Óhlýðinn Færeyingur

 

  Færeyingar eru löghlýðnasta þjóð í heiminum. Engu að síður eru til undantekningar.  Rétt eins og í öllu og allsstaðar.  Svo bar til í síðustu viku að 22ja ára Færeyingur var handtekinn í Nuuk,  höfuðborg Grænlands, og færður á lögreglustöðina.  Hann er grunaður um íkveikju.  Ekki gott.  Lögreglan sagði honum að hann yrði í varðhaldi á meðan málið væri rannsakað.  Þess vegna mætti hann ekki yfirgefa fangelsið.   Nokkru síðar var kallað á hann í kaffi.  Engin viðbrögð.  Við athugun kom í ljós að hann hafði óhlýðnast fyrirmælum.  Hafði yfirgefið lögreglustöðina.  

  Í fyrradag var hann handtekinn á ný og færður aftur í varðhald.  Til að fyrirbyggja að tungumálaörðugleikar eða óskýr fyrirmæli spili inn í var hann núna spurður að því hvort að honum sé ljóst að hann megi ekki yfirgefa stöðina.  Hann játaði því og er þarna enn í dag.

     


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Kannski var þetta Rasmus í Görðum að skreppa út til að hitta Rasmínu!!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 28.3.2018 kl. 19:13

2 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B, góð ágiskun.  Annað:  Í nýjasta hefti (maí-tölublað) breska poppblaðsins Uncut er Andy Gill (gítarleikari og forsprakki snilldar pönk-fönk-sveitarinnar Gang of 4) með sex blaðsíðna umfjöllun og viðtal við John Fogerty.  Bráðskemmtileg og fróðleg lesning. 

Jens Guð, 28.3.2018 kl. 21:16

3 identicon

Samt alveg skelfilegt fyrir íslendinga að hafa færeying til stjórna íslenska eldsneytis verðsamráðsmarkaðnum.

Stefán (IP-tala skráð) 28.3.2018 kl. 21:24

4 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Takk fyrir að benda mér á þetta. 

Sigurður I B Guðmundsson, 28.3.2018 kl. 22:02

5 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  það er alveg furðulegt eins og margt annað hjá Skeljungi. 

Jens Guð, 31.3.2018 kl. 18:03

6 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  verði þér að góðu.  Mig minnir að bókasafn Mosó sé áskrifandi að Uncut.

Jens Guð, 31.3.2018 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband