Plötuumsögn

 - Titill:  Sacred Blues

 - Flytjandi:  Tholly´s Sacred Blues Band

 - Einkunn: *****

  Hljómsveitin er betur þekkt sem Blússveit Þollýjar.  Á komandi hausti hefur hún starfað í sextán ár.  Þollý Rósmundsdóttir syngur af innlifun, ásamt því að semja lög og texta.  Hún hefur sterka, dökka en blæbrigðaríka söngrödd.  Hún sveiflast frá blíðum tónum upp í kröftugan öskurstíl.  Virkilega góð söngkona.  

  Aðrir í hljómsveitinni eru gítarleikarinn Friðrik Karlsson (Mezzoforte), trymbillinn Fúsi Óttars (Bara-flokkurinn), bassaleikarinn Jonni Ricter (Árblik); og Sigurður Ingimarsson spilar á ryþmagítar og syngur.  Allir fantagóðir í sínum hlutverkum.  Mest mæðir á Friðriki.  Hann fer á kostum.  Meiriháttar!  Með sömu orðum má lýsa Sigurði í því eina lagi sem hann syngur á plötunni.

  Hjörtur Howser skreytir eitt lag með snyrtilegu Hammondorgelspili.  Blásaratríó skreytir tvö lög.  Það er skipað Jens Hanssyni, Ívari Guðmundssyni og Jóni Arnari Einarssyni.

  Gestahljóðfæraleikararnir skerpa á fjölbreytni plötunnar sem er ríkuleg.  Sjö af tólf lögum hennar eru frumsamin.  Fimm eftir Þollý og sitthvort lagið eftir Friðrik og Sigurð.  

  Erlendu lögin eru m.a. sótt í smiðju Howlin Wolf, Mahaliu Jackson og Peters Green.  Öll vel kunnar perlur.  Lag Peters er "Albatross",  best þekkt í flutningi Fleetwood Mac.  Hérlendis kannast margir við það af sólóplötu Tryggva Hubner,  "Betri ferð".  Frumsömdu lögin gefa aðkomulögunum ekkert eftir.

  Textarnir eru trúarlegir.  Þessi flotta plata fellur því undir flokkinn gospelblús.  Ég hef ekki áður á þessari öld gefið plötu einkunnina 5 stjörnur.

Þolly' s Sacret Blues Band   

     


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þennan grip þarf ég að eignast við tækifæri. Jonni bassaleikari er bæði magnaður bassaleikari og karakter. Ég sá hann hita upp með hljómsveitinni Exizt ( starfandi 84-95 ) bæði fyrir Iron Maiden og Black Sabbath. Hann gaf Steve Harris og Terry Gezzer Butler ekkert eftir.

Stefán (IP-tala skráð) 30.3.2019 kl. 08:47

2 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  ég mæli með því.

Jens Guð, 3.4.2019 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband