Lögreglan ringluđ

  Í Fćreyjum lćsa fćstir húsum sínum.  Skiptir ekki máli hvort ađ íbúar eru heima eđa ađ heiman.  Jafnvel ekki ţó ađ ţeir séu langdvölum erlendis.  Til dćmis í sumarfríi á Spáni eđa í Portúgal.  

  Engar dyrabjöllur eđa hurđabankara er ađ finna viđ útidyr í Fćreyjum.  Gestir ganga óhikađ inn í hús án ţess ađ banka.  Ţeir leita uppi heimafólk.  Ef enginn er heima ţykir sjálfsagt ađ gestur kominn langt ađ kíki í ísskápinn og fái sér hressingu.  Ţađ á ekki viđ um nćstu nágranna.  

  Fyrst ţegar viđ Íslendingar látum reyna á ţetta í Fćreyjum ţá finnst okkur ţađ óţćgilega ruddalegt.  Svo venst ţađ ljómandi fljótt og vel.

  Eitt sinn hitti ég úti í Fćreyjum íslenskan myndlistamann.  Ţetta var hans fyrsta ferđ til eyjanna.  Ég vildi sýna honum flotta fćreyska myndlistasýningu.  Ţetta var um helgi og utan opnunartíma sýningarinnar.  Ekkert mál.  Ég fór međ kauđa heim til mannsins sem rak galleríiđ.  Gekk ađ venju inn án ţess ađ banka.  Landa mínum var brugđiđ og neitađi ađ vađa óbođinn inn í hús.  Ég fann húsráđanda uppi á efri hćđ.  Sagđi honum frá gestinum sem stóđ úti fyrir.  Hann spurđi:  "Og hvađ?  Á ég ađ rölta niđur og leiđa hann hingađ upp?"  

  Hann hló góđlátlega,  hristi hausinn og bćtti viđ:  "Ţessir Íslendingar og ţeirra siđir.  Ţeir kunna ađ gera einföldustu hluti flókna!"  Svo rölti hann eftir gestinum og ţóttist verđa lafmóđur eftir röltiđ.  

  Víkur ţá sögunni til fćreysku lögreglunnar í gćr.  Venjulega hefur löggan ekkert ađ gera.  Ađ ţessu sinni var hún kölluđ út ađ morgni.  Allt var í rugli í heimahúsi.  Húsráđendur voru ađ heiman.  Um nóttina mćtti hópur fólks heim til ţeirra.  Ţađ var vinafólk sem kippti sér ekkert upp viđ fjarveru húsráđenda.  Fékk sér bara bjór og beiđ eftir ađ ţeir skiluđu sér heim.

  Undir morgun mćtti annar hópur fólks.  Ţá var fariđ ađ ganga á bjórinn.  Hópunum varđ sundurorđa.  Nágrannar hringdu á lögregluna og tilkynnti ađ fólk vćri fariđ ađ hćkka róminn í íbúđinni.  Lögreglan mćtti á svćđiđ.  Var svo sem ekkert ađ flýta sér.  Hávćr orđrćđa ađ morgni kallar ekki á bráđaviđbrögđ.  

  Er löggan mćtti á svćđiđ var síđar komni hópurinn horfinn á braut.  Lögreglan rannsakar máliđ.  Enn sem komiđ er hefur hún ekki komist ađ ţví um hvađ ţađ snýst.  Engin lög hafa veriđ brotin.  Enginn hefur kćrt neinn.  Enginn kann skýringu á ţví hvers vegna hópunum varđ sundurorđa.  Síst af öllu gestirnir sjálfir.  Eins og stađan er ţá er lögreglan ađ reyna ađ átta sig á ţví hvađ var í gangi svo hćgt verđi ađ ljúka ţessu dularfulla máli.  Helst dettur henni í hug ađ ágreiningur hafi risiđ um bjór eđa pening.  

fćreyskur löggubíllfćreyingar 

      


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ćtli menn hafi bara ekki veriđ hávćrir í ađ heilsa hvor öđrum, kannski brutust út mikil fagnađarlćti ţegar ţessir 2 hópar mćttu. 8)

Halldór (IP-tala skráđ) 16.8.2017 kl. 13:32

2 Smámynd: Sigurđur I B Guđmundsson

 Kannski hefur skerpukjötiđ klárast????

Sigurđur I B Guđmundsson, 16.8.2017 kl. 18:37

3 Smámynd: Jens Guđ

Halldór, ţetta er góđ tilgáta og vonandi rétt.

Jens Guđ, 17.8.2017 kl. 16:14

4 Smámynd: Jens Guđ

Sigurđur,  ţarna komstu međ ţađ!  Fátt leggst verr í fólk en grípa í tómt ţegar löngunin í skerpukjötiđ kallar.

Jens Guđ, 17.8.2017 kl. 16:16

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband