30.12.2016 | 19:46
Wow til fyrirmyndar í vandræðalegri stöðu
Í gærmorgun bloggaði ég á þessum vettvangi um ferðalag frá Brixton á Englandi til Íslands. Ég dró ekkert undan. Það gekk á ýmsu. Ferð sem átti að taka rösklega tvo klukkutíma teygðist upp í næstum því sautján klukkutíma pakka.
Flug með Wow átti að hefjast klukkan 10.45 fyrir tveimur dögum. Brottför frestaðist ítrekað. Um hádegisbil var farþegum tilkynnt að þetta gengi ekki lengur. Það væri óásættanlegt að bíða og hanga stöðugt á flugvellinum í Brixton. Farþegum var boðið í glæsilegt hádegisverðarhlaðborð á Brixton hóteli. Það var alvöru veisla. Á hlaðborðinu var tekið tillit til grænmetisjórtrara (vegan), fólks með glúten-óþol og örvhentra.
Í eftirrétt voru allskonar ljúffengar ostatertur og súkkulaðiterta. Fátt gerðist fram að kvöldmat. Þá var röðin komin að öðru og ennþá flottara hlaðborði. Síðan fékk hver einstaklingur inneignarmiða upp á 11 sterlingspund (1500 ísl. kr.) í flugstöðinni í Brixton.
Eflaust var þetta allt samkvæmt baktryggingum Wow. Allt til fyrirmyndar. Flugmaður Wow í Brixton olli vandræðunum. Ættingjar hans tóku hann úr umferð. Kannski vegna ölvunar hans. Kannski vegna ölvunar þeirra. Kannski vegna alvarlegra vandamáls. Sjálfsagt að sýna því skilning og umburðarlyndi.
Aðrir starfsmenn Wow stóðu sig með prýði í hvívetna. Allan tímann spruttu þeir óvænt upp undan borðum og út úr ósýnilegum skápum. Stóðu skyndilega við hliðina á manni og upplýstu um stöðu mála hverju sinni. Þeir kölluðu ekki yfir hópinn heldur fóru eins og jó-jó á milli allra 200 farþega. Gengu samviskusamlega úr skugga um að hver og einn væri vel upplýstur um gang mála. Til viðbótar vorum við mötuð á sms-skilaboðum og tölvupósti.
Dæmi um vinnubrögðin: Þegar rútur mættu á flugvöllinn til að ferja okkur yfir á Bristol-hótel þá höfðu nokkrir farþegar - miðaldra karlar - fært sig frá biðskýli og aftur inn á flugstöðina. Erindi þeirra var að kaupa sér bjórglas (eða kaffibolla) til að stytta stundir. Ég spurði rútubílstjóra hvort að ég ætti ekki að skottast inn til þeirra og láta vita að rúturnar væru komnar. "Nei," var svarið. "Far þú inn í rútu. Við sjáum um alla hina. Við förum ekki fyrr en allir hafa skilað sér. Í versta falli látum við kalla eftir vanskilagemsum í hátalarakerfi flugstöðvarinnar."
Mínútu síðar sá ég bílstjórann koma út úr flugstöðinni með kallana sem laumuðust í drykkina.
Ég gef starfsfólki Wow hæstu einkunn fyrir aðdáunarverða frammistöðu í óvæntri og erfiðri stöðu. Ég ferðast árlega mörgum sinnum með flugvél bæði innan lands og utan. Ófyrirsjáanleg vandamál koma af og til upp. Stundum með óþægindum og aukakostnaði. Á móti vegur að frávikin krydda tilveruna, brjóta upp hversdaginn. Eru ævintýri út af fyrir sig. Viðbrögð starfsfólks flugfélaganna skipta miklu - mjög miklu - um það hvernig maður metur atburðarrásina í lok dags. Í framangreindu máli skiluðu jákvæð, fagleg og, já, fullkomin viðbrögð starfsfólks Wow alsáttum farþega - þrátt fyrir næstum því sólarhringslanga röskun á flugi.
Meginflokkur: Ferðalög | Aukaflokkar: Dægurmál, Samgöngur, Viðskipti og fjármál | Breytt 31.12.2016 kl. 11:00 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Aldeilis furðulegt nudd
- Frábær kvikmynd
- Kallinn sem reddar
- Af hverju hagar fólk sér svona?
- Passar hún?
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit heims
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
Nýjustu athugasemdir
- Aldeilis furðulegt nudd: Jósef, takk fyrir fróðleiksmolann. jensgud 20.2.2025
- Aldeilis furðulegt nudd: Eftir því sem ég hef heyrt er ráðið við bólgum sem verða vegna ... jósef Ásmundsson 20.2.2025
- Aldeilis furðulegt nudd: Helga, heldur betur! jensgud 20.2.2025
- Aldeilis furðulegt nudd: Það kostar að láta lappa upp á sig vinur. diva73 20.2.2025
- Aldeilis furðulegt nudd: Í framhaldi af nuddara sem nuddar ekki og dýralæknum sem búa ti... Stefán 19.2.2025
- Aldeilis furðulegt nudd: ´Bjarni, svo sannarlega! jensgud 19.2.2025
- Aldeilis furðulegt nudd: Buddy, you got screwed. Bjarni 19.2.2025
- Aldeilis furðulegt nudd: Bjarni, nei. Það beið kannski næsta nuddtíma. jensgud 19.2.2025
- Aldeilis furðulegt nudd: Og no happy ending? Bjarni 19.2.2025
- Aldeilis furðulegt nudd: Stefán, góður! jensgud 19.2.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.2.): 5
- Sl. sólarhring: 36
- Sl. viku: 1127
- Frá upphafi: 4126453
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 933
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
sigurjonth
-
asthildurcesil
-
siggith
-
hallarut
-
reykur
-
rannveigh
-
skulablogg
-
fiski
-
gudruntora
-
asgerdurjona
-
zeriaph
-
jevbmaack
-
lehamzdr
-
ffreykjavik
-
fuf
-
stormsker
-
xfakureyri
-
jonmagnusson
-
palmig
-
jonaa
-
jakobsmagg
-
ktomm
-
th
-
jenfo
-
gurrihar
-
kiddirokk
-
hlynurh
-
skessa
-
prakkarinn
-
maggadora
-
skinkuorgel
-
agustolafur
-
einherji
-
heidathord
-
atlifannar
-
konukind
-
gudnim
-
730
-
blekpenni
-
heida
-
annabjo
-
vglilja
-
sleggjan007
-
markusth
-
bergruniris
-
aevark
-
rannthor
-
katrinsnaeholm
-
birgitta
-
jullibrjans
-
fararstjorinn
-
agny
-
ippa
-
hugrunj
-
aring
-
ikjarval
-
gujo
-
bjorgvinbjorgvinsson
-
drhook
-
runarsv
-
sjos
-
doriborg
-
haukurn
-
gammon
-
millarnir
-
robbitomm
-
korntop
-
killjoker
-
vantru
-
evathor
-
partners
-
heiddal
-
meistarinn
-
skrifa
-
heidistrand
-
iaprag
-
semaspeaks
-
svei
-
jonthorolafsson
-
sverrir
-
bonham
-
bjarnihardar
-
sigurgeirorri
-
ladyelin
-
birnamjoll
-
veraknuts
-
fia
-
plotubudin
-
ringarinn
-
nonninn
-
larahanna
-
juliusvalsson
-
skari60
-
ingvarvalgeirs
-
lubbiklettaskald
-
kolgrimur
-
olinathorv
-
hreinsi
-
baddinn
-
hrolfur
-
jenni-1001
-
handsprengja
-
ahi
-
perlaheim
-
gudrunmagnea
-
ommi
-
hemba
-
grumpa
-
bergthora
-
grafarholt
-
mummigud
-
athena
-
sigaxel
-
bjolli
-
gummiarnar
-
kerchner
-
rustikus
-
hordurj
-
thegirl
-
birna-dis
-
siggivalur
-
krizziuz
-
fridaeyland
-
evabenz
-
quackmore
-
andres08
-
bleikaeldingin
-
bardurorn
-
snorris
-
ver-mordingjar
-
nexa
-
thorasig
-
lindalinnet
-
gudni-is
-
mordingjautvarpid
-
arh
-
sinfonian
-
raggipalli
-
mongoqueen
-
lovelikeblood
-
holi
-
jakobk
-
rannveigbj
-
stebbifr
-
credo
-
ylfalind
-
herdis
-
steinnhaf
-
halo
-
gullilitli
-
810
-
motta
-
leifurl
-
janus
-
ljonid
-
kerla
-
solir
-
nilli
-
guru
-
steinnbach
-
skagstrendingur
-
hemmi
-
gunnar
-
hannamar
-
mosi
-
geislinn
-
hlekkur
-
luther
-
zumann
-
jara
-
hector
-
malacai
-
polly82
-
hughrif
-
einarlee
-
loopman
-
sign
-
destiny
-
gilsneggerz
-
thuridurbjorg
-
liljabolla
-
saethorhelgi
-
svatli
-
siggiholmar
-
folkerfifl
-
sigurjonsigurdsson
-
eythora
-
kiddijoi
-
kjartanis
-
rosagreta
-
gurkan
-
killerjoe
-
gthg
-
gebbo
-
laugatun
-
tru
-
presley
-
siggileelewis
-
helgamagg
-
doddilitli
-
kjarrip
-
steinibriem
-
huldumenn
-
jobbisig
-
id
-
mp3
-
blomid
-
ketilas08
-
lilly
-
hjolaferd
-
lostintime
-
skordalsbrynja
-
birtabeib
-
karitryggva
-
marzibil
-
zunzilla
-
fjola
-
storibjor
-
rannug
-
glamor
-
venus
-
eurovision
-
skjolid
-
einarsigvalda
-
minna
-
austurlandaegill
-
coke
-
eyja-vala
-
harpao
-
ljosmyndarinn
-
doriegils
-
lordbastard
-
neddi
-
holmarinn
-
vga
-
bus
-
dolli-dropi
-
vefritid
-
eirikurgudmundsson
-
hallibjarna
-
svetlana
-
blues
-
huxa
-
judas
-
asdisran
-
omarpet
-
skattborgari
-
himmalingur
-
neytendatalsmadur
-
salkaforlag
-
kje
-
laufabraud
-
vestskafttenor
-
gunnarggg
-
esb
-
ingvarari
-
gunnarpalsson
-
hreinn23
-
saltogpipar
-
hergeirsson
-
jea
-
arniarna
-
psychosurfer
-
metal
-
hreinsamviska
-
godinn
-
krissa1
-
robertb
-
perlaoghvolparnir
-
brandurj
-
madddy
-
tibet
-
minkurinn
-
hallidori
-
liso
-
graceperla
-
mrsblues
-
gummiogragga
-
sisvet
-
vild
-
holar
-
presleifur
-
helgadora
-
xjonsig
-
helgananna
-
meyjan
-
tungirtankar
-
visindavaka
-
borgarfjardarskotta
-
mal214
-
vilberg
-
brandarar
-
einarhardarson
-
steffy
-
adhdblogg
-
litliper
-
audunnh
-
gotusmidjan
-
saemi7
-
dorje
-
sterlends
-
jgfreemaninternational
-
aloevera
-
lucas
-
olibjossi
-
bestfyrir
-
helgigunnars
-
gleymmerei
-
leifur
-
ace
-
diesel
-
methusalem
-
astroblog
-
lynx013
-
brell
-
kikka
-
doddyjones
-
sigurjon
-
birnast
-
gunnarbjorn
-
disdis
-
valdinn
-
ragnar73
-
helgatho
-
cigar
-
parker
-
manisvans
-
kerubi
-
mis
-
bmexpress
-
drum
-
gisgis
-
finni
-
tbs
-
topplistinn
-
rognvaldurthor
-
pjeturstefans
-
gullfoss
-
lotta
-
thjodarsalin
-
freyrholm
-
olii
-
gattin
-
bjornj
-
olafiaherborg
-
rallysport
-
sur
-
sigrunzanz
-
rafng
-
hrannsa
-
draumur
-
aslaugas
-
aeon
-
gumson
-
glamur
-
skinogskurir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
westurfari
-
bookiceland
-
braskarinn
-
elfarlogi
-
komediuleikhusid
-
elismar
-
emilhannes
-
fingurbjorg
-
frida-litlah
-
gudjul
-
gp
-
gusg
-
gubo
-
vgblogg
-
hafthorb
-
morgunblogg
-
sveinnelh
-
rattati
-
diva73
-
itlajh
-
minos
-
kliddi
-
daliaa
-
axelma
-
ingolfursigurdsson
-
thjodfylking
-
fun
-
jaisland
-
jeremia
-
johanneliasson
-
eyfeld
-
johannesthor
-
stjornun
-
josefsmari
-
x-d
-
kristjan9
-
larusg
-
lifsrettur
-
lifsyn
-
loftslag
-
ludvikludviksson
-
margretsverris
-
mofi
-
sumri
-
skari
-
raffi
-
rso
-
roslin
-
runarf
-
jardytan
-
sigridursig
-
joklamus
-
siggifannar
-
sigurdurig
-
stjornlagathing
-
stefanjul
-
stommason
-
steinki
-
svanurg
-
spurs
-
sveinneh
-
tryggvigunnarhansen
-
myworld
-
valdimarjohannesson
-
valmundur
-
vest1
-
totibald
Athugasemdir
Hvað gerir wow fyrir þá sem missa af tengiflugi?
Alfreð (IP-tala skráð) 31.12.2016 kl. 22:02
Ég geng út frá því sem vísu að maður gangi undir manns hönd við að leysa þannig vandamál eins og best verður á kosið. Ætla má þó að í einhverju tilfelli hafi röskunin valdið erfiðum vandræðum.
Jens Guð, 1.1.2017 kl. 13:49
Vandræða flugfélag - Tók alla verstu kosti Iceland Express með sér í voðaferð sína sem enn stendur. - Ekki á réttum tíma EINU SINNI á ferðalögum mínu, mörgum sinnum á ári. -
Ef ég hefði um annað félag að ræða á aðal ferðaleið minni, þá myndi ég skipta eins og skot. Óstundvísasta félag á Íslandi og þó víðar væri leitað, og ef ég þyrfti að treysta á tengiflug, yrði WOW aldrei fyrir valinu. - Ekki verið til nægur matur í vélum WOW í flest öllum ferðum mínum undan farin 2 ár. Ef þeir byrja aftast, þá er allt matarkyns búið áður en 15.sætaröð er náð og freyjugreyin yppa bara öxlum....Sorry !. - Starfsfólk og/eða freyjur samt til fyrirmyndar og halda algerlega "kúlinu" í vandræðalegum afsökunum sínum.
Már Elíson, 6.1.2017 kl. 19:42
Már, ég ferðast ekki eins oft og þú til útlanda. Í hæsta lagi fimm sinnum á ári og oftast til Færeyja. Reynsla mín af Wow hefur verið góð. En vissulega hef ég orðið var við athugasemdir á borð við þínar.
Jens Guð, 7.1.2017 kl. 23:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.