Bítillinn Paul McCartney tekur snúning á trúfélagi

  Í Bandaríkjum Norður-Ameríku eru starfandi mörg trúfélög.  Eitt þeirra heitir Westboro Baptist Church.  Það er sannkristin hvítasunnukirkja sem innvígir safnaðarmenn með niðurdýfingarskírn.  Söfnuðurinn er kallaður WBC-fjölskyldan.

  Af ýmsum tilefnum safnast fjölskyldan saman á almannafæri með stór spjöld á lofti.  Boðskapurinn einkennist af hatri á samkynhneigðum, múslimum,  kaþólikkum, gyðingum, hermönnum og ýmsu fleiru.

  Alltof margir veitast að fjölskyldunni þegar hún stendur með spjöldin sín.  Garga að henni ókvæðisorð.  Það herðir hana í trúnni.  Staðfestir í hennar huga að þetta sé barátta við djöfulinn.  Eigi skal hopa fyrir þeim skratta heldur bíta fastar í skjaldarendur og tvíeflast.

  Breski Bítillinn Paul McCartney var að spila í Kansas.  WBC-fjölskyldan tók á móti honum.  Hann tók ljósmynd af henni.  Síðan skipti hann út hatursfullum texta á spjöldunum fyrir titla á þekktum Bítlalögum.  Afraksturinn birti hann á Instagram og Twitter.  Undir myndina skrifaði hann:  "Þakka Westboro Baptist Church fyrir hlýjar móttökur!" 

  Þetta hefur vakið mikla kátínu; slegið öll vopn úr höndum WBC-fjölskyldunnar.  Sýnt hana í spaugilegu ljósi - á góðlátlegan máta.  Hún á ekki svar við kærleiksríkri kveðju frá Bítlinum.

WBC aWBC bpaul kastar kveðju á haturshóp


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Kannski á betur við fyrir þessa fjölskyldu að taka B út úr skammstöfuninni!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 25.7.2017 kl. 18:52

2 identicon

Sir Paul lætur ekki svona rugludalla slá sig út af laginu, enda klárlega helmingi greindari en núverandi forseti Bandaríkjanna, sem sótti einmitt fylgi sitt á slóðir sem þessar.

Stefán (IP-tala skráð) 25.7.2017 kl. 22:20

3 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B, nú varð mér á að skella upp úr! sealed

Jens Guð, 26.7.2017 kl. 17:39

4 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  Paul er klár í kollinum og hefur húmorinn í góðu lagi.  

Jens Guð, 26.7.2017 kl. 17:42

5 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Það er gaman að fara í kirkjur í suðurríkjunum. Sérstaklega með þeim sem eru sannkristnir. Þeir syngja fjörugar níðvísur um djöfulinn og klappa í takt. Hins vegar eru spjöld þarna á einni myndinni sem greinilega eru breytt í tölvu. Á þeim standa td:  "We can Work it out",  "I wanna be your man" og "All you need is love" Þannig að þetta er pínu falsí gangi. ;-)

Siggi Lee Lewis, 29.7.2017 kl. 11:26

6 Smámynd: Jens Guð

Ziggy Lee,  svo skemmtilega vill til að færslan fjallar einmitt um myndfölsunina hans Palla.  Tilviljun?

Jens Guð, 30.7.2017 kl. 18:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.