17.8.2016 | 19:02
Breytir öllu í gull
Fyrst var hann flautuleikari á Reyðarfirði. Svo gítarleikari þungarokkshljómsveitarinnar Bisund(ar). Hún kom, sá og hreppti 2. sæti í Músíktilraunum 1999. Bróðir hans, Birkir Fjalar í Bisund, var kosinn besti trommuleikari Músíktilrauna. Hann gerði síðar garðinn frægan með Stjörnukisa, Gleðisveitinni Döðlunum, I Adapt, Hellvar(i) og Celestine.
Andri Freyr sló í gegn í útvarpsþættinum Karate á X-inu. Hann trompaði það rækilega með þættinum "Freysa" á sömu stöð. Það var svakalegur þáttur sem gekk út og suður yfir fínu línuna. Langt yfir. Var kærður þvers og kruss. Fékk á sig handrukkara, vinslit og allskonar til viðbótar. Hann lét allt vaða og fór yfir öll mörk.
Um svipað leyti var Andri Freyr gítarleikari Botnleðju. Spilaði með þeirri hljómsveit út um allan heim, meðal annars með Blur. Hann var líka í hljómsveitinni frábæru Fidel.
Mörgum kom á óvart þegar þessi hressi og kjaftfori þungarokkari var ráðinn sem morgunútvarpshani á Rás 2. Það þótti djarft og bratt. En morgunþáttur hans og Gunnu Dísar, Virkir morgnar, stal senunni. Sá eða sú sem tók þá glannalegu ákvörðun að ráða þau í morgunþáttinn hitti beint í mark.
Í framhjáhlaupi - eða kannski áður - man það ekki - fór hann á kostum með Ómari Ragnarssyni í dagskrárliðnum "Ómar og Andri á flandri" á Rás 2. Líka kvöldþættinum "Litlu hafmeyjunni" með Dodda litla á Rás 2. Þar talaði hann frá Danmörku. Síðar með vinsælum sjónvarpsþáttunum "Andri á flandri". Þeir sjónvarpsþættir nutu mikilla vinsælda í norrænum sjónvarpsstöðvum. Svo mjög að til að mynda í Noregi þá tæmdust götur á útsendingatíma þáttanna. Snilldar þættir.
Eðlilega hafa fjölmiðlafyrirtæki sótt í kappann og togast á um hann. Framleiðslufyrirtækið Republik hefur nú ráðið hann sem yfirmann innlendrar dagskrárgerðar. Spennandi verður að fylgjast með. Allt sem hann snertir breytist í gull.
Andri Freyr ráðinn til Republik | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Útvarp | Aukaflokkar: Menning og listir, Sjónvarp, Tónlist | Breytt 18.8.2016 kl. 09:31 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Passar hún?
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit heims
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
Nýjustu athugasemdir
- Passar hún?: Önnur og verri saga: ,, Litlu leikskólabörnin urðu fárveik af ... Stefán 22.1.2025
- Passar hún?: Jóhann, heldur betur! jensgud 22.1.2025
- Passar hún?: Já þessar jólagjafir eru stundum til vandræða......... johanneliasson 22.1.2025
- Passar hún?: Sigurður I B, góð saga! jensgud 22.1.2025
- Passar hún?: Bjarki, svo sannarlega! jensgud 22.1.2025
- Passar hún?: Þetta minnir mig á... Manninn sem keypt sér rándýrt ilmvatn (ef... sigurdurig 22.1.2025
- Passar hún?: Ömmurnar eru með þetta, takk fyrir mig Jens bjarkitryggva 22.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Brjánn, takk fyrir þetta. jensgud 19.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: áhugaverður samanburður. https://www.youtube.com/watch?v=1651r_... Brjánn Guðjónsson 18.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Guðjón, ef þú kannt ekki að meta meistaraverkin eftir Mozart, þ... Stefán 15.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 17
- Sl. sólarhring: 581
- Sl. viku: 1175
- Frá upphafi: 4121557
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 998
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 15
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Frábærir fróðleiksmolar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.8.2016 kl. 22:42
Góð grein Jens, mjög fróðlegt. Mér datt í hug þegar ég las þetta, er einhver séns að þú gætir vitað um flott íslenskt þungarokkslag sem er instrumental? Mig minnar að ég átti það á spólu fyrir alveg 20 árum síðan en hef ekki grænan grun um hvað þetta gæti hafa verið, hvaða hljómsveit og hvað þá, hvaða lag. Einhverjar hugmyndir?
Mofi, 18.8.2016 kl. 18:20
Ásthildur Cesil, takk fyrir það.
Jens Guð, 18.8.2016 kl. 18:56
Mofi, nú stend ég á gati. Fyrir 20 árum voru mjög fáar íslenskar þungarokksplötur komnar út. Eiginlega bara með Þrumuvagninum, Start(i) og Bootlegs. Spurning hvort að þetta sé lag með jaðarhljómsveit með þungarokkskeim án þess að vera eiginleg þungarokkshljómsveit. Ég man samt ekki eftir neinu "instrumental" lagi í deildinni. Nema ef vera skyldi með Pelican eða Svanfríði.
Jens Guð, 18.8.2016 kl. 19:17
Er séns að þú getir gert lista yfir nokkur íslensk instramental þungarokks lög sem gætu passað við þetta? Kannski meira en 20 ár... Þetta er orðið svo langt síðan að ég er byrjaður að hugsa að kannski er þetta algjör ímyndun í mér.
Mofi, 18.8.2016 kl. 23:41
Einu instrumental lögin sem ég man eftir og mögulega er hægt að kenna við hljómsveitir í námunda við þungarokk eru frá áttunda áratugnum: "Á Sprengisandi" og "Litla flugan" með Pelican, svo og "Finido" með Svanfríði, sem heyra má hér:
https://www.youtube.com/watch?v=-fQTsXCpGhk
Jens Guð, 20.8.2016 kl. 13:15
Sendu mér lýsingu á laginu: Er það gítarriff-frasi? Hljómborð? Fiðla?
Jens Guð, 20.8.2016 kl. 21:04
Þetta hérna er svipuð samsetning, rafmagnsgítar og trommur: https://www.youtube.com/watch?v=MYS1u0kmet8
Harðari trommur og beittari/sterkari gítar ef það meikar sens og melódían ekki þekkt lag heldur alveg þeirra; að ég minnsta kotsi þekkti ég hana ekki annars staðar frá.
Mofi, 22.8.2016 kl. 23:32
Mofi, ég átta mig ekki á hvaða lag þetta er. Lýsingin gæti átt við færeyska Vikingband: https://www.youtube.com/watch?v=eujKlVuf5ag
Jens Guð, 28.8.2016 kl. 20:16
Nei, ekki þetta heldur. Ef ég finn það þá sýni ég þér það. Ekki búast við neinu, tuttugu ár og ég er engu nær. Takk fyrir að reyna :)
Mofi, 29.8.2016 kl. 15:24
Stundum fannst mér Andri og Sóli fara yfir strikið þegar Gunna Dís var ekki með, en guð minn góður þau voru svo sannarlega með höfuð og herðar yfir væmnina og ófyndna þeirra sem við tóku, sem betur fer hætta þeir eftir þennan mánuð. Hrein hörumung að hlusta á fólk sem er að reyna að vera fyndnir en eru það ekki, fyrir utan ambögurnar og tuðið. Svo er spurning um hvað tekur við.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.8.2016 kl. 19:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.