stćling og gjörólík melódía.  Hljóđfćraleikur er drífandi en söngur Valgarđs afslappađur og settlegur utan ţulutextans.  Í textanum er tekiđ ţéttingsfast í hnakkadrambiđ á röppurum og ţeir hristir til eins og óţekkir hvolpar.

  Nćsta lag,  "My Perfect Seven",  er lauflétt međ björtum gítarhljómi. Bassagítar er ađ vanda framarlega í hljóđblöndun;  söngrćnn,  sterkur og leikandi. Góđ laglína.  Viđlag er keyrt upp međ hörđum rafgítar.  Hann er snyrtilegur og fagmannlegur út alla plötuna. Á ţessari plötu er hljóđfćraleikur fágađri en á fyrri plötum Frćbbblana.  Ţó ţađ nú vćri. Ţetta er nćstum fertug hljómsveit.  Hún er heiđarleg.  Hvergi ađ ţykjast neitt. Hvergi ađ rembast viđ ađ hljóma öđru vísi en sú nćstum fertuga pönkhljómsveit sem hún er. Hokin af reynslu í jákvćđustu merkingu. 

  Í hćrri tónum svipar söngstíl Valgarđs til Davids Thomas í Pere Ubu.  Auđţekkjanlegur söngur Valgarđs er sterkasta vörumerki hljómsveitarinnar.  Hann smellpassar viđ allt sem pönkhljómsveitin stendur fyrir og varđveitir sérkenni hennar glćsilega.  Söngurinn er einn veigamesti "karakter" Frćbbblanna.        

  Ţriđja lagiđ,  "Brains",  hefst á kitlandi sparlegum gítarleik og sterkri sönglínu.  Skerpt er á henni er á líđur međ sólógítarlínu og samsöng í viđlagi.  Ţađ vantar ekki mikiđ upp á ađ örli á kántrýstemmningu.  En munar ţví sem munar.

 

  Fjórđa lagiđ,  "Nines",  er pönkađ ska.  Frćbbblarnir hafa löngum gćlt viđ ska.  Viđlagiđ er hlýlegur samsöngskafli međ góđu risi.  Ég hef ítrekađ stađiđ mig ađ ţví ađ vera farinn ađ raula ósjálfrátt međ í viđlaginu.  Slíkt er hrífandi ađdráttarafl ţess.

  Nćstu lög,  "A Folk In The Future" og "Judge A Pope Just By The Cover",  eru fastheldiđ og snöfurlegt pönk.  Ţađ síđarnefnda er grimmara.  Munar ţar um ađ söngur Valla er reiđilegur og ţróttmikill.  Trommuleikur Guđmundar Gunnarssonar (Tappinn,  Das Kapital) er kröftugur,  ákafur,  ţéttur og lipur. Ţannig er hann plötuna út í gegn ađ segja má.  Snilldar trommari.  Titillinn talar sínu máli um yrkisefniđ.  Í texta fyrrnefnda lagsins er skotiđ ţéttingsfast á spákonur og ţessháttar. 

    

  Titillagiđ,  "Í hnotskurn",  er ađ hluta undir ljúfum ska-áhrifum í bland viđ hart pönk. Ég túlka textann sem hugleiđingu eđa gagnrýni á ţá sem taka hátíđlega safn aldagamalla ćvintýraţjóđsagna frá Arabíuskaga.  

  Inngangskafli áttunda lagsins,  "Bugging Leo",  hljómar eins og keltneskur kráarslagari sé ađ detta í hús.  En beygir síđan í kántrý.  Eđa öllu heldur kántrý-polka. Lauflettan og dansvćnan.  Sólógítarleikur er eins og klipptur út úr ítölskum spahettívestra.     

  Níunda lagiđ,  "Young In New York",  er dansandi létt nýbylgjurokk.

  Pönkiđ tekur viđ í tíunda laginu,  "Bergmáli".  Međ lagni má greina örlítiđ bergmál frá ska-pönki.  Í textanum hreykir Valli sér verđskuldađ af ţví ađ hafa haft rétt fyrir sér er hann orti texta lagsins "Bjór" á dögum bjórbannsins fáránlega á Íslandi.  Í dag er bjórbanniđ ađhlátursefni og öllum til skammar sem vörđu ţađ í áratugi og börđust fyrir ţví fram á síđasta dag.  

  Nćst síđast lagiđ,  "Dante",  jađrar viđ ađ vera kántrýballađa (alt-country) međ pönkkafla.

  Lokalagiđ,  "Immortal",  er mitt uppáhalds.  Hart og hratt pönk.  Góđ keyrsla,  fjör og geislandi spilagleđi.  Frábćrt lokalag.  

  Ég er sennilega búinn ađ hlusta um 50 sinnum á ţessa plötu.  Fć ekki nóg af henni.  Hún er einstaklega vel heppnuđ og umfram allt skemmtileg.  Rosalega skemmtileg út í eitt. Fjölbreytt og kraftmikil.  Spilagleđin er smitandi.  Ţó ađ áriđ sé ekki liđiđ í aldanna skaut ţá segi ég og skrifa:  "Í hnotskurn" er besta plata ársins 2015.  Plata ársins!

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvar er hćgt ađ kaupa plötuna ??

steini (IP-tala skráđ) 7.9.2015 kl. 10:53

2 Smámynd: Jens Guđ

Steini,  mér skilst ađ hún sé í sérverslunum á borđ viđ Smekkleysu og Lucky Records. 

Jens Guđ, 7.9.2015 kl. 11:18

3 identicon

Reyndar má rekja uppruna punktónlistar, proto-punk enn aftar en um miđjan áttunda áratuginn, til hljómsveita eins og Velvet Underground, The Stooges, New York Dolls og slíkra. Bara ţegar ég sé nafn Guđmundar Gunnarssonar trommara ţarna hjá Frćbblunum ţá fyllist ég löngun til ađ hlusta, ţví ađ trommuleikur hans međ Das Kapital var bćđi frábćr og einstakur.  

Stefán (IP-tala skráđ) 7.9.2015 kl. 14:24

4 Smámynd: Jens Guđ

  Stefán,  ţađ má líka rekja pönkiđ aftur til garage-rokksins í Bandaríkjunum um miđjan sjöunda áratugarins.  Jafnvel aftur til rokk og róls sjötta áratugarins,  samanber 

https://www.youtube.com/watch?v=NlHO7OEzHQk

  Ţađ sem skiptir töluverđu máli er ađ pönkiđ var og er tiltekin hugmyndafrćđi:  Do It Yourself.  Uppreisn gegn prog-rokki,  yfirráđum plöturisanna á markađnum og taka hlutina í eigin hendur.  Afturhvarf til ţess ađ spila á litlum stöđum í nálćgđ viđ áheyrendur og eitthvađ svoleiđis - í stađ ţess ađ gera út á stóra leikvanga međ rándýrri sviđsmynd,  ađstođarhljóđfćraleikrum og selja dýrt inn.  Allir eiga ađ fá sitt tćkifćri.  Kýla á hlutina á eigin forsendum án ţess ađ vera međ 8. stig í píanóleik.

  Svo er ţađ spurning um hvort ađ réttast sé ekki ađ stađsetja fyrirbćri eins og pönkiđ út frá ţeim tímapunkti ţegar tónlistarmenn sjálfir fóru ađ spila međvitađ undir formerkjum pönksins. 

Jens Guđ, 7.9.2015 kl. 19:00

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband