Mætir sterkur til leiks

gummi hebb

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  Hvað gerist þegar grípandi tónlist U2 og Coldplay er blandað saman ásamt tölvupoppi og söngrödd Herberts Guðmundssonar?  Útkoman gæti hljómað eitthvað í humátt að því sem heyrist í myndbandinu hér fyrir neðan.  Flytjandinn kallar sig Wildfire.  Raunverulegt nafn er Guðmundur Herbertsson.  "Up to the Stars" er hans fyrsta lag.  Flott lag.

  Eins og einhvern grunar eflaust er Guðmundur sonur poppstjörnunnar Hebba Guðmundssonar.  Sonurinn hefur erft söngrödd föður síns og hæfileikann til að semja snotur "syngjum með" lög.  Til hamingju með sterkt byrjendaverk, Guðmundur!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Íslandsvinirnir í Coldplay eru vissulega undir miklum áhrifum frá U2 og það er ekki leiðum að líkjast fyrir Guðmund að vera líkt við þær hljómsveitir báðar, svo að ekki sé nú minnst á sönghæfileikana sem hann á ekki langt að sækja.  Herbert faðir hans sparakk vissulega út sem alskapaður tónlistarmaður á níunda áratugnum, en margir vita ekki af því að hann söng með mörgum stórhljómsveitum á áttunda áratugnum, s.s. Stofnþel, Eik og Pelican.

Stefán (IP-tala skráð) 12.3.2017 kl. 14:53

2 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  það eru heldur ekki allir sem vita að Hebbi hefur átt góða spretti sem hörkurokkari.  Til að mynda spiluðu Utangarðsmenn með honum í nokkrum hressum rokklögum á fyrstu sólóplötunni.  

Jens Guð, 12.3.2017 kl. 17:39

3 identicon

Það var reyndar á annari sólóplötu Hebba sem hluti Utangarðsmanna spilaði með honum.  Svo vil ég líka nefna hina stórgóðu hljómsveit Tilvara, sem Hebbi söng með 1971 / 1972, en með þeirri hjómsveit söng hann einmitt fyrst inn á plötu 17 eða 18 ára. Tilveru stjórnaði hinn magnaði tónlistarmaður, Axel Einarsson, sem frægastur er fyrir hljómsveitina Icecross og svo hið magnaða lag Hjálpum þeim.

Stefán (IP-tala skráð) 12.3.2017 kl. 19:36

4 Smámynd: Jens Guð

Takk fyrir leiðréttinguna.

Jens Guð, 13.3.2017 kl. 18:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.