Einstakur starfsandi

  Í hálfan annan áratug vann ég á auglýsingastofu.  Þá átti ég erindi inn í fjölda fyrirtækja.  Víðast hvar var starfsandi með ágætum.  Hvergi þó eins og hjá flugfélaginu Wow, sem ég hef reyndar bara kynnst sem farþegi.  Ég hef að öllum líkindum flogið að minnsta kosti tíu sinnum með Wow.  Um borð ríkir einstakur starfsandi.  Hann einkennist af glaðværum galsa og grallaraskap.  Áhöfnin skemmtir sér hið besta og farþegum í leiðinni.  Áhöfnin virðist vera skipuð góðum húmoristum upp til hópa.

  Eflaust er samasemmerki á milli þessa og því að Skúli Mogensen er brosandi á svo gott sem öllum ljósmyndum.  Jafnframt brosir hann stöðugt í sjónvarpsviðtölum.  Bros er smitandi,  rétt eins og grín.

  Um þetta má lesa nánar með því að smella HÉR og HÉR


mbl.is Mikil seinkun til Kaupmannahafnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Hvort það dugi til að halda WOW vélunum í rekstri kemur í ljós!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 27.3.2019 kl. 15:28

2 identicon

Ég legg til að WOW-arar taki alþingismenn í kennslu í góðum starfsanda með glaðværum galsa og grallaraskap.

Sigurður Bjarklind (IP-tala skráð) 27.3.2019 kl. 17:24

3 identicon

Góður starfsandi á vinnustöðum er gulls ígildi og raunar gott að sjá bros á vörum manns sem hefur virkilega fatast flugið. Mér er sagt að Miðflokksfólk hafi virkilega slæm áhrif á starfsanda Alþingids. Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra.

Stefán (IP-tala skráð) 27.3.2019 kl. 18:58

4 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  mér skilst að Wow fljúgi ekki lengur.  Ég harma það.

Jens Guð, 28.3.2019 kl. 10:13

5 Smámynd: Jens Guð

Sigurður Bjarklind,  ég tek undir það.

Jens Guð, 28.3.2019 kl. 10:13

6 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  Miðflokkurinn var skemmti sér og sínum assgoti vel á Klausturbar. 

Jens Guð, 28.3.2019 kl. 10:15

7 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Dapurlegt að lesa um endalok WOW air og að rangar ákvarðanir eins manns hafi gert yfir þúsunds atvinnulaust!!

Sigurður I B Guðmundsson, 28.3.2019 kl. 17:46

8 identicon

Ekki voru mikil glaðindi þegar heimtað var að maður setti töskur í mótin til að athuga hvort að þau pössuðu ekki örugglega upp á milli meterinn og viktað upp á grammið.. Wow air var eitt mest fráhrindandi flugfélag sem ég hef flogið með út af smámunasemi og endalausu veseni þegar kom að farangri.

Halldór (IP-tala skráð) 28.3.2019 kl. 20:05

9 identicon

Sá brosmildi getur klárlega haldið áfram að brosa þó að farþegar verði strandaglópar og starfsfólk missi vinnuna. Í ríkmannlegum slotum á Íslandi og í London heldur jú innanhúsarkitekt öllu í horfinu, meira að segja lítill stóll upp á milljón krónur o.s.frv.

Stefán (IP-tala skráð) 28.3.2019 kl. 20:43

10 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Nú er það VÖV factorinn sem fólk talar um. VÖV air hefur verið stofnað.

Gleymið Skúla Mógó og fljúgið með VÖV air, flugfélagi framtíðarinnar: https://postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/2232732/

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 29.3.2019 kl. 08:45

11 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B (#7),  vissulega dapurlegt.

Jens Guð, 29.3.2019 kl. 17:06

12 Smámynd: Jens Guð

Halldór,  ég slapp við alla smámunasemi í mínum ferðum með Wow.

Jens Guð, 29.3.2019 kl. 17:08

13 Smámynd: Jens Guð

Stefán (#9), gott að vel fari um drenginn.  Ekki veitir af.  Hann er áreiðanlega í einhverskonar áfalli.

Jens Guð, 29.3.2019 kl. 17:15

14 Smámynd: Jens Guð

Vilhjálmur Örn,  takk fyrir ábendingua.

Jens Guð, 29.3.2019 kl. 17:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.