Jón Þorleifs ofsótti bróður sinn

  Jóni Þorleifssyni,  rithöfundi og verkamanni,  samdi ekki við ættingja sína.  Eins og gengur.  Að því er ég best veit var flestum ættingjum hans hlýtt til hans.  Það var ekki gagnkvæmt í öllum tilfellum.

  Á gamals aldri fékk bróðir Jóns heilablóðfall.  Við það hægðist mjög á hugsun hans.  Þetta nýtti Jón sér.  Hann vissi hvaða kaffihús bróðirinn sótti.  Jón vaktaði þau.  Þegar hann sá bróður sinn þar inni þá vatt Jón sér að honum og hellti yfir hann svívirðingum.  Svo hljóp Jón út áður en bróðirinn náði að svara.  

  Jón hrósaði sigri í þessari viðureign.  Hann viðurkenndi að bróðirinn hafi lengst af haft betur í orðaskaki þeirra bræðra.  En þarna var hann mátaður.  "Ég þekki helvítið hann Kristján bróður það vel að ég veit að það sýður á honum að geta ekki svarað fyrir sig," sagði Jón sigurhrósandi.  

  Systir þeirra bræðra skrifaði Jóni bréf út af þessu.  Í því sagðist hún verða að skrifa honum bréf vegna þess að hann skelli á hana þegar hún hringi í hann.  Hún bað hann kurteislega um að sýna þann manndóm að láta veika ættingja í friði.  Þetta túlkaði Jón þannig að honum væri meinað að heimsækja móðir sína sem lá á banasæng.  Hann hlýddi fyrirmælunum en var afar ósáttur. Hann setti fyrirmælin lítið í samhengi við samskiptin við bróðurinn heldur einblíndi á að honum væri meinað að heimsækja veika móðir sína.  Það þótti honum vera svívirða en það væri fjarri sér að hunsa fyrirmæli systurinnar.  Hann talaði ekki við mömmu sína þaðan í frá né aðra ættingja.  Sagðist ekki geta krafið þá um heilbrigðisvottorð til að eiga orðastað við þá.     

  Fleiri sögur af Jóni HÉR

  jon_orleifs

 

 

 

 

 

 

 

 

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Í skjóli nætur:

Lagaðu þetta, svona: Jóni Þorleifssyni, rithöfundi og verkamanni, samdi ekki við ættingja sína. 

("Okkur samdi ekki vel saman" -- ekki :  "við sömdum ekki vel saman")

Og: ofsótti bróður sinn.

Svo skaltu eyða þessu innleggi mínu.

Í tímahönk og ekki búinn að lesa nema fyrstu orðin hjá þér; farðu bara sjáfur vel yfir þetta -- varst kannski á leiðinni með það!

Jón Valur Jensson, 14.9.2015 kl. 01:07

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Jón Valur er í algerri tímahönk eðlilega, enda mið nótt, og hefur því ekki tíma til að lesa nema fyrstu orðin í stuttri grein. En það nægir til að virkja þrasgenið og hann gefur sér því tíma til að skrifa athugasemd, hvar hann gefur síðuhöfundi ritstjórnarleg fyrirmæli. Hvað gera ekki menn sem eru illa haldnir af sjálfhverfri persónuleikaröskun?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.9.2015 kl. 06:19

3 identicon

Ég hrasaði líka um þessa villu og er því líklega líka með þrasgen.átti ekki vona á svona villu

hjá góðum penna eins og Jens.

geirmagnusson (IP-tala skráð) 14.9.2015 kl. 08:17

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Mér er vel við Jens, ætlaði því að senda honum bloggbréf (sem Moggabloggvini), en sá þá, að við vorum ekki bloggvinir og gat því ekki sent honum bréf. Taldi hann þó líklega vakandi, þar sem pistill hans var vistaður kl. 0:38, og ákvað að setja þessa aths., sem hann gæti svo fjarlægt á eftir. Ekkert ósanngjarnt við að hjálpa þannig náunga sínum, Axel!

En mikið má Axel vera hreykinn af sjálfum sér að vera alveg laus við þrasgenið!

Jón Valur Jensson, 14.9.2015 kl. 10:19

5 Smámynd: Jens Guð

Jón Valur,  bestu þakkir fyrir ábendingarnar.

Jens Guð, 14.9.2015 kl. 11:07

6 Smámynd: Jens Guð

Axel Jóhann,  ég þigg með þökkum allar ábendingar um það sem betur má fara.  Ekki síst fallbeygingar.

Jens Guð, 14.9.2015 kl. 11:39

7 Smámynd: Jens Guð

geirmagnússon  þú mátt endilega láta mig vita þegar þú rekst á svona hjá mér.  

Jens Guð, 14.9.2015 kl. 11:40

8 identicon

06:19 er býsna nærri því að vera mið nótt (að margra mati allavega).

Þurfi maður þó endilega að brölta á fætur á þessum tíma sólarhringsins er betra að detta réttu megin framúr. :-)

ls (IP-tala skráð) 14.9.2015 kl. 15:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband