6.10.2015 | 23:34
Jón Þorleifs fór í hundana
Jón Þorleifsson, verkamaður og rithöfundur, var kappsamur um margt og þrár. Hann gafst aldrei upp. Þess í stað spýtti hann í lófana, bretti upp ermar og setti undir sig hausinn þegar hann ætlaði sér eitthvað. Einu sinni sem oftar heimsótti hann systur mína og hennar fjölskyldu til Svíþjóðar. Fjölskyldan var komin með hund. Stóran og mikinn varðhund.
Jón bauð sig fljótlega fram til að fara með hundinn í reglubundnar gönguferðir. Því var hafnað. Fjölskyldan hafði sótt ótal námskeið í öllu sem snýr að umgengni við hunda. Jón var upplýstur um að hundurinn hlýði einungis fjölskyldunni. Hann virði ekki né taki mark á öðrum.
Jón maldaði í móinn. Sagðist vera fæddur og uppalinn í sveit og vanur að umgangast hunda.
Smalahundur í sveit og risastór varðhundur í borg eru víst ekki alveg sama skepnan.
Útúrdúr: Systurdóttir mín gekk úr rúmi fyrir gestkomandi frænku sína. Sú vaknaði snemma morguns við að hundurinn var að spyrna henni í rólegheitum út úr rúminu. Hann hafði lagst fyrir innan. Þar snéri hann baki í hana. Svo spyrnti hann með fótum í vegginn. Nautsterkur náði hann nánast að ýta konunni út á gólf er hún vaknaði. Hún spratt á fætur í tæka tíð. Í kjölfar ákvað hún að klæða sig. En fann ekki fötin. Við nánari athugun kom í ljós að hundurinn var búinn að bera fötin fram í stofu. Sennilega ætlaði hann konunni að sofa þar fremur en í rúmi heimasætunnar.
En aftur að Jóni: Þegar styttist í að komið væri að kvöldgöngu hundsins hvarf Jón sjónum heimilisfólksins. Varð þeim litið út um glugga. Blasti þar við Jón með hundinn í bandi.
Í skelfingu hljóp fólkið út. Of seint. Hundurinn tók á sprett niður götuna. Hann var miklu sterkari en Jón. Jón sleppti ekki taki á taumnum. Hraðinn var svo mikill á hundinum að Jón hljóp hraðar en áður á sinni rösklega 90 ára löngu ævi. Hann var eins og spretthlaupari á Ólympíuleikum. En bara í nokkrar sekúndur. Fyrr en varði flaug hann láréttur í loftinu áður en hann skall á magann á götuna. Hundurinn fann ekki fyrir þessu og sló hvergi af hlaupunum. Heimilisfólkið hrópaði á hundinn. Þrátt fyrir háværan umferðanið náðu hróp loks til hundsins. Hann stoppaði og beið eftir því að vera sóttur og fylgt til baka heim á leið.
Jón blés eins og hvalur. Bæði vegna óvæntrar áreynslu og eins því að honum var verulega brugðið. Aðstæður voru vandræðalegar. Umferð undrandi gangandi og akandi vegfarenda hafði stöðvast. Fjöldinn fylgdist áhyggjufullur með Jóni brölta á fætur. Hann var reikull í spori og ringlaður. Sparijakkinn hans var fræsaður að framan. Tölur höfðu kubbast af. Líka tölur af spariskyrtunni. Hatturinn fokinn út i buskann og fleira lauslegt.
Heimilisfólkið skynjaði strax að niðurlútur Jón vildi ekki ræða þetta. Það var látið eftir honum. Atvikið lá í þagnargildi. Hann reyndi ekki aftur að fara í göngutúr með hundinn.
------------------------------
Fleiri sögur af Jóni HÉR
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkar: Lífstíll, Spaugilegt, Spil og leikir | Breytt 7.10.2015 kl. 22:26 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring: 30
- Sl. viku: 773
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 622
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Takk þær eru frábærar sögurnar af honum Jóni. Takk fyrir að deila þeim með okkur hinum sem ekki þekktum karlinn
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.10.2015 kl. 09:43
Sögur af kynlegum kvistum eru ævinlega skemmtilegar. Og þú kannt ósköpin öll af þeim. Væri ekki ráð að safna þessu öllu saman, rifja upp það sem óskráð er og koma því svo út?
Metsölubók og Nóbelsverðlaun innan seilingar!
Tobbi (IP-tala skráð) 7.10.2015 kl. 10:44
Ásthildur Ceisl, það er frábært og gefandi að fleiri hafi gaman af sögunum en við sem þekktum Jón Þorleifs.
Jens Guð, 7.10.2015 kl. 21:09
Já svo sannarleg
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.10.2015 kl. 21:20
Tobbi, tvö bókaforlög hafa óskað eftir því að fá að gefa þessar sögur út í bókaformi. Í sumar hefur tímaritið "Heima er best" fengið mitt leyfi til að birta þessar sögur. Fyrir nokkrum árum komu s0gur mínar af Önnu Mörtu frænsku á Hesteyri út í bók (þær voru aðeins lítill hluti af ævisögu Önnu frænku). Líka margar frásagnir mínar af fólki í bók sem ég man ekki hvað heitir. Kannski "Gamansögur" eða "Skopsögur" eða eitthvað álíka.
Áreiðanlega kemur út í bók einskonar úrval af þessum sögum. Kannski eftir 3 - 4 ár. Ég fór í smá baklás er ég skrifaði bók um Færeyjar og Eivöru fyrir tveimur árum. Það var allt svo snúið og flókið. Varð mér miklu miklu meiri vinna en ég sá fyrir.
Jens Guð, 7.10.2015 kl. 21:25
https://www.youtube.com/watch?v=-Xh-H1h4PB0
DoctorE (IP-tala skráð) 8.10.2015 kl. 15:56
DoctorE, takk fyrir skemmtilegt myndband.
Jens Guð, 8.10.2015 kl. 19:02
Hahahahahaha, mikið getur þú látið mann hlægja, snillingur :)
Sigfús Sigurþórsson., 10.11.2015 kl. 11:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.