16.8.2017 | 02:17
Lögreglan ringluð
Í Færeyjum læsa fæstir húsum sínum. Skiptir ekki máli hvort að íbúar eru heima eða að heiman. Jafnvel ekki þó að þeir séu langdvölum erlendis. Til dæmis í sumarfríi á Spáni eða í Portúgal.
Engar dyrabjöllur eða hurðabankara er að finna við útidyr í Færeyjum. Gestir ganga óhikað inn í hús án þess að banka. Þeir leita uppi heimafólk. Ef enginn er heima þykir sjálfsagt að gestur kominn langt að kíki í ísskápinn og fái sér hressingu. Það á ekki við um næstu nágranna.
Fyrst þegar við Íslendingar látum reyna á þetta í Færeyjum þá finnst okkur það óþægilega ruddalegt. Svo venst það ljómandi fljótt og vel.
Eitt sinn hitti ég úti í Færeyjum íslenskan myndlistamann. Þetta var hans fyrsta ferð til eyjanna. Ég vildi sýna honum flotta færeyska myndlistasýningu. Þetta var um helgi og utan opnunartíma sýningarinnar. Ekkert mál. Ég fór með kauða heim til mannsins sem rak galleríið. Gekk að venju inn án þess að banka. Landa mínum var brugðið og neitaði að vaða óboðinn inn í hús. Ég fann húsráðanda uppi á efri hæð. Sagði honum frá gestinum sem stóð úti fyrir. Hann spurði: "Og hvað? Á ég að rölta niður og leiða hann hingað upp?"
Hann hló góðlátlega, hristi hausinn og bætti við: "Þessir Íslendingar og þeirra siðir. Þeir kunna að gera einföldustu hluti flókna!" Svo rölti hann eftir gestinum og þóttist verða lafmóður eftir röltið.
Víkur þá sögunni til færeysku lögreglunnar í gær. Venjulega hefur löggan ekkert að gera. Að þessu sinni var hún kölluð út að morgni. Allt var í rugli í heimahúsi. Húsráðendur voru að heiman. Um nóttina mætti hópur fólks heim til þeirra. Það var vinafólk sem kippti sér ekkert upp við fjarveru húsráðenda. Fékk sér bara bjór og beið eftir að þeir skiluðu sér heim.
Undir morgun mætti annar hópur fólks. Þá var farið að ganga á bjórinn. Hópunum varð sundurorða. Nágrannar hringdu á lögregluna og tilkynnti að fólk væri farið að hækka róminn í íbúðinni. Lögreglan mætti á svæðið. Var svo sem ekkert að flýta sér. Hávær orðræða að morgni kallar ekki á bráðaviðbrögð.
Er löggan mætti á svæðið var síðar komni hópurinn horfinn á braut. Lögreglan rannsakar málið. Enn sem komið er hefur hún ekki komist að því um hvað það snýst. Engin lög hafa verið brotin. Enginn hefur kært neinn. Enginn kann skýringu á því hvers vegna hópunum varð sundurorða. Síst af öllu gestirnir sjálfir. Eins og staðan er þá er lögreglan að reyna að átta sig á því hvað var í gangi svo hægt verði að ljúka þessu dularfulla máli. Helst dettur henni í hug að ágreiningur hafi risið um bjór eða pening.
Meginflokkur: Löggæsla | Aukaflokkar: Spaugilegt, Stjórnmál og samfélag, Vinir og fjölskylda | Breytt 17.8.2017 kl. 22:58 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 41
- Sl. viku: 1028
- Frá upphafi: 4111553
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 864
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Ætli menn hafi bara ekki verið háværir í að heilsa hvor öðrum, kannski brutust út mikil fagnaðarlæti þegar þessir 2 hópar mættu. 8)
Halldór (IP-tala skráð) 16.8.2017 kl. 13:32
Kannski hefur skerpukjötið klárast????
Sigurður I B Guðmundsson, 16.8.2017 kl. 18:37
Halldór, þetta er góð tilgáta og vonandi rétt.
Jens Guð, 17.8.2017 kl. 16:14
Sigurður, þarna komstu með það! Fátt leggst verr í fólk en grípa í tómt þegar löngunin í skerpukjötið kallar.
Jens Guð, 17.8.2017 kl. 16:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.