Örfá minningarorđ

  Ólafur Stephensen,  almannatengill og djasspíanóleikari,  lést í vikunni;  nýkominn á nírćđisaldur. Hann kenndi mér markađsfrćđi í auglýsingadeild Myndlista- og handíđaskóla Íslands á áttunda áratugnum.  Sumariđ 1979 vann ég á auglýsingastofu hans,  ÓSA.  Einnig á álagstímum á stofunni međfram námi veturinn ´79-´80.

  Ólafur var skemmtilegur kennari. Og ennţá skemmtilegri vinnuveitandi.  Ţađ var alltaf létt yfir honum.  Stutt í gamansemi.  Aldrei vandamál.  Bara lausnir.  Hann lagđi sig fram um ađ ţađ vćri gaman í vinnunni.  Á sólríkum degi átti hann ţađ til ađ birtast hlađinn ís-shake handa liđinu.  Einn sérlega heitan sumardag tilkynnti hann ađ ţađ vćri ekki vinnufriđur vegna veđurs.  Hann bađ okkur um ađ setja miđa á útidyrahurđina međ textanum "Lokađ vegna veđurs".  Síđan bauđ hann okkur ađ taka maka međ í grillveislu út í Viđey.  Hann átti Viđey.  Grillveislan var glćsileg,  eins og viđ mátti búast. Gott ef kćldur bjór var ekki meira ađ segja á bođstólum (ţrátt fyrir bjórbann).

  Óli var djassgeggjari.  Ég var ekki byrjađur ađ hlusta á órafmagnađan djass á ţessum tíma en var ađ hlusta á Weather Report,  Mahavishnu Orcestra og ţess háttar rafdjass.  Óli var opinn fyrir ţví.  Herbie Hancock var skólabróđir hans í Ameríku.  Viđ mćttumst í plötum Herbies og djasslögum Frank Zappa. Í leiđinni laumađi Óli ađ mér tillögum - lúmskur og án ýtni - um ađ kynna mér tiltekin órafmögnuđ djasslög. Sem ég gerđi. Og varđ djassgeggjari.

  Óli sendi frá sér ţrjár djassplötur.  Hver annarri skemmtilegri. Pjúra djass.  Ég skrifađi umsögn um eina ţeirra í eitthvert tímarit. Man ekki hvađa.  Ţá hringdi Óli í mig og var sáttur viđ umsögnina. Ađ öđru leyti vorum viđ í litlum samskiptum síđustu áratugi umfram stutt spjall ţegar leiđir lágu saman úti á götu eđa á mannamótum.  En í ţessu símtali spjölluđum viđ um margt og lengi. Hann upplýsti mig međal annars um ađ sonur hans vćri í hljómsveitinni Gus Gus. Ég hafđi ekki áttađ mig á ţví.  

  Óli breytti áherslum í auglýsingum á Íslandi.  Fćrđi ţćr frá ţví ađ vera auglýsingateikningar yfir í vel útfćrđa markađssetningu.  Hann var snjall á sínu sviđi. Ég lćrđi meira á auglýsingastofu hans en í skólastofu auglýsingadeildar Myndlista- og handíđaskóla Íslands.

  Ég kveđ međ hlýjum minningum og ţakklćti góđan lćriföđur.  Ég man ekki eftir honum öđruvísi en međ glađvćrt bros á andliti.      

óli steph        


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband