Hneyksli!

  Það er gott að hneykslast.  Ennþá betra er að hneykslast á þeim sem hneykslast.  Langbest er að hneykslast á þeim sem hneykslast á þeim sem hneykslast.  Ekki síst þegar um flutning á dægurlagi er að ræða.  Hneyksli hafa fylgt dægurlaginu frá því að elstu menn muna.  Vandamálið er að hneykslin fjara út í áranna rás,  hverfa og gleymast.  Eftir stendur dægurlagið bísperrt og sívinsælt, líkt og aldrei hafi fallið á það blettur.

  Þegar Elvis Presley kom fram á sjónarsviðið um miðjan sjötta áratug síðustu aldar ætlaði allt um koll að keyra.  Hann þótti vera grófasta klám og negrasleikja, eins og það var kallað af hneyksluðum lýðnum sem mátti ekki vamm sitt vita.

  Hérlendis hneykslaði Skapti Ólafsson virðulegt fólk með meintum svæsnum klámsöng,  Allt á floti.  Til að friða hneykslaðan skrílinn var lagið bannað. Það mátti ekki spila það í útvarpinu.  Aðeins þannig var hægt að forða börnum frá skaða á sál til lífstíðar og forða fjölskyldum og samfélaginu frá upplausn.

  Um svipað leyti brutust nánast út óeirðir vegna lagsins Vagg og velta með Sauðkrækingnum Erlu Þorsteins.  Textinn þótti svívirðilegur.  Hneykslaður mörlandinn las út úr textanum stórhættulega lágkúru.  Talað var um að senda börn á útvarpslaus sveitaheimili til að þau lentu ekki á glapstigum við að heyra ósköpin.  Sátt náðist og ró komst á þegar Útvarpsráð bannaði ófögnuðinn.

  Oftar hefur þurft að banna glæfraleg háskadægurlög.  Allt til að vernda börn og standa vörð um fjölskylduvænt Ísland.  Í fljótu bragði er í dag ekki alltaf augljóst hvað hneykslaði hneykslunarglaða í þátíð.  Góðu fréttirnar eru að margir fengu útrás í hneykslunarfárinu.  Urðu eins og betri og siðvandaðri menn um stund.  


mbl.is Gísli Marteinn í báðum liðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Eru þetta ekki nokkrar ýkjur Jens minn.Ég man að Ingibjörg Þorbergs nýkomin frá Bandaríkjunum ( 195+)hafði á orði að Presley þætti klúr.Hann var eins og kórdrengur miðað við tengdasoninn Mikael Jackson sem seinna varð.- Ég man eftir einni plötu sem var brotin vegna þess að hún þótti svo leiðinleg; "Ég vild,ég væri hænuhanagrey",sungin af Svavari--.Ég var að tala við son minn ´Noregi og hann sagðist þekkja þig. Hann hafði komið að gerð "skrár",sem innihélt gamlar sjaldgæfar plötur, Sigurjón Kristj.Ég hef heyrt urmul af þeim hjá Magnúsi sem er með dagskrá á útv.Sögu á föstudögum,virkilega skemmtilegt að heyra og rifja upp. Mkv.                                              

Helga Kristjánsdóttir, 28.2.2016 kl. 06:32

2 identicon

Það er nú ekki mikið af alvarlegum deiluefnum í þjóðfélaginu ef þetta litla atriði trónar á toppnum. En búningarnir voru dásamlegir. Ég hef af og til þurft að smella mér inn á sjúkrahús í smá viðgerðarhlé. Og þá er manni boðið upp á þessi stórskemmtilegu undir- og yfirföt.Einhver hjúkkulingur fer og nær í sýnishorn og maður velur bol, boxers og thights. Svo fáum við alltaf hláturkast saman.Þetta reddar algjörlega dvölinni.

Skarfurinn.

sigurður Bjarklind (IP-tala skráð) 28.2.2016 kl. 07:24

3 identicon

Varðandi þetta Reykjavíkurdætraatriði þá langar mig bara til að vita hvar og hvernig þær fengu búningana.  Þeir voru kirfilega merktir mygluðu heilbrigðiskerfinu.  Hins vegar er leiðinlegt ef þetta atriði verður til að draga athyglina frá stórmerkilegu viðtali við Ágústu Evu sem m.a. færir okkur fréttir af þrælahaldi í Þjóðleikhúsinu:

Ágústa Eva var um skamma hríð fastur starfsmaður í Þjóðleikhúsinu. 

„Það gekk ekki upp. Ég sagði upp. Ég var búin að vera að leika í mörgum sýningum og hafði mikið að gera. Samkvæmt lögum eiga starfsmenn Þjóðleikhússins rétt á einum frídegi í viku, en leikhúsið má kaupa þann dag af þér.

Fjórðu vikuna í röð sem átti að kaupa minn frídag, þá neitaði ég. Þá hótaði framkvæmdastjórinn á þeim tíma, sem nú hefur tekið við starfi þjóðleikhússtjóra, að beita mig neyðarlögum. Það er eitthvert úrræði sem er til í lögum til þess að fá slökkviliðsmenn til að vinna ef það kviknar í Þjóðarbókhlöðunni eða eitthvað álíka. Þetta var rosalega skrýtin upplifun. Ég vil bara vinna við það sem gerir mig hamingjusama og ég var það ekki á þessum tíma. Ég var farin að slasa mig á æfingum, sýna nefbrotin og svona. Þetta var bara orðið algjört rugl.“

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 28.2.2016 kl. 10:17

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Fyrst þegar Elveis fékk að fara í sjónvarpsþætti svo sem Ed Sullivan show, - þá var hann bara sýndur fyrir ofan mitti.  Hitt þótti of dónalegt og gæti stuðað áhorfendur.

En man fólk eftir Ninu Hagen? 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.2.2016 kl. 12:01

5 identicon

Var Nína einhvern tímann að neyða fólk til að taka þátt í einhverju atriði hjá sér?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 28.2.2016 kl. 12:51

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já.  Beisiklí.  

Eftirfarandi myndbrot er klassík.

Hún hneykslaði þarna bara fyrir það sem eftir var af öldinni og langt fram eftir þessari öldþ

Eg get enn hlegið að þessu.  Þetta var svo óvanalegt á þeim tíma.  Hún afhjúpaði svo rosalega hræsni samfélagsins.

En að íslendingar séu ekki lengra komnir en sjá mátti á kommentakerfum í gær varðandi saklausan galskap Reykjavíkurdætra, - eg bara átti varla til orð.  Viðbrögðin voru ótrúleg og makalaus.  Hva?  Erum við í muslimalandi eða?  Eru komin Sharialög??

En hér er klippa með Hagen og nb. ekki fyrir viðkvæma.

https://www.youtube.com/watch?v=8lzAzzcFlWg

Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.2.2016 kl. 12:57

7 identicon

Þetta er ekki atriði með Nínu Hagen.  Hún er söngkona.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 28.2.2016 kl. 13:01

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Meira en það.  Mikill listamaður og má segja gjörningalistamaður.  

Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.2.2016 kl. 13:19

9 identicon

Þeir eru margir gjörningalistamennirnir.  Einn þerra er Kári Stefánsson.  Það er fyndið að sjá Egil Helgason væla undan hópsálinni gegn Reykjavíkurdætrum.  Sami maður hvatti landsmenn til að skrifa nú undir listann hans Kára.  Sá maður er með 30 milljónir á mánuði og vill meira.  Á meðan myglar heilbrigðiskerfið.  Hópsálin hleypur að sjálfsögðu til að skrifar undir hjá honum Kára - gjörsamlega á nærbrókunum.  Það má hafa gaman að þessu.  

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 28.2.2016 kl. 13:31

10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Að mínu mati er Hagen einn af þessum stóru listamönnum.

Hún breytti svo miklu, stuðaði og afhjúpaði.

Hún var svo fjölhæf raddarlega séð, að hún gat eiginlega spannað allan skalann og nýtti sér það alveg í botn.

Það var líka bara sviðsframkoman.  Hún þverbraut svoleiðis allar þekktar reglur varðandi sviðsframkomi, - og sérstaklega hvað varðar sviðsframkomu kvenna, - að heimurinn varð aldrei samur á eftir.  

Hún var svo langt á undan tímanum að enn í dag eru menn að fatta hvað hún var aðgera.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.2.2016 kl. 13:47

11 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Hef engu við þetta að bæta Elín, alveg nákvæmlega sama tilfinnig á mínum bæ.

Sindri Karl Sigurðsson, 28.2.2016 kl. 13:50

12 Smámynd: Jens Guð

Helga,  þetta eru ekki ýkjur.  Fjarri því.  Þegar Elvis kom fyrst fram í sjónvarpi var aðeins efri hluti hans í mynd.  Mjaðmahreyfingar hans þóttu of klámfengnar fyrir sjónvarpsáhorfendur.  Hérlendis var hræðsla við rokkið svo móðursýkisleg að þegasr kvikmyndin "Rock Around the Clock" var sýnd í Tónabíói að lögregluhópur vaktaði salinn. Talin var hætta á að bíógestir myndu sturlast og leggja bíóið og nágrenni í rúst.  

Jens Guð, 28.2.2016 kl. 16:15

13 Smámynd: Jens Guð

Helga, ég bið að heilsa syni þínum.

Jens Guð, 28.2.2016 kl. 16:17

14 Smámynd: Jens Guð

Sigurður, þetta vissi ég ekki með spítalaklæðnaðinn.  Fyrir nokkrum árum lá ég um hríð í Borgarspítalanum.  Þar var ég bara í góðu yfirlæti í mínum eigin nærfötum.  

Jens Guð, 28.2.2016 kl. 16:19

15 Smámynd: Jens Guð

Elín,  þetta er merkileg frétt af vinnuhörku í leikhúsi.

Jens Guð, 28.2.2016 kl. 16:21

16 identicon

Tvískinningurinn er stundum með ólíkindum. Bróðinn minn vann á Vellinum í kringum 1980. Þar var bíó og uppi var auglýsing fyrir léttgjeggjaða bóímynd sem sýndo berbrjósta konu, eða svo gott sem. Einhver "sanntrúaður" hafði tekið einangrunarlimand og límt yfir barminn! Samt var alltaf full bío af "sanntrúuðum"...innocent

Jedúddiminn (IP-tala skráð) 28.2.2016 kl. 17:23

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Munið eftir Madonnu, hún var hrakin frá Argentínu fyrir að nudda fánanum þeirra í klofinu á sér

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.2.2016 kl. 17:27

18 identicon

http://www.eonline.com/news/743620/madonna-asks-fan-to-get-x-rated-with-a-banana-not-knowing-he-s-a-major-chinese-popstar

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 28.2.2016 kl. 17:55

19 Smámynd: Jens Guð

Ómar Bjarki,  ég man eftir Nínu Hagen. Á sennilega 5 eða 6 fyrstu plötur hennar. Þar er margt skemmtilegt.  Hún var rekin frá Austur-Þýskalandi á sínum tíma. 

Jens Guð, 28.2.2016 kl. 18:43

20 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já, og ekki gleyma Madonnu.  Hún þótti aldeilis stuðandi víða á sínum tíma.

Þessi uppákoma núna og það hve margir virðast vera stórhneykslaðir, - eg bara skil þetta ekki.  Án gríns.  Eg hélt það væri ekki hægt að ná fram svo almennri hneykslan á Íslandi í dag.  Það væri búið að þverbrjóta allt mörgum sinnum og rjúfa öll tabú.  En nei, greinilega ekki.

Maður veltir soldið fyrir sér afhverju það eru svo sterk viðbrögð.  Manni grunar jafnvel að andstaða við RUV spili inní hjá sumum og jafnvel andúð á þáttarstjórnanda, - en í grunninn virðist þetta aðallega samt svona siðferðileg hneykslun.  Alveg eins og öll fyrri hneykslun á fyrri tíma listamönnum bar aðallega í sér.  Alveg merkilegt að hægt sé að kalla fram svo sterk viðbrögð á Íslandi 2016.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.2.2016 kl. 00:18

21 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Tónabíó var ekki komið þegar kvikmyndin "Rock around the clock" var sýnd.

Hún var sýnd í Stjörnubíói við Laugaveg, ég sá hana, en enga lögregluþjóna.

Ómar Ragnarsson, 29.2.2016 kl. 02:05

22 identicon

Sjálfskipaðir ,, alvitrir " en mjög svo þröngsýnir tónlistarstjórnendur á RÚV á sínum tíma tóki sér það alræðisvald að rispa lög og plötur sem ekki máttu fara í spilun, en hefðu í raun bætt stórlega einhæfa tónlistina sem var látin ganga daginn út og inn á RÚV. Dæmi um þetta alræðisvald er einmitt á myndbandi hér að ofan þar sem hljómsveitin frábæra Trúbrot flytur lag eftir Wagner og þótti ekki hæfa til spilunar í útvarpi allra landsmanna. Hljómar virðast þó hafa sloppið í gegn með lag unnið út úr píanókonserti eftir Tchaikovsky. 

Stefán (IP-tala skráð) 29.2.2016 kl. 08:34

23 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Er samt ekki aðalgagnrýnin sú að atriðið var einfaldlega ekki nógu gott, sem sagt hafði minna með ádeiluna að gera.  Eitthvað segir mér það.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.2.2016 kl. 09:24

24 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Nei.  Eg held ekki.  Mér sýnist siðferðilegi þátturinn vega þyngst.  Það er ótrúlegt að lesa komment frá innbyggjum viðvíkjandi þessu atriði.  Það er engu líkara en við séum í muslimalandi og það sé búið að setja sharíalög.

Ef að útganga frá lélegum tónlistaratriðum á að vera regla hérna, - þá yrðu nú margar útgöngurnar.

Það eina sem mér finnst pínulítið óljóst ennþá, er hvort ágústu hafi verið alvara með þetta eða hvort hæun sé með í plottinu.

Mér finnst svo ótrúlegt að ung kona skuli hafa svo forpokaðar skoðanir eins virðist mega greina hjá henni.  Huún hlýtur að vera grínast.  Eða var hún kannski aldrei að grínast með sylvíu nótt?  Maður spyr sig.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.2.2016 kl. 09:56

25 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Hér er atriðið:

https://www.youtube.com/watch?v=prts2wLP6B8

Það er nákvæmlega ekkert hneykslanlegt við þetta. (Og margt, margt miklu miklu  lélegra hefur verið flutt tónlistarlega, m.a af ágústu.)

Að sumu leiti er þetta allt í lagi tónlistarlega.  Er náttúrulega ákv. rapp-afbrigði eða túlkun.

Og svo segja sumir:  OMG ein er með strapp on!  En eg segi:  Só?

Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.2.2016 kl. 10:17

26 identicon

Æi er ekki nóg af öðrum og mikilvægari málum til að hneykslast á

DoctorE (IP-tala skráð) 29.2.2016 kl. 10:30

27 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sá ekki þennan þátt á föstudaginn, og varð auðvitað forvitin þegar öll umræðan viðrist eiga að snúast um þetta eina dónaatriði í þætti Gísla Marteins á föstudaginn. Líklega er búið að klippa verstu atriðin burt úr þættinum sem ég sá á Sarpinum áðan, því ég sá ekkert sem verðskuldar svona mikla hneykslunar umfjöllun sem raun ber vitni.

Það vantaði náttúrulega bara Kára Stef í söngleikinn, eins og Elín benti réttilega á.

30 miljóna atriðið :) ?

Fyrir minn smekk, þá var þetta ekkert sérstaklega skemmtilegur sönggjörningur við fyrstu sýn, en segir þó mjög mikið við nánari umhugsun, um það stjórnleysisástand sem ríkir á græðginnar dómsstólalausa Íslandi.

Ágústa Eva Erlendsdóttir er og hefur lengi verið í uppáhaldi hjá mér, og mjög þakkarvert að hún skuli upplýsa þjóðina um það í Fréttablaði föstudagsins, hvers konar spilling ríkir innan veggja þrælaþjóðarinnar leikhússins.

Ég hneykslast víst oft á "vitlausum" atriðum samfélagsins.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 29.2.2016 kl. 10:52

28 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Nei.  Það er ekkert búið að klippa út.  Eg sá þáttinn upphaflega og eg hugsaði:  Vá hvað þær eru kúl.

Málið er að eftirá, þá voru margir að tjá sig útfrá því sem ágústa lýsti.

Lýsing ágústu á þessum gjörningi var enganvegin í takt við raunveruleikann.

Þessvegna spyr maður sig soldið hvort ágústa hafi ekki verið grínast.  (En því hafa kunnugir að vísu neitað.)

Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.2.2016 kl. 11:55

29 identicon

Yfir hverju er Ágústa Eva að hneykslast..??  Sylvía Nótt hneykslaði milljónir manns

í beinni þegar hún sagði hvað Grikkir væru ljótt fólk og leiðinlegir..

Allir búnir að gleyma því. Hefði sennilega unnið ef hún hefði ekki verið með

þennan dónakjaft. Hér voru nokkur þúsund sem sáu þennan þátt og fólk fer úr

límingunum. Tek undir með ÓBK. Þetta var bara kúl og eitthvað nýttt.

Ég er bara hneykslaður yfir þeim sem hneyksluðust...wink

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 29.2.2016 kl. 12:30

30 Smámynd: Jens Guð

Jedúddiminn,  það er vissulega einhver tvískinnungur í þessu öllu.  

Jens Guð, 29.2.2016 kl. 21:45

31 Smámynd: Jens Guð

Ásthildur Cesil,  já,  Madonna hefur vakið upp hörð viðbrögð,  reiði og hneykslun í gegnum tíðina.  

Jens Guð, 29.2.2016 kl. 21:46

32 Smámynd: Jens Guð

Ómar Bjarki (#25),  ég sá þáttinn ekki í beinni útsendingu heldur daginn eftir.  Þá las ég um þetta á Fésbók.  Hún logaði í yfirkeyrðum lýsingum og hneykslun. Lýsingum á stelpum með gervityppi rífandi sig úr nærbuxum nuddandi sig þannig framan í gesti og þáttastjórnanda.  Ég bjóst við einhverju svo klæmnu og svakalegu að ég þorði ekki að spila myndband af ósómanum fyrr en eftir að hafa tryggt að hvorki börn né viðkvæmir yrðu vitni að.  Svo bara sá ég ekki neitt til að hneykslast á.  Ég kom ekki eða illa auga á gervityppin.  Eftir tvær glápatrennur tókst mér að koma auga á eina stelpu í lærissíðum bol eins og missa niður um sig buxur í nokkrar sek.  Söngtextanum náði ég ekki. Kannski var hann klæminn.  Jafnvel klæmnari en Megas.  Veit það ekki.    

Jens Guð, 29.2.2016 kl. 22:01

33 Smámynd: Jens Guð

DoctorE,  nei,  það er hörgull á mikilvægum málum til að hneykslast á.  

Jens Guð, 29.2.2016 kl. 22:02

34 Smámynd: Jens Guð

Anna Sigríður,  ég tek undir þín orð.

Jens Guð, 29.2.2016 kl. 22:03

35 Smámynd: Jens Guð

Elín (#18) ójá.

Jens Guð, 29.2.2016 kl. 22:06

36 Smámynd: Jens Guð

Ómar Bjarki (#20),  mannskepnan hefur ríka þörf fyrir að hneykslast.  Hún fær "kikk" út úr því að setja sig á hærri hest en aðra.  Hampa sér fyrir að vera siðvandaðri en einhverjir aðrir.  

Jens Guð, 29.2.2016 kl. 22:09

37 Smámynd: Jens Guð

Ómar,  ég var kornabarn í útjaðri Hóla í Hjaltadal þegar kvikmyndin "Rock Around The Clock" var sýnd.  Núna ruglaði ég sennilega saman að Bítlakvikmyndir hafi verið sýndar í Tónabíói.  Guðbergur Auðunsson sagði mér fyrir margt löngu frá afskiptum lögreglu af rokkbíóinu.  Eflaust kom lögreglan við sögu aðeins á fyrsta sýningarkvöldi eða eitthvað svoleiðis.   

Jens Guð, 29.2.2016 kl. 22:19

38 Smámynd: Jens Guð

Stefán, eflaust áttuðu Jón Þórarinsson tónlistarstjóri RÚV og útvarpsráð sig ekki á því að Hljómar væru að syngja Tchaikovsky. 

Jens Guð, 29.2.2016 kl. 22:23

39 identicon

Að láta fólk taka þátt í atriði án þess að spyrja um leyfi áður er ekki fallið til vinsælda.  Þarna er á ferðinni ákveðið taktleysi.  Samfylkingin er í svipaðri stöðu.  Hún ætlaði að troða þjóðinni í ESB án þess að spyrja um leyfi áður.  Það fór líka illa í fólk :)

http://eyjan.pressan.is/frettir/2016/03/01/thjodin-hefur-takmarkadan-ahuga-a-samfylkingunni/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 1.3.2016 kl. 10:10

40 Smámynd: Jens Guð

Ásthildur Cesil,  nema kannski allt í bland.

Jens Guð, 2.3.2016 kl. 08:02

41 Smámynd: Jens Guð

Sigurður K,  sumir halda því fram að þetta sé allt sviðsett leikrit.

Jens Guð, 2.3.2016 kl. 08:05

42 Smámynd: Jens Guð

Elín,  nema þetta hafi verið falin myndavél.

Jens Guð, 2.3.2016 kl. 08:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband