13.10.2016 | 15:54
Upphefð poppmenningarinnar
Ekki kemur beinlínis á óvart að bandaríska söngvaskáldið Bob Dylan hljóti bókmenntaverðlaun Nóbels í ár. Meira undrunarefni er að hann hafi ekki fengið þau fyrir langa löngu. Foreldrar hans eru gyðingar. Til margra ára hefur spurst út að nafn hans sé í pottinum yfir þau sem koma til greina.
Vegna þess hve lengi hefur verið gengið framhjá Dylan hafa fréttaskýrendur hallast að annarlegum viðhorfum dómnefndarinnar. Snobbi. Dylan flytur sín ljóð við gítarglamur og einfaldar laglínur. Á sumum bæjum þykir svoleiðis ekki fínt. Langt í frá. Lágmenning kallast það.
Nóbels-verðlaun Dylans eru upphefð fyrir dægurlagaheiminn. Viðurkenning á því að bestu söngvaskáld hans eigi heima í flokki með Halldóri Kiljan Laxness, Günter Grass og Ernest Hemingway.
Áhrif Dylans eru gríðarmikil á samtíðamenn. Hann kenndi Bítlunum að reykja hass. Hann breytti viðhorfum til dægurlagatexta. Áður voru þeir einskonar léttvægt örþunnt smjörlag ofan á brauð. Skiptu litlu máli og stóðu höllum fæti án laglínu. Dylan bauð hinsvegar upp á ljóðræna, djúpa, safaríka og magnaða texta. Þeir stóðu keikir án laglínu. Engu að síður skipti laglínan heilmiklu máli. Dylan er góður lagahöfundur. Fjöldi tónlistarmanna hefur náð toppsætum vinsældalista með lögum hans. Hver kannast ekki við lög eins og "Mr. Tambourine Man" (The Byrds), "Blowin in the Wind" (Peter, Paul & Mary), "Knocking on Heavens Door" (Guns N´ Roses) og "Like a Rolling Stone" (The Rolling Stones)?
Bob Dylan fær Nóbelinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Ljóð | Aukaflokkar: Menning og listir, Tónlist, Útvarp | Breytt s.d. kl. 17:49 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 45
- Sl. viku: 1026
- Frá upphafi: 4111551
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 862
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Sæll Jens.
Að mínu mati er menning það sem lifir með þjóðum. Dylan lifir með þjóðum og Megas líka.
Bestu kveðjur.
Skarfurinn.
Sigurður Bjarklind (IP-tala skráð) 13.10.2016 kl. 17:29
Er það rétt sem ég heyrði einhvern tímann að lagið um Mr. Tambourine Man hafi verið samið um dópsala? Orðaleikur eins og hann gerist bestur???
Sigurður I B Guðmundsson, 13.10.2016 kl. 20:15
Sigurður Bjarklind, það er þjóðmenning.
Jens Guð, 14.10.2016 kl. 07:07
Sigurður I B, þetta sönglag ku Dylan hafa samið snemma morguns á tónlistarhátíð sem hann kom fram á. Hann hefur ætíð verið áhugasamur um dóp og hvatt aðra til að dópa, svo sem í laginu "Everybody must get stoned". Þar boðar hann dópneyslu við öll tækifæri https://www.youtube.com/watch?v=qnoxKXkPqEE
Dylan er hraðlyginn og þrætir fyrir allt svona. Segist ýmist vera að syngja um að alla eigi að grýta með steinum, samkvæmt fyrirmælum Biblíunnar; eða að hann sé að syngja um að það eigi að reisa steinstyttu af öllum. Textinn er of berorður til að mark sé takandi á útskýringum lygalaupsins.
Í "Mr. Tambourine Man" syngur hann "take me on a trip upon your magic ships" og "the smoke rings of my mind". Það er auðvelt að túlka þetta sem óð til dópsalans.
Hafa má í huga að útvarpsstöðvar beggja vegna hafs gengu á þessum tíma hart fram í að banna söngva sem þóttu á einhvern hátt daðra við eiturlyfjatilvísunar. Tónlistarmenn þrættu þess vegna ætíð fyrir allt svoleiðis, svo sem Bítlarnir og "Lucy in the Sky with Diamonds" og The Byrds og "Eight Miles High". Það er ekki fyrr en á allra síðustu árum sem Paul McCartney viðurkennir að fyrrnefna lagið fjalli um LSD - eins og allir vissu allan tímann.
Jens Guð, 14.10.2016 kl. 07:28
Lucy in the sky er eingöngu Lennon Paul kom þar ekkert við sögu og þarf að getur hann ekki vitað hvort lagið hafi verið um LSD.
Erlingur Hólm Valdimarsson (IP-tala skráð) 19.10.2016 kl. 17:39
Erlingur Hólm, lagið er 100% Lennons. Textinn er 40% Pauls. Paul þróaði og útsetti "Lucy..." í náinni samvinnu við John. Paul spilar á bassa í laginu. Paul spilar á orgel í laginu. Paul syngur í laginu.
Jens Guð, 20.10.2016 kl. 17:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.