Auðleyst vandamál

  Ég var vestur á fjörðum. Sem oft áður.  Í gamla daga var hálf einmanalegt utan vinnutíma í vinnuferðum úti á landi. Ég var oftast eini gestur á gistiheimilum og hótelum. Það var næstum því óþægilegt.  Starfsmenn kannski þrír eða fjórir. Gistikostnaður minn stóð ekki undir launakostnaði þeirra. Á móti kom að um sumarið mættu ferðamenn til leiks og bættu upp taprekstur vetrarins.

  Nú er öldin önnur er Sveinbjörn stökk á stöng.  Nú er ekki þverfótað fyrir útlendum ferðamönnum á öllum tímum árs. Jafnframt hefur framboð á gistirýmum vaxið ævintýralega. Það er skemmtileg tilbreyting frá því sem áður var að lenda í þvögu af ferðamönnum frá öllum heimsálfum.  Líka vitandi að þeir skilja eftir sig hérlendis í ár 500 þúsund milljónir króna í gjaldeyri.  Þeir togast á um alla mögulega leigða bíla,  fjölmenna á matsölustaði,  kaupa lopapeysur og aðra minjagripi. Og það sem telur einna mest: Taka ljósmyndir og myndbönd af norðurljósunum,  skíðabrekkum og allskonar.  Þetta póstar liðið á Fésbók og Twitter út um allan heim.  Við það ærast vinir og vandamenn. Verða friðlausir í löngun til að koma líka til Íslands.  Margfeldisáhrifin eru skjótvirk og öflug.

  Hitt er annað mál að ástæða er til að taka snöfurlega á glannaskap túrista. Þeir átta sig ekki á að hættur leynast í íslensku landslagi.  Bæði við fossa og í fjöru.  Túristarnir taka ekkert mark á vel merktum lokunum á gönguleiðum eða vegum.  Það þarf að glenna framan í þá merkingum um að brot á banni á þessum svæðum varði háum fjársektum.  Þá finna þeir til í buddunni.  Það virkar.  

   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jens. Vestfirðirnir voru mjög vanmetnar samfélagsperlur með raunverulega verðmætasköpun fyrir samfélög sjáfarplássanna fyrir nokkrum áratugum síðan. Því miður. Sumir halda að hægt sé að borða ferðamenn í heimsbankakreppu, án áfalla.

Heimskreppa þriðja ráns-bankanna er bara rétt að byrja.

Fullorðið fólk og líklega, eða vonandi, fullvitiborið ferðaglatt fólk ætti að skilja auðlesanlegar merkingar á algengum tungumálum á ferðamannastöðum?

Grímur Sæmundson ferðaþjónusturæningjaforingi Blá lónsins ætti að fá sér göngutúr um Viðey, og velta fyrir sér hvernig á að losna við óbeitta óræktina í Viðey!

Sláttuorfin þrælaknúnu yrðu líklega beittustu lausnir Gríms Sæmundsonar í óræktinni í Viðey? Ómar Ragnarsson er orðinn of gamall til að reita arfann í kringum lækningajurtirnar, sem ekki fá að blómstra vegna of-friðunar í henni Viðey!

Er þetta ferðafólk á Íslandi kannski á vegum einhverra yfirnáttúru-verndaðra, vanskráningar-skatthæfra, og jafnvel ólæsra ábyrgðarfélagasamtaka? Og jafnvel með fylgdarmann með í farmiðakaupunum, sem aldrei hefur komið til Íslands? Svona, ja, t.d. siðspilltrakeyptir, íslenskir ferðaþjónustu-laumufarþegar, sem hvorki sjást né borga skatta a Íslandi? Sem eru jafnvel hvergi skráðir á Páfans: pengevasked hafnvesen? (Skattstofan óskráða?)

Ferðafólk ábyrgðarlausra "orystufylgdarmanna" einhverra óskráðra félagasamtaka erlendis frá? Sem engin landamæragæsla, tollayfirvöld, lögregluyfirvöld, né stjórnarskrá og lög á Íslandi ná yfir? 

Og ferðafólk er jafnvel kannski vegalaust réttindalaust flóttafólk undir stjórn siðblindra og vanhæfra ferðaþjónustuforingja Bláu eyjunnar, eftirlitlausu, þrælahaldandi, EES-frjálsu, EES-fjórfrelsis-bankarænandi, og allra vinnustaða-þrælafrjálsrænandi hér á Íslandi?

Það þarf nú að fara að athuga alvarlega, og á raunsannan velferðar-gagnrýnandi hátt, þessa bankaráns-þræla-aðlögunarblekkingu sem viðgengs hindrunarlaust á Íslandi og víðar í veröldinni!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.3.2016 kl. 23:38

2 Smámynd: Jens Guð

Anna Sigríður,  bestu þakkir fyrir þessar skemmtilegu vangaveltur.

Jens Guð, 9.3.2016 kl. 10:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.