Íslensk tunga

  Í dag er dagur íslenskrar tungu.  Honum er fagnað um land allt.  Eðlilega.  Í dægurmálaþáttum ljósvakamiðla er rætt um íslenska tungu,  stöðu hennar í dag og í áranna rás.  Ljóðskáld sem fara vel með íslenskt mál eru verðlaunuð ásamt kjarnyrtum rithöfundum.  Dagur íslenskrar tungu veitir aðhald.  Knýr okkur til að staldra við og líta í eigin barm.  Velta fyrir okkur íslenskri tungu.

  Hvaða tunga er íslenskari en sú sem sleikir íslenskt gras alla daga?  Nagar Ísland af áfergju?  Blæs út af íslenskum gróðri frá því að vera smátt lamb upp í að verða stór og stæðilegur gemlingur?  Það er rammíslensk tunga.

íslensk tunga


mbl.is Sigurður hlýtur verðlaun Jónasar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband