Hvaða þjóðir ala af sér flesta spennandi tónlistarmenn?

  Bandarísk netsíða,  Echo Nest,  hefur tekið saman og birt áhugaverðan lista.  Einkum áhugaverðan fyrir Íslendinga.  Líka áhugaverðan fyrir flesta aðra.  Hann byggir á yfirgripsmiklum gagnagrunni.  Þar á meðal hvaða ný og nýleg lög eru oftast spiluð (10 þúsund vinsælustu lögin),  hvernig fjallað er um þau og flytjendur þeirra á netinu og svo framvegis.  Þjóðerni flytjenda er greint og íbúafjölda lands þeirra deilt í útkomuna.  Þannig fæst út listi yfir þær þjóðir sem - miðað við höfðatölu - ala af sér eftirsóttasta og mest spennandi tónlistarfólk heims.  Þessar þjóðir skipa efstu sætin:

1. Ísland

2. Svíþjóð

3. Finnland

4. Noregur

5. Bretland 

6.  Danmörk

7.  Írland

8.  Bandaríkin

9.  Ástralía

10. Holland

11. Nýja-Sjáland

12. Kanada

13. Jamaíka

14. Belgía

15. Austurríki

16.  Þýskaland

17.  Frakkland

18.  Sviss

19.  Puerto Ríco

20.  Spánn

21.  Pólland

22.  Slóvakía

23.  Ísrael

24.  Ítalía

25.  Grikkland

spennandi tónlist

 

 

 

 

 

 

 

 

  Listanum er fylgt úr hlaði með vangaveltum um leyndarmálið á bak við það að Norðurlöndin fimm raði sér í 6 efstu sætin.  Tilgáta er sett fram um að þetta hafi eitthvað með veðurfar að gera.  Þjóðirnar haldi sig innandyra vegna kulda yfir vetrartímann.  Í þeim aðstæðum verði til spennandi tónlist sem heillar hlustendur.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært að eiga ,, eftirsóttasta og mest spennandi tónlistarfólk í heimi ". Mér sem tónlistaráhugamanni dettur í hug deila sem nú er í gangi varðandi handónýtt heilbrigðiskerfi þjóðarinnar, sem er þá neikvæður mælikvarði á stöðu þjóðarinnar á móti þessum jákvæða mælikvarða sem er framgangur íslenskrar tónlistar. Kári Stefánsson er baráttumaður sem berst fyrir heilbrigði þjóðarinnar og ber það fyrir brjósti. Hann fer í efsta sæti hjá mér eins og Ísland, en á móti er það, að mínu mati hinn niðurdrepandi og neikvæði Sigmundur Davíð, sem ég set á botninn með Grikklandi þar sem allt er í rúst að því er virðist, líka tónlistin.      

Stefán (IP-tala skráð) 11.12.2015 kl. 14:37

2 identicon

Hvar eru færeyjingarnir? :)

Þórður Bogason (IP-tala skráð) 11.12.2015 kl. 21:11

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jens. Tónlistin er ómissandi í tilverunni. Það er ég alveg viss um.

En ekki verður tónlistarsmekkur fólks mældur á svona um það bil einhverskonar "bestur".

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.12.2015 kl. 23:32

4 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Ísland: Í fyrsta sæti! :)

Wilhelm Emilsson, 12.12.2015 kl. 00:09

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Írar er magnaðir á þessum lista. Getur enginn toppað þá smile

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.12.2015 kl. 05:15

6 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Höfðatalan hefur lengi verið okkur hagstæð! (Án þess að gera lítið úr okkar fólki)

Sigurður I B Guðmundsson, 12.12.2015 kl. 08:33

7 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  ég er ekki búinn að ná þessum uppnefnum forsætisráðherra á toppurum og botnurum.  Hinsvegar fær Kári prik fyrir að vera faðir bítilsins tengdadóttur George Harrisons.  Þar nýtur han sérstöðu.  

Jens Guð, 12.12.2015 kl. 18:09

8 Smámynd: Jens Guð

Þórður,  þeir eru flokkaðir með Dönum.  Og eiga hlutfallslega töluverðan þátt í 6. sæti Dana.

Jens Guð, 12.12.2015 kl. 18:11

9 Smámynd: Jens Guð

Anna Sigríður,  listinn er að stórum hluta byggður á ummælum netverja um hvaða tónlistarmenn þeim þykir mest spennandi.  Til viðbótar við þau 10 þúsund dægurlög sem mest er hlustað á í netheimum. Ég tel að niðurstaða útreikningsins sé trúverðug og raunhæf.

Jens Guð, 12.12.2015 kl. 18:14

10 Smámynd: Jens Guð

Wilhelm,  enn einu sinni!

Jens Guð, 12.12.2015 kl. 18:15

11 Smámynd: Jens Guð

Gunnar Th.,  takk fyrir ábendinguna.  Nú er ég búinn að leiðrétta að Ástralir eru í 9. sæti en ekki Írar í bæði því sæti og 7unda.

Jens Guð, 12.12.2015 kl. 18:17

12 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  svo sannarlega hefur höfðatalan oft komið okkur í gott sæti á allskonar listum.  Í þessu tilfelli er hún réttmætari og sanngjarnari en oft áður.

Jens Guð, 12.12.2015 kl. 18:21

13 Smámynd: Jens Guð

Það styður sterka stöðu íslenskrar tónlistar að þrír íslenskir flytjendur eru nefndir til bandarísku Grammy verðlauna í ár:  Björk,  Of Monsters and Men og Jóhann Jóhannsson. Miðað við höfðatöu eru Íslendingar að skora þar hærra en nokkur önnur þjóð.  

Jens Guð, 12.12.2015 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband