Wings var hörmuleg hljómsveit!

 Um og upp úr síðustu aldamótum var afskaplega skemmtilegur hverfisbar,  Wall Street, í Ármúla 7 (á annarri hæð við hliðina á Broadway).  Einn af fastagestum var ákafur aðdáandi breska bítilsins Pauls McCartneys.  Annar gestur - sem kunni og kann vel að meta Bítlana og Paul - gaf lítið fyrir hljómsveitina Wings.  Hljómsveit sem Paul stofnaði í kjölfar þess að John Lennon leysti Bítlana upp 1969.  

 Ágreiningurinn um Wings kom af og til upp.  Allt á ljúfum nótum.  Hvorugur gaf sig þó.  Báðir sóttu hljómleika með Paul í Danmörku.  Þeir breyttu engu um afstöðuna til Wings.

  Nú hefur Paul sjálfur stigið fram og tekið undir orð þess sem gefur lítið fyrir Wings.  Í nýlegu viðtali í breska sjónvarpinu BBC segir Paul um Wings:  "Við vorum hörmung.  Við vorum langt í frá góð hljómsveit.  Fólk sakaði Lindu um að kunna ekki að spila á hljómborð.  En það var tilfellið!"

  Paul bendir á að auðvelda leiðin til að takast á við upplausn Bítlanna hefði verið að stofna ofur-grúppu.  Fyrir hann,  bítilinn,  var minnsta mál í heimi að stofna ofur-grúppu með Eric Clapton á gítar og John Bonham á trommur.  Þess í stað ákvað Paul,  þjakaður af taugaáfalli,  þunglyndisdýfu og ótæpilegri áfengisneyslu, að byrja upp á nýtt (þó að hann nefni það ekki þá svældi hann jafnframt hass alla daga).  Byrja í nýrri hljómsveit sem ekkert kunni eða gat.  Alveg eins og Bítlarnir í árdaga.  Hann bendir á að John Lennon hafi ekki kunnað neitt á gítar þegar þeir byrjuðu að spila saman.  Hann hafi aðeins spilað banjó-hljóma á gítarinn.    

 Til að gæta sanngirnis þá var hljómsveitin Wings ekki glötuð. Vissulega stóð margt með Wings að baki því besta með Bítlunum.  En sumt var dágott.

 

     


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Wings er eiginlega það sem nú er kallað einsmellungshljómsveit. Múlalagið góða með sekkjarpípusuðinu heldur Wings á lofti en annað hefur misst flugið með tímanum. 

Emil Hannes Valgeirsson, 1.6.2016 kl. 23:40

2 identicon

Nei nei Wings var frábært band, Paul McCartney er þarna að leggja áherslu á að það skiptir engu hvað þú kannt. Hann bendir líka á að John Lennon hafi ekki kunnað neitt þegar þeir byrjuðu að spila saman rétt eins og Linda. Verstu músíkantar í heimi eru þeir sem lært hafa á hljóðfæri en hlusta ekkert á múskik, ef ég ætti að velja einhvern til samvinnu, þá myndi ég frekar velja einhvern sem kann ekki neitt í stað þess sem kann alls kyns kúnstir en hefur ekki hlustað nægilega mikið. Hljómsveit með Eric Clapton á gítar og John Bonham á trommur hefði orðið hrein hörmung.

Gunnar Waage (IP-tala skráð) 2.6.2016 kl. 00:48

3 identicon

Hin ofur vinsæla hljómsveit Wings starfaði í tíu ár, á árunum 1971 -1981. Gaf út 9 stórar plötur sem allar fóru á topp 10 listana í Bretlandi og USA, þar af fóru 5 þeirra á toppinn í USA. 23 smáskífur Wings fóru á topp 40 lista í USA, þar af 14 þeirra á topp 10 og 6 þeirra fóru í 1 sæti. 12 smáskífur Wings fóru inn á topp 10 í Bretlandi. Wings var ein vinsælasta hljómleikahljómsveit sögunnar, sérstaklega í USA og suður-Ameríku. Margir trommarar spiluðu með þeim Paul, Danny Laine og Lindu á þessum árum og stundum sá Paul um allan trommuleik á plötum þeirra, enda fullfær um það. Hinar gífurlegu vinsældir Paul og Wings eru sagðar hafa farið verulega í taugarnar á john lennon. Wings var flott en misgóð hljómsveit þar sem ákveðið kæruleysi Paul gerði stundum vart við sig, en tónlistarleg snilligáfa hans blómstraði líka í hljómsveitinni.

Stefán (IP-tala skráð) 2.6.2016 kl. 08:44

4 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

John and Yoko Plastic ONO Band with elephant´s memory heillaði mig meira. 

Sigurður I B Guðmundsson, 2.6.2016 kl. 11:04

5 identicon

Er ekki sammála Jens.  Wings gerði marga mjög góða hluti og alla tíð þótti mér húna vera mjög merkileg hljómsveit.  En samt sem áður hefði mátt sleppa alfarið Lindu í hljómsveitinni.

Jóhann Skarphéðinsson (IP-tala skráð) 2.6.2016 kl. 13:49

6 Smámynd: Jens Guð

Emil Hannes,  fleiri lög með Wings náðu 1. sæti vinsældalista.  En Múlalagið er best (ásamt "Live and let Die").

Jens Guð, 2.6.2016 kl. 18:42

7 Smámynd: Jens Guð

Gunnar,  ég get ekki tekið undir að Wings hafi verið frábær hljómsveit.  Hún átti fína spretti en sendi frá sér of mörg mörg rýr lög.  Hitt tek ég undir sem þú segir um kosti og ókosti þess að kunna eða kunna ekki allar kúnstirnar.

Jens Guð, 2.6.2016 kl. 18:51

8 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  bandarískir fjölmiðlar - útvarpsstöðvar,  sjónvarpsstöðvar og prentmiðlar - dekruðu Wings í bak og fyrir.  Þar eru gyðingar ráðandi. Linda var gyðingur. 

Svo ofvirkur sem Paul er þá sést honum ekki alltaf fyrir. Hann er ekki nægilega sjálfsgagnrýninn.  Svo stjórnsamur sem hann er þá safnast umhverfis hann eintómt já-fólk.  

Paul sagðist hafa rekið sig óþægilega á þetta þegar þeir Harrison og Starr unnu smáskífuna "Free as a Bird".  Þá mótmælti George eitthverju sem Paul vildi gera við lagið.  Fyrstu viðbrögð Pauls voru að snöggmóðgast og reiðast.  Samtímis áttaði hann sig á því að ábending George var rétt.  Þá hrökk Paul við og sagði:  "Vá! Ég hef aldrei verið gagnrýndur í stúdíói síðan á Bítlaárunum!"

Jens Guð, 2.6.2016 kl. 19:30

9 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  ég vil aldrei gera upp á milli Páls og Jóns.  Plöturnar "Plastic Ono Band" og "Imagine" eru verulega flottar.  Áður sendi John frá sér 3 furðuplötur sem voru bara rugl og nánast engir kaupa og ennþá færri spila sér til gamans.  Þetta eru plöturnar "Unfinished Music" (#1 og #2) og "Wedding Album".  Ótrúlega fáránlegar plötur.  Verri en það versta frá Páli. 

Jens Guð, 2.6.2016 kl. 19:43

10 Smámynd: Jens Guð

Jóhann,  á netsíðunni góðu www.allmusic.com (áður glæsilegar bækur með plötudómum) fá Wings-plöturnar "At the speed of Sound" og "Back to the Egg" algjöra falleinkunn:  2 stjörnur af 5). "Wild Life" nær hálfri sjörnu betur (= les meðalmennska).  "Venus and Mars" og "Wings Over America" slefa í 3 stjörnur (les = örlítið yfir meðalmennsku).  Ég geri ekki ágreining við þessa niðurstöðu.

Wings án Lindu hefði verið eitthvað allt annað. Hún samdi nánast öll lög á fyrstu plötum Wings (í samvinnu við Paul).  Það var aðeins á allra síðustu plötum sem Danny Laine leysti hana af sem lagahöfund.

Ég hef ekki gengið úr skugga um það - til að sannreyna - en Linda viðurkenndi í blaðaviðtali að hafa alltaf átt í vandræðum með röddun.  Hún hafi jafnan orðið rammfölsk þegar kom að samsöng.    

Jens Guð, 2.6.2016 kl. 20:01

11 Smámynd: Steingrímur Helgason

Fínasta léttmetizpopp, minnir mig nú.

Kaubaði mér þezza 12" hjá Pétri heitnum & þotti fínt dizkó.

https://youtu.be/DRCgueckAXE

Z.

Steingrímur Helgason, 4.6.2016 kl. 20:22

12 identicon

Ég segi nú bara einsog maðurinn sagði: „Hefur þú enga sómakennd“?

Auðvitað veit ég að þú meinar ekkert með þessu og að þú elskar Paul innilega.

Það má kannski segja að þetta sé einskonar æsiblogfærsla hjá þér.

Allir sem spiluðu með Paul, Lindu og Danny í Wings voru frábærir hljóðfæraleikarar en áttu sumir við eiturlyfjaneyslu að glíma.

Lögin sem Paul semur á þessum tíma eru auðvitað misjöfn og ég er sammála John Winston Ono Lennon að meistrastykkið „Band on the Run“  er frábært.

Ein af uppáhaldsplötunum mínum er „Red Rose Speedway“  með frábærum lögum einsog „My Love“, „Only One More Kiss“, „Little Lamb Dragonfly“, „Single Pigeon“, „When The Night“ og fleirri.  

Reyndar fá báðar þessar plötur topkarakter hjá www.allmusic.com.

Richard Ulfarsson (IP-tala skráð) 5.6.2016 kl. 13:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband