Smásagan Veiðiferð. Bönnuð börnum!

  Hvað er betra í heiminum en að vera aleinn uppi í óbyggðum í heila viku;  með veiðistöng og nóg af köldum bjór?  Þetta hugsar Brandur um leið og hann sporðrennur ljúffengri nýgrillaðri bleikju.  Klukkutíma áður synti hún hamingjusöm í nálægum lækjarhyl ásamt nánustu ættingjum og æskuvinum.

  Brandur stendur upp, ropar og skolar mataráhöld í hylnum.  Hann gengur frá grillinu og kemur því fyrir í farangursgeymslu húsbílsins.  Það fer að rökkva innan skamms.  Þrátt fyrir bjór í maga þá sest hann undir stýri og ekur af stað.  Hann verður hvort sem er ekki kominn til byggða fyrr en upp úr miðnætti.

  Ferðin gengur eins og í sögu.  Hann leggur í bílastæðið fjarri húsinu.  Konan er greinilega sofnuð.  Myrkur grúfir yfir.  Hann vill ekki vekja hana.  Læðist hljóðlega inn,  afklæðist og leggst upp í rúm þétt við frúna.  Svefninn sækir strax á.  Hjónarúmið er miklu mýkra og betra en beddinn í húsbílnum.  Í þann mund sem hann er að svífa inn í draumaland þá vaknar lostakústur.  Eftir vikufríið vill hann sitt.  Í svefnrofanum hlýðir Brandur kallinu og bregður sér á bak.  Það er hvorki tölt né brokkað heldur þeysireið á harðastökki með kröftugum rykkjum og hnykkjum í allar áttir.  Hamagangurinn er slíkur að stæðilegt rúmið leikur á reiðiskjálfi.

  Að leik loknum leggst Brandur á bakið og blæs eins og hvalur.  Hann er alveg búinn á því.  Munnurinn er þurr og þorsti sækir á.  Hann læðist fram í eldhús og fær sér vatnssopa.  Út undan sér tekur hann eftir veikum bláum bjarma í hálflokuðum stofudyrunum.  Hann læðist að og stingur höfði varlega inn um dyragættina.  Við stofuborðið situr eiginkonan.  Hún er með fartölvu fyrir framan sig.  Hún kemur strax auga á Brand, rífur af sér heyrnartól og kallar hálf hvíslandi:  "Hæ, elskan!  Ég heyrði þig ekki koma.  Amma í Kanada kom áðan í heimsókn.  Hún ætlar að vera hjá okkur í nokkra daga áður en hún fer norður.  Hún er orðin svo hrum,  97 ára,  skökk og stirð og bakveik að ég leyfði henni að sofa í hjónarúminu. Við sofum bara í gestaherberginu á meðan." 

blerikja

 

 

 

 

 

 

 

 

 

_______________________

  Fleiri smásögur HÉR.

   

              


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Það ríkir algjör þögn!!!!!!!!!!!!!!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 26.7.2016 kl. 09:49

2 Smámynd: Jens Guð

Það má heyra saumnál detta.  Fólk missir málið við lestur sögunnar.  Reyndar hafa verið dálítil viðbrögð á Fésbók.  Þar hafa nokkrir deilt henni yfir á sínar síður og áhyggjur bornar fram um að amman hafi ekki lifað aðfarirnar af.  Áhyggjur af því tagi eru ástæðulausar.  Sagan er skáldsaga.  Þetta gerðist ekki í alvörunni.   

Jens Guð, 26.7.2016 kl. 18:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband