15.12.2015 | 18:47
Plötugagnrýni
- Titill: Örlagagaldur
- Flytjandi: Kalli Tomm
- Einkunn: ****
Það var saga til næsta bæjar þegar rokksveitin Gildran í Mosfellsbæ snéri upp tánum fyrir tveimur árum. Hljómsveitin hafði átt farsælan feril í næstum hálfan fjórða áratug. Að auki höfðu trommuleikarinn Karl Tómasson og söngvarinn Birgir Haraldsson starfað saman í vinsælum hliðarverkefnum. Til að mynda í hljómsveitunum 66 og Gildrumezz.
Viðbrögð Karls við nýrri stöðu voru þau að hefja sólóferil. Nokkuð bratt. Trommuleikari sem hafði hvorki samið lög né sungið. Hann henti sér út í djúpu laugina. Snarar fram út hendinni sólóplötu með frumsömdum lögum er hann syngur dável. Söngröddin er lágstemmd, látlaus og þægileg.
Athygli vekur að Kalli trommar sjálfur aðeins í einu lagi - svo ágætur trommuleikari sem hann er. Ásmundur Jóhannsson og Ólafur Hólm Einarsson sjá um trommuleik og áslátt að öðru leyti. Eðalfínir í sínu hlutverki eins og allir aðrir sem að plötunni koma.
Lögin bera engin merki þess að vera byrjendaverk. Þvert á móti. Þau hljóma eins og samin af þaulreyndum höfundi sem leikur sér með formið og vinnur í því. Framvinda þeirra er ekki fyrirsjáanleg við fyrstu hlustun. En þau vinna hratt á við ítrekaða spilun. Flott lög, hlýleg og notaleg. Mig grunar að þau séu samin í slagtogi við kassagítarpikk.
Tvö lög eru eftir Jóhann Helgason. Eitt eftir Guðmund Jónsson (Sálin). Þeir tveir eru í fremstu röð íslenskra lagahöfunda. Það segir mikið um ágæti plötunnar að lög þeirra stinga ekki í stúf.
Eins og fleira sem vekur undrun við plötuna þá er hún róleg og ljúf. Á um margt samleið með lítt rafmögnuðum vísnasöngvum. Hljómsveitarferill Kalla liggur, jú, í hörðu og háværu rokki. Textarnir skerpa á samleið með vísnasöng. Þeir eru að uppistöðu til vel ort ljóð sem geta flest hæglega staðið styrk á eigin fótum. Höfundar eru Vigdís Grímsdóttir, Bjarki Bjarnason og Kalli sjálfur.
Uppröðun laga er sérdeilis vel heppnuð. Þegar hlustað er á plötuna í heild þá styðja lögin hvert annað. Opnunarlagið, Gríman grætur, er ekki poppaðasta lag plötunnar - ólíkt því sem venja er á plötum. Þess í stað er það ofur rólegt og fallegt með kontrabassa, flottri röddun Jóa Helga, kassagítar gítarsnillingsins Tryggva Hübners og settlegu orgelspili Ásgríms Angantýssonar. Lokaagið, Takk fyrir það, er ekki hefðbundin "sing-a-long" ballaða heldur stemma strípuð niður í söng Kalla og kontrabassa Þórðar Högnasonar. Það er virkilega töff.
Það er ekki fyrr en í þriðja lagi, titillaginu, sem leikar æsast. Rafgítar Guðmundar Jónssonar er ágengur. Hann kallast á við ásækið Hammondorgel Jóns Ólafssonar. Gestasöngvari er Siggi "kjötsúpa". Hann skilar sínu glæsilega. Þetta er sterkasta lag plötunnar.
Fleiri góðir söngvarar leggja hönd á plóg og setja svip á plötuna. Þar á meðal Jóhann Helgason, Kristjana Stefánsdóttir og Einar Hólm Ólafsson. Vert er að geta þess að plötuumbúðir eru virkilega falleg hönnun hjá Pétri Baldvinssyni. Þetta er vel heppnuð plata í alla staði og skemmtileg.
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Ljóð, Menning og listir, Útvarp | Breytt 17.12.2015 kl. 08:28 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
Nýjustu athugasemdir
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Er einhver hundur í þér Bjarni??????? johanneliasson 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Hundleiðinlegur,hundfúll, það er enginn hundskemmtilegur Bjarni 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Stefán, þetta er áhugaverð pæling hjá þér. jensgud 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Það er nokkuð til í því sem Bjarni skrifar hér að ofan, en það ... Stefán 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: jarni, takk fyrir áhugaverðan fróðleik um hunda. jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Hundar eru hvimleið kvikind, geltandi dag og nótt, glefsandi hæ... Bjarni 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Sigurður I B, jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Jóhann, góð spurning! jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Þetta minnir mig á....Nú eru jólin búin og jólasveinarnir farni... sigurdurig 8.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Var hann greindur með þunglyndi???????? johanneliasson 8.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 6
- Sl. sólarhring: 92
- Sl. viku: 1431
- Frá upphafi: 4118998
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 1096
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Flottur, ég heyrði frábært lag af plötunni í dag, vona að hún verði gerð að plötu vikunnar. Kom frekar á óvart hvað hann er flottur söngvari.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.12.2015 kl. 18:53
Kalli alltaf flottur bitinn eða óbitinn!!
Sigurður I B Guðmundsson, 15.12.2015 kl. 20:16
Flottur trommari sem hefur bitið það í sig að tromma ekki sjálfur á eigin sólóplötu, sem mér finnst galli. Annar mosfellingur, Ólafur Hólm er vissulega alveg magnaður trommari. Það var þó enn sárara að meistari Gunnar Jökull trommaði ekki á trommusett á sinni einu sólóplötu, sem hefði vissulega gert þá sérstöku kult plötu áhugaverðari til eignar og spilunar.
Stefán (IP-tala skráð) 16.12.2015 kl. 08:28
Ólafur Hólm er Einarsson, ekki Ólafsson.
Ólafur Þór (IP-tala skráð) 16.12.2015 kl. 20:23
Ásthildur Cesil, hún hlýtur að verða gerð að plötu vikunnar.
Jens Guð, 17.12.2015 kl. 12:44
Sigurður I B, ég kveiki ekki á perunni varðandi bitinn eða óbitinn.
Jens Guð, 17.12.2015 kl. 12:45
Stefán, ég tek undir það.
Jens Guð, 17.12.2015 kl. 12:46
Ólafur Þór, bestu þakkir fyrir leiðréttinguna.
Jens Guð, 17.12.2015 kl. 12:46
Karl var bitinn af nýrri tegund bitmýs á Íslandi í sumar og voru bæði birtar myndir af honum og viðtöl.
Sigurður I B Guðmundsson, 17.12.2015 kl. 13:36
Veit að þetta var dálítið langsótt en það er hægt að googla þetta og sjá myndirnar. (ekki fyrir viðkvæma)!!
Sigurður I B Guðmundsson, 17.12.2015 kl. 13:41
Sigurður I B, ég man núna að ég var eitthvað búinn að heyra af þessu. Hehehe! Vonandi er hann laus við bitvarginn í dag.
Jens Guð, 17.12.2015 kl. 20:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.