14.11.2016 | 15:31
Auglýsingabrella
Bestu auglýsingarnar eru þessar óbeinu; að komast í fréttirnar. Tróna á forsíðum dagblaða. Verma toppsætið yfir mest lesnu fréttir í netmiðlum. Vera fyrsta frétt í fréttatímum ljósvakamiðla. Vera dag eftir dag umfjöllunarefni í dægurmálaþáttum ljósvakamiðla. Vera í umræðunni á samfélagsmiðlum dögum saman. Þetta vita markaðsmenn og kunna hjá Ikea. Enda löng reynsla komin á þetta hjá þeim. Erlendis og hérlendis.
Hvenær hefst jólavertíðin? Hún hefst þegar jólageitinni er stillt upp. Þetta er ekki alvöru geit heldur geit úr afar eldfimu efni, þurrheyi. Utan um hana er reist girðing. Lág og ræfilsleg. Hún heldur hrossum og kindum frá því að éta heyið. En mannfólk stikar yfir hana. Til þess er leikurinn gerður.
Þetta ögrar. Þetta er ungum mönnum áskorun um að kveikja í kvikindinu. Sem þeir gera. Ár eftir ár. Í fyrra varð óvænt bið á því. Þá kveikti geitin í sér "sjálf".
Ef að geitin væri eitthvað annað en auglýsingabrella þá væri hún byggð úr eldheldu efni. Nóg er til af svoleiðis í Ikea. Jafnframt væri girðingin utan um hana höfð mannheld. Ikea býr að hópi fólk sem hannar eldhúsinnréttingar, baðherbergi, stóla og borð. Meira að segja kjötbollur. Þýðir að segja einhverjum trúgjörnum frá því að þetta fólk kunni ekki að hanna mannhelda girðingu?
![]() |
Jólageitin brann í nótt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkar: Dægurmál, Fjölmiðlar, Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 17:12 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Rökfastur krakki
- Ástarsvik eða?
- Grillsvindlið mikla
- Einn að misskilja!
- Ógeðfelld grilluppskrift
- Þessi vitneskja getur bjargað lífi
- Sparnaðarráð sem munar um!
- Smásaga um hlýjan mann
- Sparnaðarráð
- Smásaga um týnda sæng
- Ótrúlega ósvífið vanþakklæti
- Anna frænka á Hesteyri - Framhald
- Anna frænka á Hesteyri í fasteignabraski
- Sérkennilegur vinsældalisti
- Sparnaðarráð
Nýjustu athugasemdir
- Rökfastur krakki: Sigurður Ingi virðist vera búinnað mála sig og sinn ómerkilega ... Stefán 12.7.2025
- Rökfastur krakki: Auðvald getur ekki alltaf haft betur gegn þjóðinni, gegn lýðræð... Stefán 11.7.2025
- Rökfastur krakki: Stefán, góður! jensgud 10.7.2025
- Rökfastur krakki: Alþingi er í heljargreypum, Alþingi er með böggum Hildar ... Stefán 10.7.2025
- Rökfastur krakki: Sigurður I B, alltaf hefur þú frá einhverju skemmtilegu að seg... jensgud 10.7.2025
- Rökfastur krakki: Þetta minnir mig á strákinn sem settist fyrir framan píanóið og... sigurdurig 10.7.2025
- Rökfastur krakki: Stefán, ég er alveg ringlaður í þessu rugli öllu! jensgud 10.7.2025
- Rökfastur krakki: Jóhann, ég tek undir það! jensgud 10.7.2025
- Rökfastur krakki: Það er orðin mjög stór spurning hvar núverandi stjórnarandstaða... Stefán 10.7.2025
- Rökfastur krakki: Það ætti að verðlauna þennan gutta.......... johanneliasson 10.7.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.7.): 7
- Sl. sólarhring: 78
- Sl. viku: 1106
- Frá upphafi: 4148789
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 866
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
sigurjonth
-
asthildurcesil
-
siggith
-
hallarut
-
reykur
-
rannveigh
-
skulablogg
-
fiski
-
gudruntora
-
asgerdurjona
-
zeriaph
-
jevbmaack
-
lehamzdr
-
ffreykjavik
-
fuf
-
stormsker
-
xfakureyri
-
jonmagnusson
-
palmig
-
jonaa
-
jakobsmagg
-
ktomm
-
th
-
jenfo
-
gurrihar
-
kiddirokk
-
hlynurh
-
skessa
-
prakkarinn
-
maggadora
-
skinkuorgel
-
agustolafur
-
einherji
-
heidathord
-
atlifannar
-
konukind
-
gudnim
-
730
-
blekpenni
-
heida
-
annabjo
-
vglilja
-
sleggjan007
-
markusth
-
bergruniris
-
aevark
-
rannthor
-
katrinsnaeholm
-
birgitta
-
jullibrjans
-
fararstjorinn
-
agny
-
ippa
-
hugrunj
-
aring
-
ikjarval
-
gujo
-
bjorgvinbjorgvinsson
-
drhook
-
runarsv
-
sjos
-
doriborg
-
haukurn
-
gammon
-
millarnir
-
robbitomm
-
korntop
-
killjoker
-
vantru
-
evathor
-
partners
-
heiddal
-
meistarinn
-
skrifa
-
heidistrand
-
iaprag
-
semaspeaks
-
svei
-
jonthorolafsson
-
sverrir
-
bonham
-
bjarnihardar
-
sigurgeirorri
-
ladyelin
-
birnamjoll
-
veraknuts
-
fia
-
plotubudin
-
ringarinn
-
nonninn
-
larahanna
-
juliusvalsson
-
skari60
-
ingvarvalgeirs
-
lubbiklettaskald
-
kolgrimur
-
olinathorv
-
hreinsi
-
baddinn
-
hrolfur
-
jenni-1001
-
handsprengja
-
ahi
-
perlaheim
-
gudrunmagnea
-
ommi
-
hemba
-
grumpa
-
bergthora
-
grafarholt
-
mummigud
-
athena
-
sigaxel
-
bjolli
-
gummiarnar
-
kerchner
-
rustikus
-
hordurj
-
thegirl
-
birna-dis
-
siggivalur
-
krizziuz
-
fridaeyland
-
evabenz
-
quackmore
-
andres08
-
bleikaeldingin
-
bardurorn
-
snorris
-
ver-mordingjar
-
nexa
-
thorasig
-
lindalinnet
-
gudni-is
-
mordingjautvarpid
-
arh
-
sinfonian
-
raggipalli
-
mongoqueen
-
lovelikeblood
-
holi
-
jakobk
-
rannveigbj
-
stebbifr
-
credo
-
ylfalind
-
herdis
-
steinnhaf
-
halo
-
gullilitli
-
810
-
motta
-
leifurl
-
janus
-
ljonid
-
kerla
-
solir
-
nilli
-
guru
-
steinnbach
-
skagstrendingur
-
hemmi
-
gunnar
-
hannamar
-
mosi
-
geislinn
-
hlekkur
-
luther
-
zumann
-
jara
-
hector
-
malacai
-
polly82
-
hughrif
-
einarlee
-
loopman
-
sign
-
destiny
-
gilsneggerz
-
thuridurbjorg
-
liljabolla
-
saethorhelgi
-
svatli
-
siggiholmar
-
folkerfifl
-
sigurjonsigurdsson
-
eythora
-
kiddijoi
-
kjartanis
-
rosagreta
-
gurkan
-
killerjoe
-
gthg
-
gebbo
-
laugatun
-
tru
-
presley
-
siggileelewis
-
helgamagg
-
doddilitli
-
kjarrip
-
steinibriem
-
huldumenn
-
jobbisig
-
id
-
mp3
-
blomid
-
ketilas08
-
lilly
-
hjolaferd
-
lostintime
-
skordalsbrynja
-
birtabeib
-
karitryggva
-
marzibil
-
zunzilla
-
fjola
-
storibjor
-
rannug
-
glamor
-
venus
-
eurovision
-
skjolid
-
einarsigvalda
-
minna
-
austurlandaegill
-
coke
-
eyja-vala
-
harpao
-
ljosmyndarinn
-
doriegils
-
lordbastard
-
neddi
-
holmarinn
-
vga
-
bus
-
dolli-dropi
-
vefritid
-
eirikurgudmundsson
-
hallibjarna
-
svetlana
-
blues
-
huxa
-
judas
-
asdisran
-
omarpet
-
skattborgari
-
himmalingur
-
neytendatalsmadur
-
salkaforlag
-
kje
-
laufabraud
-
vestskafttenor
-
gunnarggg
-
esb
-
ingvarari
-
gunnarpalsson
-
hreinn23
-
saltogpipar
-
hergeirsson
-
jea
-
arniarna
-
psychosurfer
-
metal
-
hreinsamviska
-
godinn
-
krissa1
-
robertb
-
perlaoghvolparnir
-
brandurj
-
madddy
-
tibet
-
minkurinn
-
hallidori
-
liso
-
graceperla
-
mrsblues
-
gummiogragga
-
sisvet
-
vild
-
holar
-
presleifur
-
helgadora
-
xjonsig
-
helgananna
-
meyjan
-
tungirtankar
-
visindavaka
-
borgarfjardarskotta
-
mal214
-
vilberg
-
brandarar
-
einarhardarson
-
steffy
-
adhdblogg
-
litliper
-
audunnh
-
gotusmidjan
-
saemi7
-
dorje
-
sterlends
-
jgfreemaninternational
-
aloevera
-
lucas
-
olibjossi
-
bestfyrir
-
helgigunnars
-
gleymmerei
-
leifur
-
ace
-
diesel
-
methusalem
-
astroblog
-
lynx013
-
brell
-
kikka
-
doddyjones
-
sigurjon
-
birnast
-
gunnarbjorn
-
disdis
-
valdinn
-
ragnar73
-
helgatho
-
cigar
-
parker
-
manisvans
-
kerubi
-
mis
-
bmexpress
-
drum
-
gisgis
-
finni
-
tbs
-
topplistinn
-
rognvaldurthor
-
pjeturstefans
-
gullfoss
-
lotta
-
thjodarsalin
-
freyrholm
-
olii
-
gattin
-
bjornj
-
olafiaherborg
-
rallysport
-
sur
-
sigrunzanz
-
rafng
-
hrannsa
-
draumur
-
aslaugas
-
aeon
-
gumson
-
glamur
-
skinogskurir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
westurfari
-
bookiceland
-
braskarinn
-
elfarlogi
-
komediuleikhusid
-
elismar
-
emilhannes
-
fingurbjorg
-
frida-litlah
-
gudjul
-
gp
-
gusg
-
gubo
-
vgblogg
-
hafthorb
-
morgunblogg
-
sveinnelh
-
rattati
-
diva73
-
itlajh
-
minos
-
kliddi
-
daliaa
-
axelma
-
ingolfursigurdsson
-
thjodfylking
-
fun
-
jaisland
-
jeremia
-
johanneliasson
-
eyfeld
-
johannesthor
-
stjornun
-
josefsmari
-
x-d
-
kristjan9
-
larusg
-
lifsrettur
-
lifsyn
-
loftslag
-
ludvikludviksson
-
margretsverris
-
mofi
-
sumri
-
skari
-
raffi
-
rso
-
roslin
-
runarf
-
jardytan
-
sigridursig
-
joklamus
-
siggifannar
-
sigurdurig
-
stjornlagathing
-
stefanjul
-
stommason
-
steinki
-
svanurg
-
spurs
-
sveinneh
-
tryggvigunnarhansen
-
myworld
-
valdimarjohannesson
-
valmundur
-
vest1
-
totibald
Athugasemdir
Spurning hvort þessi geit myndi yfir höfuð standast úttekt slökkviliðs á brunavörnum?
Hversu mörg ár í röð þarf hún að brenna svo menn uppgötvi að þetta sé brunagildra?
Guðmundur Ásgeirsson, 14.11.2016 kl. 16:40
Þú segir fréttir!
Sigurður I B Guðmundsson, 14.11.2016 kl. 17:51
ég get ekki anað en verið 100% sammala þér Jens.en hvernig stendur a því að geit varð firrir valinu en ekki hreindýr,skildi það vera út af trúarbrögðum eigenda ikea
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 14.11.2016 kl. 21:31
Af hverju ekki okkar yndislega sauðkind, Helgi? Þetta geitarruslaralíkan IKEA þarna suður í Garðabæ, er avona álíka dapurlegt og auglýsing um megrunarkrem. Megi hún hverfa með öllu. Seríunum meðtöldum. Andskotann hefur meðaljóninn með það að gera að vera áreittur af jólarugli í Október? Fólk þrælar út um víða veröld, til að gera þessari keðju kleift að undirbjóða aðra. Hefur einhver rannsakað hvað það er mikið kjöt í sænskum kjötbollum, sem IKEA selur á "kostakjörum". Hver á IKEA á Íslandi?
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 15.11.2016 kl. 05:02
Guðmundur, geitin er ekki brunavarin á neinn hátt. Þvert á móti. Henni er ætlað að vera brunamatur.
Jens Guð, 15.11.2016 kl. 17:50
Sigurður I B, það er mitt hlutverk!
Jens Guð, 15.11.2016 kl. 17:51
Helgi, geitin er rótgróið norrænt jólatákn, að því er ég best veit. Líkast til hefur það ekki náð að ráði inn í íslenskt jólahald (fyrr en með auglýsingabrellu Ikea) vegna þess að Íslendingar halda ekki geitabú.
Jens Guð, 15.11.2016 kl. 17:59
Halldór Egill, ég veit ekki hverjir eiga Ikea í dag. Fyrir bankahrun var það Baugsveldið (Hagkaup+Bónus). Hugsanlega eru lífeyrissjóðir komnir inn í dæmið, rétt eins og þeir eru komnir á kaf í matsölustaði sem selja ruslfæði. Já, og ómerkilega tuskubúð í London sem skilaði l´ðifeyrissjóðnum hálfan milljarð í tap á örstuttum tíma. Góðu fréttirnar eru að stjórnendur og stjórnarmenn lífeyrissjóðanna eru með hátt á aðra milljón króna í mánaðarlaun. Líka þeir sem sitja aðeins klukkutíma fund á mánuði.
Jens Guð, 15.11.2016 kl. 18:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.