Ný plata

  Einn margra skemmtilegra fastra ţátta á Útvarpi Sögu er "Meindýr og varnir".  Ţar fer Guđmundur Óli Scheving á kostum.  Á auđskilinn hátt frćđir hann um allskonar pöddur,  svo sem silfurskottur og veggjalýs.  Líka rottur og myglusvepp.  Fróđleikinn kryddar hann međ gamansemi, skemmtisögum og frumsaminni tónlist.  Frábćrir ţćttir.

  Ađ undanförnu hef ég veriđ ađ hlusta á tvćr hljómplötur Guđmundar Óla.  Listamannsnafn hans er Góli (stytting og samsláttur á nöfnunum Guđmundur Óli).  Plöturnar heita "Sporin í sálinni" og "Spegillinn í sálinni".  Sú fyrrnefnda kom út 2014. Hin 2015.  

  Töluverđur munur er á ţeim.  Sú fyrri er hrárri og einfaldari í alla stađi.  Undirleikur er ađ uppistöđu til kassagítar.  Ýmist plokkađur eđa sleginn.  Músíkina má skilgreina sem vísnasöngva eđa ţjóđlagatónlist (á ensku "folk").  Á hinni er meiri hljómsveitarbragur og popptónlist:  Međ hljómborđum, bassa og trommum.  Jafnframt er meira lagt í útsetningar.  Jafnvel svo mjög ađ ţćr lyfta vel undir lögin.  Dćmi um ţađ er bjöllukennt hljómborđ í viđlagi "Ţú ert mín ást".  Hljómurinn (sándiđ) er sömuleiđis hreinni og tćrari.

  Öll lögin eru frumsamin.  Ţau eru aldeilis ágćt.  Mörg hver grípandi og öll vel söngrćn.  Einföld og notaleg.  Ég veit ekki hvort ađ ég meti ţađ rétt en mér finnst eins og laglínur seinni plötunnar flćđi liprar og áreynslulausar.  Kannski vegna útsetninga.  Kannski vegna ţess ađ ţar er meira kántrý.  

  Textarnir/ljóđin gefa tónlistinni drjúga vigt.  Eru safaríkt fóđur út af fyrir sig.  Unun á ađ hlýđa.  Ţeir/ţau eru mörg sótt í smiđju úrvalsljóđa Davíđs Stefánssonar, Steins Steinarr, Tómasar Guđmundssonar,  Arnar Arnarssonar, Hannesar Hafsteins, Vilhjálms frá Skáholti og sjálfan margverđlaunađan Guđmund Brynjólfsson.  Í bland eru frumsamin ljóđ.  

  Á "Speglinum í sálinni" er ţetta ljómandi jólalag sem heyra má hér fyrir neđan.  

  Flottar plötur.  Nú er komin út ný plata fá Góla.  Hún heitir "Hvísliđ í sálinni".

góli - Hvísliđ í sálinnigóli - Sporin í sálinnigóli - spegillinn í sálinni   

   

  


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurđur I B Guđmundsson

Nú er ég alveg kjaftstoppppp!!!!!

Sigurđur I B Guđmundsson, 13.12.2016 kl. 00:38

2 Smámynd: Jens Guđ

Nú?

Jens Guđ, 14.12.2016 kl. 06:15

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband