Kurteisu börnin

matur

 

 

 

 

 

 

 

 

  Sú var tíð að fjölskyldan mataðist á sama tíma og á sama stað.  Sat umhverfis matarborðið á matmálstímum.  Einnig í kaffitímum.  Þegar börnin stóðu mett upp frá borði þá þökkuðu þau foreldrunum fyrir matinn.  

  Nú er öldin önnur.  Á mörgum heimilum eru ekki eiginlegir sameiginlegir matmálstímar.  Börn kíkja eins og fyrir tilviljun inn í eldhús þegar þau renna á matarlykt.  Þau skella einhverju matarkyns á disk og fara með inn í stofu. Maula matinn fyrir framan sjónvarpið.  Foreldrar gera það gjarnan líka.  Algengt er að börnin beri mat inn í herbergi sitt.  Kroppa í hann fyrir framan tölvuskjá. 

  Til áratuga hafa fæstir heyrt neinn þakka fyrir matinn.  

  Í fyrra var mér boðið í mat úti á landi.  Glæsilegan veislumat.  Í lok borðhalds stóð heimasætan,  unglingsstelpa,  upp og þakkaði foreldrunum með kossi fyrir matinn.  Það var til fyrirmyndar; undirstrikaði gott uppeldi og fallegt fjölskyldulíf.  Ég hélt fram að því að það væri alveg liðin tíð að börn þakki fyrir matinn.

  Í dag skrapp ég á veitingastað.  Á næsta borði var ungt par ásamt um það bil fjögurra eða fimm ára barni.  Þegar mig bar að hafði það lokið máltíð.  Parið stóð upp.  Barnið spurði hátt og snjallt:  "Við hvern á ég að segja takk fyrir matinn?"

  "Við mig,"  svaraði móðirin.

  Krakkinn skellti upp úr við þetta fráleita svar og mótmælti hæðnislega í hláturskasti:  "Þú bjóst ekki til þennan mat!"

borðað   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Góður þessi Jens Guð, það.er allt sem áður var.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 28.8.2016 kl. 23:28

2 identicon

Þetta er eitthvað sem íslenskir bændur heyra lítið af seinni árin!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 29.8.2016 kl. 08:07

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Svo læra börnin sem fyrir þeim er haft laughing

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.8.2016 kl. 09:37

4 Smámynd: Jens Guð

Jóhann,  tímarnir breytast og mennirnir með.

Jens Guð, 29.8.2016 kl. 10:20

5 Smámynd: Jens Guð

Bjarni,  ég hef grun um það.

Jens Guð, 29.8.2016 kl. 10:21

6 Smámynd: Jens Guð

Ásthildur Cesil,  svo sannarlega!

Jens Guð, 29.8.2016 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband