Fann mannabein í fötu

  Danskri konu að nafni Dorte Maria Kræmmer Möller mætti undarleg sjón um helgina.  Eins og oft áður átti hún erindi í Assistens kirkjugarðinn í Kaupmannahöfn.  Þangað hefur hún farið reglulega til fjölda ára.  Í þetta skipti kom hún auga á stóra og ljóta málningarfötu í einu horni garðsins.  Hana hafði hún aldrei áður séð í garðinum.  Forvitni rak hana í að kanna málið betur.  Er hún leit ofan í fötuna blöstu við nýleg mannabein og mannakjöt.  Ekki fylgir sögunni hvernig hún þekkti hvað þetta var.

  Hún tók ljósmynd af fötu og innhaldi.  Fjölmiðlar höfðu samband við þann sem hefur yfirumsjón með garðinum.  Viðbrögð voru kæruleysisleg.  Skýringin væri sennilega sú að starfsmaður hafi grafið þetta upp fyrir rælni og gleymt fötunni.  Vandamálið sé ekki stærra en svo að innihaldið verði grafið á ný. Málið úr sögunni.

  Lögreglan er ekki á sama máli.  Hún hefur lagt hald á fötu og innihald.  Málið er í rannsókn.

mannabein  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sigga litla systir mín situr út í götu, er að tína mannabein í ofurlitla fötu ...

Stefán (IP-tala skráð) 21.2.2017 kl. 13:09

2 identicon

Sinn er siður í landi hverju.

Á daglegri göngu minni um Brekkur og Innbæ fer ég oft um kirkjugarðinn á Akureyri. Hitti grafarann að máli nýlega. Spurði hvort ég mætti ekki velja mér lóð. Jú, alveg sjálfsagt svaraði hann, en þú verður þá að vera mættur innan þriggja vikna. Ég slæ því á frest í bili.

Með kveðju.

Skarfurinn.

Sigurður Bjarklind (IP-tala skráð) 21.2.2017 kl. 15:09

3 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  þetta syngja þeir í danska kirkjugarðinum.

Jens Guð, 23.2.2017 kl. 12:51

4 Smámynd: Jens Guð

Sigurður,  takk fyrir góða sögu.

Jens Guð, 23.2.2017 kl. 12:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.