Skemmtilegur lýðræðishalli

  Á samfélagsmiðlum og víðar hefur mátt sjá og heyra Íslendinga á ýmsum aldri hneykslast á kosningakerfi Bandaríkja Norður-Ameríku þegar þarlendir velja sér forseta.  Æ ofan í æ fer sá frambjóðandi sem þjóðin velur, hann fer ekki með sigur af hólmi.  Þess í stað fær sá sem þjóðin hafnar, hann fær forsetaembættið á silfurfati.

 Ástæðan liggur í því að forsetinn er ekki kosinn af almenningi heldur nokkur hundruð kjörmönnum.  Sauðsvörtum almenningi er ekki treyst fyrir fjöreggi lýðræðisins.  Hann myndi klúðra því og kjósa eitthvað vanhugsað og heimskulegt.  Eitthvað rugl.  Þess vegna þarf sérkjörna ábyrgðarfulla embættismenn til að velja af skynsemi heppilegasta forsetaefnið.

  Í galgopahætti kalla sumir þetta að lýðræðið hafi á dögunum valið Hildiríði Clinton en (kosninga) kerfið valið ljúflinginn Dóna Trump.

  Það er ekkert rosalega langt síðan Evrópubúar tóku að þreifa sig áfram í átt að lýðræði. Gerð var tilraun með því að leyfa eignamönnum að kjósa.  Það gafst vel.  Þá var gerð tilraun til að leyfa fleiri karlmönnum að kjósa.  Það virkaði ásættanlega.  Að því kom að óhætt þótti að leyfa konum einnig að kjósa.  Til öryggis framan af var notast við kjörmannakerfi eins og þetta bandaríska.  

  Kosningaaldur hefur verið lækkaður hægt og bítandi.  Þetta er allt ennþá á tilraunastigi.

  Íslendingar hafa ekki úr háum söðli að detta þegar kemur að fullkomnu lýðræði.  Enda er það ekki til.  En 1 atkvæði á mann væri nær því.  Í dag er það ekki svo.  Vægi atkvæða er ekki jafnt um allt land.  Í sumum kjördæmum vegur 1 atkvæði allt að því á við 2 atkvæði greidd í öðrum kjördæmum.  Einn dag í óræðinni framtíð leyfa veðurguðirnir sólinni að skína á Ísland sem þá verður eitt kjördæmi.  Hvert og eitt atkvæði um allt land hafi sama vægi.    

  

    

         


mbl.is Forskot Clinton eykst enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst nú fullkomið réttlæti í því fólgið að vér Skagfirðingar, og þar með taldir Hjaltdælir, höfum tvöfalt atkvæðavægi á við Hafnfirðinga. Þarna liggur nefnilega hundurinn grafinn; þeir sem vit hafa á eiga að stjórna.

Tobbi (IP-tala skráð) 21.11.2016 kl. 20:42

2 identicon

Thad er algengt ad folk geri thau mistok ad tala um lydraedi (democracy) i USA. Stadreindinn er su ad USA er ekki Democracy heldur er thad Republic https://www.youtube.com/watch?v=RiKAs8Po24I 

Einnig er rett ad taka thad framm ad taeknilega kys almenningur ekki forseta Bandarikjanna (hann er kosinn i Desember af "the electoral collage") i kring um 18 eda 19 desember ef eg man rett.The "founding fathers" rettilega, af morgum talid sau marga galla vid beint lydraedi og var mjog umhugad um ad oll rikjinn hefdu eitthvad um thad ad segja hver yrdi forseti Bandarikjanna ( ef svo vaeri ekki gaeti rikji eins og California og/eda New York nanast radid hver yrdi forseti Bandarikjanna og smaerri rikjinn og their sem bua i dreifbyli hefdu litid um thad ad segja. Eg thori ad fullyrda ad thad er hvorki politiskur ne almennur vilji fyrir thvi i Bandarikjunum ad breita nuverandi fyrirkomulagi, folk almennt telur ad i anda "the founding fathers" se mikilvaegara ad rikjinn seu med sin "ahrif" frekar en ad hreinn meirihluti radi. Eftir ad hafa buid i USA nuna i thrjatiu ar tha ja fannst mer thettad skritid i fyrstu en med timanum skil eg tyhettad betur og se "visku" "the founding fathers" i thessu fyrirkomulagi. Lifid heil!! 

Gudmundur Runar Asmundsson Neighbors (IP-tala skráð) 21.11.2016 kl. 22:39

3 Smámynd: Jens Guð

Tobbi,  ég get ekki annað en verið sammála! 

Jens Guð, 22.11.2016 kl. 16:41

4 Smámynd: Jens Guð

Guðmundur Rúna, takk fyrir útskýringuna.  Það veitir ekkert af að halda Kaliforníu í skefjum út frá þessari uppskrift sem þú nefnir.  39 milljón Kaliforníuhippar eru með 53 kjörmenn.  Ef þeir hefðu sama atkvæðavægi og milljón Rhode Island höfðingjar væru þeir með 156 kjörmenn.  Þar sem 270 kjörmenn duga til að mynda meirihluti þyrftu hipparnir aðeins 114 kjörfulltrúa annarra ríkja til að ráða öllu.          

Jens Guð, 22.11.2016 kl. 16:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband