Hvađa Bítlalög eru vinsćlust?

bítlar

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  Hvernig á ađ finna út hvađa lög bresku hljómsveitarinnar Bítlanna (The Beatles) eru vinsćlust?  Ein leiđin er ađ skođa sölutölur;  sjá hvađa smáskífur Bítlanna hafa selst best.  Gallinn viđ ţessa ađferđ er sá ađ verulega hátt hlutfall af lögum Bítlanna kom aldrei út á smáskífu.  Ţar fyrir utan voru flestar smáskífurnar merktar sem A hliđ og B hliđ.  Einungis lagiđ á A hliđinni telur.  Hugsanlegt er ađ einhverjir - jafnvel margir - hafi keypt smáskífur vegna lagsins á B hliđ fremur en A hliđ.

  Einstakar smáskífur voru ađeins gefnar út í tilteknum löndum en ekki á alţjóđavísu.  Til ađ mynda var "Yesterday" einungis gefiđ út á smáskífu í Bandaríkjunum.    

  Nú er loks hćgt ađ komast ađ ţví hvađa Bítlalög njóta í raun mestra vinsćlda heims um ból:  Ţađ er međ ţví ađ skođa hvađa lög eru mest spiluđ á Spotify.  Ţá bregđur svo viđ ađ fćstir Bítlafrćđingar hefđu ađ óreyndu giskađ á hvađa lag trónir í toppsćtinu. Ţađ hefur ekki einu sinni veriđ gert myndband viđ ţađ.  Né heldur er til filma af Bítlunum ađ spila ţađ í hljóđveri eđa á hljómleikum.  Fyrir bragđiđ er lagiđ ekki spilađ í sjónvarpsstöđvum,  hvorki tónlistarstöđvum á borđ viđ MTV né öđrum. Svona lítur listinn út:  

1.  Come Together

2.  Let It Be

3.  Hey Jude 

4.  Love Me Do

5.  Yesterday

6.  Here Comes the Sun

7.  Help!

8.  All You Need Is Love

9.  I Want To Hold Your Hand

10. Twist and Shout

  Ţegar listar eru skođađir eftir löndum ţá er niđurstađan svipuđ.  Einstök lög hafa sćtaskipti.  "Come Together" er mest spilađa lagiđ í Bandaríkjunum en ţar er "Hey Jude" í öđru sćti og "Let it Be" í 4. sćti,  svo dćmi séu tekin.

.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ţetta eru ALLT meistaraverk frá a-ö.

Stefán (IP-tala skráđ) 18.4.2016 kl. 11:36

2 identicon

Sćll enn Jens.

Ég var nú barasta pollaskratti ţegar Bítlarnir skutust upp á stjörnuhimininn. Fylginn eldri bróđur mínum barđist ég á hćl og hnakka honum nćst á móti ţessari "nýbylgju" og fannst enginn eins ćđislegur og Elvis Pretley.

Síđan hefir mikiđ vatn runniđ til sjávar. Ég dýrka nánast öll bítlalögin og hlusta međ nostalgíu hvenćr sem ég heyri ţau spiluđ. Líklegast er ég talsvert seinţroska. Ég ađ vísu fílađi "Hard days night" rćmuna. En ţađ var barasta til ađ komast á bíó í bćnum ofan úr Mosó.

Mitt uppáhald er "When I´m 64" sem ekki er á listanum ţínum.  Fyrir utan ađ vera seinţroska ţá passa ég ekki í formiđ međ meirihlutanum.

Kveđja sunnan úr álfum

Hörđur Ţór Karlsson (IP-tala skráđ) 18.4.2016 kl. 15:41

3 identicon

Lagiđ ,, When I'm sixty-Four " samdi Paul McCarntey á fjölskyldupíanóiđ fimmtán ára gamall og svo söng hann ţađ inn á plötu međ Bítlunum ţegar Jim fađir hans varđ 64 ára.

Stefán (IP-tala skráđ) 18.4.2016 kl. 16:02

4 Smámynd: Theódór Norđkvist

Ţađ er ótrúlegt hvađ ţessir snillingar frá Liverpool skilja mikiđ eftir sig og ţó voru ţeir ekki saman mjög lengi, a.m.k. miđađ viđ Rolling Stones. cool

Af ţessum á listanum eru Hey Jude, Let It Be, Yesterday, Here Comes the Sun og Twist and Shout í uppáhaldi hjá mér, nokkurn veginn í ţessari röđ.

Ég held líka upp á mörg lög sem eru ekki eins ţekkt, s.s. Things We Said Today, Michelle, Norwegian Wood, I've Just Seen a Face, It's Only Love, Hey You Got to Hide Your Love Away, Rocky Racoon, Happiness Is a Warm Gun og mörg fleiri.

Theódór Norđkvist, 18.4.2016 kl. 18:29

5 Smámynd: Theódór Norđkvist

Ađ ekki sé minnst á Something, sem Frank Sinatra sagđi besta ástarlag síđustu 50 ára og söng ţađ m.a.s. sjálfur inn á plötu.

Theódór Norđkvist, 18.4.2016 kl. 18:33

6 Smámynd: Jens Guđ

Stefán,  ţađ er margt vel heppnađ međ Bítlunum.

Jens Guđ, 18.4.2016 kl. 19:54

7 Smámynd: Jens Guđ

Hörđur Ţór,  margir eiga líka sögu ađ segja:  Afneituđu Bítlunum framan af en snéru síđar viđ blađinu. Ofurvinsćldir Bítlanna liggja m.a. í ţví ađ fjöldinn lađast ađ tónlist ţeirra á mismunandi forsendum. Sumir elska rokklögin ţeirra og öskursöngstílinn.  Ađrir elska rólegu ballöđurnar og kassagítarlögin.  Enn ađrir elska sýrđu lögin og tilraunastarfsemina.  Og svo framvegis.   

Jens Guđ, 18.4.2016 kl. 20:05

8 Smámynd: Jens Guđ

Stefán (#3),  og nú er Paul áratug yfir 64. ára aldrinum!

Jens Guđ, 18.4.2016 kl. 20:08

9 Smámynd: Jens Guđ

  Theódór,  svo sannarlega er afar merkilegt hvađ Bítlarnir skildu mikiđ eftir sig.  Ekki síst vegna ţess hversu stutt hljómsveitin starfađi.  Fyrsta platan kom út 1963 og hljómsveitin hćtti 1969.  

  Eins er afar merkilegt hvađ tónlist ţeirra breyttist mikiđ og ţróađist á ţessum tíma,  sem og liđsmenn sjálfir.  Ţeir breyttu svo mörgu.  Líka mörgu langt út fyrir músíkina.  Eins og sést til ađ mynda á útliti ţeirra.  Fyrst međ háriđ greitt niđur enniđ og út á eyrun (sem ţótti sóđalegt og villimannslegt).  Síđan međ hár niđur á herđar,  skipt í miđju og andlitiđ fúlskeggjađ.     

Jens Guđ, 18.4.2016 kl. 20:24

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband