Mamman kjaftstopp

  Ég gerði mér erindi í verslunina Ikea í Garðabæ.  Við inngang blasir við hringhurð sem snérist stöðugt.  Ég nálgaðist hana ásamt konu með ungbarn og á að giska fimm ára stelpuskotti.  Stelpan var á undan okkur og virtist ætla að stökkva inn um dyragættina.  Í sama mund hrópaði mamman:  "Passaðu þig!"  Stelpan stoppaði og hrópaði krúttlega fullorðinslega til baka - auðheyranlega alvarlega misboðið:  "Ertu með svona lítið álit á mér?  Heldur þú virkilega að ég kunni ekki að passa mig?" 

-------------------------------------


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já blessuð börnin, þau kunna þetta smile

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.9.2015 kl. 10:19

2 Smámynd: Jens Guð

  Mér þótti fullorðinslegt orðalag stelpunnar afskaplega fyndið.  Ásamt hneykslunarsvip hennar.  Frásögnin skilar sér sennilega ekki eins vel á prenti og að verða vitni að þessu.

Jens Guð, 29.9.2015 kl. 21:12

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jú fyrir mig, af því að ég þekki svona tilsvör hjá mínum elskum :)

smile

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.9.2015 kl. 21:41

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mér þykir trúlegt að annað hvort eigi hún ráðsetta foreldra eða umgangist mikið afa og ömmu, það útskýrir orðaforðann.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.9.2015 kl. 21:43

5 Smámynd: Jens Guð

Ásthildur Cesil,  það er áreiðanlega rétt hjá þér að telpan sé í miklum samvistum við ömmu og/eða afa.  Ég þekki dreng sem ólst upp í sveit hjá foreldrum og ömmu og afa.  Það vakti oft mikla kátínu þar sem hann kom er hann 4ra-5 ára talaði góða og fullorðinslega íslensku,  oft skreytta gömlum málsháttum og orðatiltækjum.  Iðulega með orðum sem eru ekki notuð í almennu tali fólks í dag.   

Jens Guð, 30.9.2015 kl. 17:51

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já einmitt, þau skera sig út krakkarnir sem eru svo lánsöm að eiga afa og ömmu sem þau geta umgengist reglulega.   Þess vegna væri ef til vill góð hugmynd að koma á samgöngu milli barna og elli heimila, þar sem þau myndu koma reglulega í heimsókn og kynntust gamla fólkinu, það væri lesið fyrir þau og sögð ævintýri, það myndi auka á orðaforða og auka forvitni barna fyrir náttúruvættum.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.9.2015 kl. 18:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband