Hvað eyddir þú miklu í jólagjafir? Komstu út í plús?

  Samkvæmt skoðanakönnun í Bretlandi eru íbúar Sheffield eyðslusamastir allra þegar kemur að jólagjöfum.  Þeir eyða hver um sig að meðaltali 69 þúsund og 700 krónum í jólagjafakaup (498 pund).  Ef við miðum við gengið eins og það var áður en það hrundi í haust erum við að tala um 100 þúsund kall.

  Skotar eru ekki eins nískir og enskir brandarar herma.  Glasgow-búar koma fast á hæla Sheffield-búa.  Þeir kaupa jólagjafir fyrir 69 þúsund og 300 kr.

  Bítlabærinn Liverpool er í 3ja sæti.  Púllarar spandera 64 þúsund og 100 kr. í jólagjafir.  

  Bristol-búar halda að sér höndum.  Þeirra jólagjafainnkaup kosta 51 þúsund og 800 kr.  

  Að meðaltali fær húsbóndi gjafir að andvirði 5880 kr.  Húsfrúin fær gjafir að andvirði 7420 kr.  Börnin fá dýru gjafirnar.  80% Breta segja að sælla sé að gefa en þiggja.

    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Er enn að telja!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 4.1.2017 kl. 22:55

2 Smámynd: Jens Guð

Það er tímafrekt í góðærinu.

Jens Guð, 5.1.2017 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.