1.2.2017 | 11:53
Útvarp Saga sniðgengin
Skoðanakannanafyrirtækið Gallup kannar í dag hlustun á útvarpsstöðvar. Spurt er: "Hversu oft að jafnaði hlustar þú á eftirfarandi útvarpsstöðvar?" Því næst eru taldar upp allflestar íslenskar útvarpsstöðvar. Við hverja þeirra á að gefa upp hvort að hlustað er á hana: a) daglega, b) 4-6 sinnum á viku, c) 1-3 sinnum á viku, d) sjaldnar, e) næ útsendingum en hlusta ekki, f) næ ekki útsendingum.
Þessar útvarpsstöðvar eru taldar upp: Bylgjan, FM 957, Létt Bylgjan 96,7, Rás 1, Rás 2, Gull Bylgjan 90,9, Kiss Fm 104,5, FlashBack 91,9, Fm Extra 101,5, X-ið 97,7, K-100,5, FMX Klassík 103,9, Útvarp Hringbraut, Suðurland FM, Aðrar.
Athygli vekur að Útvarp Saga er sniðgengin í könnuninni. Afar einkennilegt í ljósi þess að í öðrum hlustendakönnunum mælist hún vera ein þriggja stöðva með mesta hlustun. Hinar eru Bylgjan og Rás 2.
Hvað veldur því að ein vinsælasta útvarpsstöð landsins er útundan í yfirgripsmikilli hlustendakönnun? Hvers vegna þessi þöggun? Í þágu hverra er að niðurstaða hlustendakönnunarinnar sýni kolbrenglaða mynd af útvarpshlustun?
Meginflokkur: Útvarp | Aukaflokkar: Dægurmál, Fjölmiðlar, Spil og leikir | Breytt 2.2.2017 kl. 17:42 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
Nýjustu athugasemdir
- Lífseig jólagjöf: Jóhann, sömuleiðis! jensgud 24.12.2024
- Lífseig jólagjöf: Sigurður I B (#4), snilld! Þetta mættu fleiri taka upp! jensgud 24.12.2024
- Lífseig jólagjöf: Stefán, góður! jensgud 24.12.2024
- Lífseig jólagjöf: Frábær nýting á "jólagjöfum". Það er sagt að hugurinn á bakvið... johanneliasson 24.12.2024
- Lífseig jólagjöf: Þetta minnir mig á vinina tvo sem gáfu hvorum öðrum alltaf fimm... sigurdurig 24.12.2024
- Lífseig jólagjöf: Ég hef fengið jólagjöf sem ég sjálfur gaf jólin áður og var nok... Stefán 24.12.2024
- Lífseig jólagjöf: Sigurður I B, allra bestu jólakveðjur! jensgud 24.12.2024
- Lífseig jólagjöf: Frábær nýting á jólagjöf og gleðilega jól minn kæri. sigurdurig 24.12.2024
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur: Já ég man það vel þegar Jón Rúnar sagði þetta um heiðursmanninn... sigurdurig 23.12.2024
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur: Já Stefán það hafa ekki alltaf verið rólegheit og friður í krin... johanneliasson 21.12.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.12.): 346
- Sl. sólarhring: 365
- Sl. viku: 975
- Frá upphafi: 4116032
Annað
- Innlit í dag: 267
- Innlit sl. viku: 720
- Gestir í dag: 260
- IP-tölur í dag: 256
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Getur verið að ein ástæðan sé að það kostar að vera með í svona könnun ?
Sigfús Ómar Höskuldsson, 1.2.2017 kl. 16:39
"Góða fólkið" kemur víða við (útvarp)sögu og hefur áhrif!!
Sigurður I B Guðmundsson, 1.2.2017 kl. 16:42
Hugsanlega standa einhverjir persónulega á móti því að Útvarp Saga sé hofð með og líklega þarf að greiða fyrir svona konnun.
Svona skoðanakonnun gæti t.d. verið gerð að beiðni 365 miðla eða annara þarna á listanum eða þeirra allra ?
Stefán (IP-tala skráð) 1.2.2017 kl. 17:30
Sigfús Ómar, einhver borgar Gallup fyrir að framkvæma þessa skoðanakönnun. Spurningin er hver og hvers vegna Útvarp Saga er útundan.
Þetta er ekki þannig að útvarpsstöðvarnar sem spurt er um þurfi að borga fyrir það. Ég hef gengið úr skugga um það. Hinsvegar stendur Gallup reglubundið fyrir svokallaðri rafrænni könnun á útvarpsnotkun. Þar þurfa útvarpsstöðvar að borga sig inn í mælingu. Það kostar hellings pening. Þátttakendur í þeirri mælingu eru fáir: Bara Rúv, 365 og Síminn. Útkoman er verulega skekkt niðurstaða vegna þátttökuleysis meirihluta allra starfandi útvarpsstöðva á landinu.
Jens Guð, 1.2.2017 kl. 17:33
Sigurður I B, gott og vont fólk er út um allt og hefur áhrif.
Jens Guð, 1.2.2017 kl. 17:34
Stefán, það er alveg pottþétt að sá aðili sem kostar skoðanakönnunina ætlar sér að kynna niðurstöðu um hlustendakönnun. Niðurstöðu þar sem sterk staða Útvarps Sögu kemur hvergi fram. Með því að vitna í Gallup fær útkoman trúverðugan blæ. Þess verður ekki langt að bíða að kostandi þessarar brengluðu könnunar afhjúpar sig. Nema hann fari í felur eftir að ég hef afhjúpað glæpinn?
Jens Guð, 1.2.2017 kl. 17:43
Ok, ef þú hefur heimildir og staðfestingu á þvi að hinar stöðvarnar séu ekki að greiða fyrir þessa könnun, þá finnst mér hitt ólíklegra að sá sem þú viljir meina [ geng þá út frá því þú sért að tala um einn ákveðinn aðila] að sé að greiða fyrir téða könnun, sé e-ð smeykur við samkeppnina hjá ÚS, kjósi hann/sá að greiða fyrir svona könnun.
Hitt með rafrænu mælinguna, þá miðað við þá aðila sem eru þar "fast" inni , þá eru eiginlega allar stöðvar þar líka inni nema ÚS og jafnvel Útvarp Hringbraut, kannski líka stöðvarnar undir "Flass" hattinum. Þannig að þá spyr ég mig aftur, ef þetta, það að vera mældur og staðfestur af Gallup, því er þá ekki ÚS þar inni líka, ef það gæti skilað meiri auglýsingasölu ?
Spyr sá sem alls ekki veit.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 1.2.2017 kl. 20:41
Gott hjá þér að vekja athygli á þessu, Jens!
Jón Valur Jensson, 1.2.2017 kl. 21:59
Ég held að það sé auð séð að RÚV borgaði fyrir þessa hlustunarkönnun og það var skilyrði að Útvarp Saga væri ekki með í þessari könnun.
Ég hef alltaf gaman að hlusta á ykkur Pétur Gunnlaugsson tala um Færeyjar og þátturinn um Grænland var mjög athyglisverður.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 2.2.2017 kl. 02:03
"Ég held að það sé auð séð að RÚV borgaði fyrir þessa hlustunarkönnun og það var skilyrði að Útvarp Saga væri ekki með í þessari könnun." Hlutlægt mat eða staðreynd ? Gögn takk, annars markleysa....
Sigfús Ómar Höskuldsson, 2.2.2017 kl. 11:04
Er nú ekki guðfræðingurinn mættur hér til að verja sitt svæði.
Hrein með ólíkindum að sjá engan haturáróður á RÚV hjá guðfræðingnum [Hatursumræða samkvæmt skilgreiningu útvarpsstjóra ÚS í viðtalið á Rás 2 þann 31 jan sl.]
Sigfús Ómar Höskuldsson, 2.2.2017 kl. 11:06
Ég hlusta allavega meira á Útvarp Sogu en allar útvarpsstoðvar 365 miðla samanlagt.
Stefán (IP-tala skráð) 2.2.2017 kl. 17:15
Sigfús Ómar (# 7), rafræna mælingin fer þannig fram að 500 manns bera á sér mælitæki sem nemur á hvaða útvarpsstöð er hlustað hverju sinni. Ekki allar útvarpsstöðvar. Aðeins Rúv, 365 og K100,5. Mælitækið nemur útsendingar þessara útvarpsstöðva vegna þess að tilteknu hljóði (sem mannseyrað nemur ekki) er plantað í útsendinguna. Útvarp Saga er ekki höfð með í mælingunni.
Jens Guð, 2.2.2017 kl. 17:55
Jón Valur, takk fyrir það.
Jens Guð, 2.2.2017 kl. 17:56
Jóhann, takk fyrir hlý orð.
Jens Guð, 2.2.2017 kl. 17:56
Jens. Mikið er ég þakklát fyrir að vera utangarðs þegar kemur að hlustendakönnunum útvarpsstöðva.
Afskaplega væri það aumt viðhorf, að láta eitthvert Gallup hafa áhrif á hvað maður hlustar á. Ég er alls ekki sammála öllu sem sagt er á Útvarpi Sögu, en ég hlusta samt mikið á þá stöð.
Samfélag byggist á ólíkra einstaklinga skoðunum. Og samfélagsins einstaklingar virði ólíkar skoðanir, þótt samfélagsins ólíku einstaklingar skilji annarra skoðanir misvel.
Allir hafa skoðana og tjáningarfrelsi á Íslandi. Þökkum fyrir það ómetanlega frelsi, sem er öllum ólíkum ómetanlega dýrmætt.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.2.2017 kl. 19:57
Stefán, það geri ég líka.
Jens Guð, 4.2.2017 kl. 12:10
Anna Sigríður, þetta er allt saman rétt hjá þér. Þó er vert að benda á að hluatunarkönnun Gallup snýr fyrst og fremst að auglýsendum. Auglýsendur þurfa að vita hversu margir hlusta á tilteknar útvarpsstöðvar til að hægt sé að reikna út sanngjarnt snertiverð, það er hvað kostar að ná til hvers hlustanda. Þegar vinsælar útvarpsstöðvar eru ekki með í upplýsingunum þá brenglast útreikningurinn.
Jens Guð, 4.2.2017 kl. 12:15
Jens. Já það er ekki sanngjarnt, þetta með auglýsingatrúna Gallupsuðu.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 4.2.2017 kl. 16:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.