18.4.2016 | 10:02
Hvaða Bítlalög eru vinsælust?
Hvernig á að finna út hvaða lög bresku hljómsveitarinnar Bítlanna (The Beatles) eru vinsælust? Ein leiðin er að skoða sölutölur; sjá hvaða smáskífur Bítlanna hafa selst best. Gallinn við þessa aðferð er sá að verulega hátt hlutfall af lögum Bítlanna kom aldrei út á smáskífu. Þar fyrir utan voru flestar smáskífurnar merktar sem A hlið og B hlið. Einungis lagið á A hliðinni telur. Hugsanlegt er að einhverjir - jafnvel margir - hafi keypt smáskífur vegna lagsins á B hlið fremur en A hlið.
Einstakar smáskífur voru aðeins gefnar út í tilteknum löndum en ekki á alþjóðavísu. Til að mynda var "Yesterday" einungis gefið út á smáskífu í Bandaríkjunum.
Nú er loks hægt að komast að því hvaða Bítlalög njóta í raun mestra vinsælda heims um ból: Það er með því að skoða hvaða lög eru mest spiluð á Spotify. Þá bregður svo við að fæstir Bítlafræðingar hefðu að óreyndu giskað á hvaða lag trónir í toppsætinu. Það hefur ekki einu sinni verið gert myndband við það. Né heldur er til filma af Bítlunum að spila það í hljóðveri eða á hljómleikum. Fyrir bragðið er lagið ekki spilað í sjónvarpsstöðvum, hvorki tónlistarstöðvum á borð við MTV né öðrum. Svona lítur listinn út:
1. Come Together
2. Let It Be
3. Hey Jude
4. Love Me Do
5. Yesterday
6. Here Comes the Sun
7. Help!
8. All You Need Is Love
9. I Want To Hold Your Hand
10. Twist and Shout
Þegar listar eru skoðaðir eftir löndum þá er niðurstaðan svipuð. Einstök lög hafa sætaskipti. "Come Together" er mest spilaða lagið í Bandaríkjunum en þar er "Hey Jude" í öðru sæti og "Let it Be" í 4. sæti, svo dæmi séu tekin.
.
Meginflokkur: Útvarp | Aukaflokkar: Ljóð, Menning og listir, Tónlist | Breytt 25.1.2017 kl. 17:04 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 35
- Sl. viku: 1023
- Frá upphafi: 4111584
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 859
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Þetta eru ALLT meistaraverk frá a-ö.
Stefán (IP-tala skráð) 18.4.2016 kl. 11:36
Sæll enn Jens.
Ég var nú barasta pollaskratti þegar Bítlarnir skutust upp á stjörnuhimininn. Fylginn eldri bróður mínum barðist ég á hæl og hnakka honum næst á móti þessari "nýbylgju" og fannst enginn eins æðislegur og Elvis Pretley.
Síðan hefir mikið vatn runnið til sjávar. Ég dýrka nánast öll bítlalögin og hlusta með nostalgíu hvenær sem ég heyri þau spiluð. Líklegast er ég talsvert seinþroska. Ég að vísu fílaði "Hard days night" ræmuna. En það var barasta til að komast á bíó í bænum ofan úr Mosó.
Mitt uppáhald er "When I´m 64" sem ekki er á listanum þínum. Fyrir utan að vera seinþroska þá passa ég ekki í formið með meirihlutanum.
Kveðja sunnan úr álfum
Hörður Þór Karlsson (IP-tala skráð) 18.4.2016 kl. 15:41
Lagið ,, When I'm sixty-Four " samdi Paul McCarntey á fjölskyldupíanóið fimmtán ára gamall og svo söng hann það inn á plötu með Bítlunum þegar Jim faðir hans varð 64 ára.
Stefán (IP-tala skráð) 18.4.2016 kl. 16:02
Það er ótrúlegt hvað þessir snillingar frá Liverpool skilja mikið eftir sig og þó voru þeir ekki saman mjög lengi, a.m.k. miðað við Rolling Stones.
Af þessum á listanum eru Hey Jude, Let It Be, Yesterday, Here Comes the Sun og Twist and Shout í uppáhaldi hjá mér, nokkurn veginn í þessari röð.
Ég held líka upp á mörg lög sem eru ekki eins þekkt, s.s. Things We Said Today, Michelle, Norwegian Wood, I've Just Seen a Face, It's Only Love, Hey You Got to Hide Your Love Away, Rocky Racoon, Happiness Is a Warm Gun og mörg fleiri.
Theódór Norðkvist, 18.4.2016 kl. 18:29
Að ekki sé minnst á Something, sem Frank Sinatra sagði besta ástarlag síðustu 50 ára og söng það m.a.s. sjálfur inn á plötu.
Theódór Norðkvist, 18.4.2016 kl. 18:33
Stefán, það er margt vel heppnað með Bítlunum.
Jens Guð, 18.4.2016 kl. 19:54
Hörður Þór, margir eiga líka sögu að segja: Afneituðu Bítlunum framan af en snéru síðar við blaðinu. Ofurvinsældir Bítlanna liggja m.a. í því að fjöldinn laðast að tónlist þeirra á mismunandi forsendum. Sumir elska rokklögin þeirra og öskursöngstílinn. Aðrir elska rólegu ballöðurnar og kassagítarlögin. Enn aðrir elska sýrðu lögin og tilraunastarfsemina. Og svo framvegis.
Jens Guð, 18.4.2016 kl. 20:05
Stefán (#3), og nú er Paul áratug yfir 64. ára aldrinum!
Jens Guð, 18.4.2016 kl. 20:08
Theódór, svo sannarlega er afar merkilegt hvað Bítlarnir skildu mikið eftir sig. Ekki síst vegna þess hversu stutt hljómsveitin starfaði. Fyrsta platan kom út 1963 og hljómsveitin hætti 1969.
Eins er afar merkilegt hvað tónlist þeirra breyttist mikið og þróaðist á þessum tíma, sem og liðsmenn sjálfir. Þeir breyttu svo mörgu. Líka mörgu langt út fyrir músíkina. Eins og sést til að mynda á útliti þeirra. Fyrst með hárið greitt niður ennið og út á eyrun (sem þótti sóðalegt og villimannslegt). Síðan með hár niður á herðar, skipt í miðju og andlitið fúlskeggjað.
Jens Guð, 18.4.2016 kl. 20:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.