Gettu betur

  Ég var afskaplega sáttur međ sigur Kvennaskóla Reykjavíkur í spurningakeppninni Gettu betur.  Tek samt fram ađ ég hef ekkert á móti Menntaskóla Reykjavíkur sem Kvennaskólinn lagđi ađ velli.  Lengst af var Gettu betur leikvöllur drengja.  Nú brá svo viđ ađ sigurliđ Kvennaskólans var skipađ tveimur klárum stelpum og einum dreng. 

  Eitt olli mér undrun í keppninni:  Stuđningsmenn Kvennóliđsins,  samnemendur,  sungu gamlan bandarískan sveitaslagara um sveitavegi og bandaríska ferđamannastađi.  Ég átta mig ekki á tengingunni.  Ég hef ekkert á móti laginu né höfundi ţess,  John heitnum Denver.  En flutningur skólasystkinanna á ţví kom eins og skratti úr sauđalegg.

 

                                                                                                                                                                                                                  


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurđur I B Guđmundsson

Er ađ athuga hvađa CCR lag hefđi átt betur viđ!!!

Sigurđur I B Guđmundsson, 20.3.2019 kl. 09:45

2 identicon

Strákar-karlmenn eru eru ekki nema ţriđjungur nemenda í framhalds- og háskólum landsins.

Sigurđur Bjarklind (IP-tala skráđ) 20.3.2019 kl. 10:31

3 Smámynd: Sigurđur I B Guđmundsson

 Hvađ međ: Proud Mary eđa Long as I can see the light!!!!?

Sigurđur I B Guđmundsson, 20.3.2019 kl. 14:12

4 identicon

Kvennaskólinn í Reykjavík er vel ađ sigrinum kominn, enda telja margir skólann vera besta framhaldsskóla landsins. Vinsćldir og umsóknafjöldi um skólavist á hverju ári sanna ţađ. John Denver gerđi mikiđ af góđri tónlist á sínum 50 árum og ofan nefnt lag varđ hans vinsćlasta, en mitt uppáhalds lag eftir hann er Rocky Mountain High af samnefndri plötu frá 1972. Ţrátt fyrir gífurlega flugreynslu, hrapađi hann einkaflugvél sinni og lést.

Stefán (IP-tala skráđ) 20.3.2019 kl. 20:07

5 Smámynd: Halldór Egill Guđnason

 Hvernig stendur á ţví ađ í dag skuli skóli fá ađ heita Kvennaskóli? Hvar er metoo og allt dćmiđ? Óska skólanum til hamingju međ sigurinn, en er ekki kominn tími til ađ skipta um nafn á ţessum skóla?

 Fulltrúum "Karlaskólans" vćri ekki einu sinni bođin ţátttaka í ţessari keppni, vćri hann til. Ástćđan.: "Kynjahalli". ;-)

 Góđar stundir, međ kveđju ađ sunnan.

Halldór Egill Guđnason, 20.3.2019 kl. 23:56

6 Smámynd: Jens Guđ

Sigurđur I B, ţetta eru góđar tillögur á söngvavali.

Jens Guđ, 21.3.2019 kl. 19:11

7 Smámynd: Jens Guđ

Sigurđur Bjarklind,  ég hef tekiđ eftir ţví.  Á uppvaxtarárum mínum í útjađri Hóla í Hjaltadal á sjöunda áratugnum voru kvennemendur í Bćndaskólanum á Hólum aldrei fleiri en tvćr.  Í dag hefur ţetta snúist viđ.  Sama á viđ um skrautskriftarnámskeiđ mín.  Á níunda áratugnum voru flestir nemendur karlar.  Á síđustu árum eru konur yfirgnćfandi fleiri en karlar.  Ekkert nema gott mál ađ konur mennti sig.

Jens Guđ, 21.3.2019 kl. 19:48

8 Smámynd: Jens Guđ

Stefán,  ţađ er umhugsunarvert hvađ margar bandarískar poppstjörnur hafa farist í flugslysum.

Jens Guđ, 21.3.2019 kl. 19:57

9 Smámynd: Jens Guđ

Halldór Egill,  ţetta er góđ spurning.  Nafni Bćndaskólans á Hólum var breytt í Háskólann á Hólum.  Oft samt kallađur Búnađarháskólinn á Hólum.  

Jens Guđ, 21.3.2019 kl. 20:10

10 identicon

John Denver fórst ekki í flugslysi. Hann fargađi sér á flugvél.  Hann var ţekktur fyrir ađ fljúga út á haf rúmlega hálft flugţoliđ og athuga hvort hann kćmist til baka á bensíninu. Og ţennan dag flaug hann vél sem hann ţekkti ekki út á haf, međ sáralítiđ bensín í tanknum sem stillt var á, vildi ekki bćta á hann og nánast ómögulegt var ađ skipta milli tanka á flugi. Ţví krassađi hann bensínlaus í hafiđ og fórst.

Tobbi (IP-tala skráđ) 21.3.2019 kl. 21:36

11 Smámynd: Jens Guđ

Tobbi,  takk fyrir fróđleiksmolann.

Jens Guđ, 22.3.2019 kl. 13:05

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband