Fullur þingmaður

  Eitt sinn er ég brá mér á Ólafsvökuna í Færeyjum þá var íslenskur alþingismaður í sömu flugvél.  Bæði á leiðinni út og á heimleiðinni.  Hann var blindfullur.  Hann átti að ávarpa færeyska lögþingið.  Hvernig það gekk fyrir sig hef ég ekki hugmynd um.  Ég sá hann ekki aftur fyrr en á heimleiðinni.  Þá var hann blindfullur.  Hann stillti sér upp framarlega í vélinni og hóf að raða farþegum í sæti:  "Sest þú hérna, góði minn" og "Sest þú þarna, góða mín."  Fólkið hlýddi.  Flugfreyjan stökk að honum og öskraði:  "Hvern djöfulinn heldurðu að þú sért að gera?  Allir eru með sætanúmerið sitt prentað á flugmiðann!"

  Þingmaðurinn svaraði hinn rólegasti:  "Ég var nú bara að reyna að hjálpa til."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Og þá var ekki búið að stofna miðflokkinn ekki satt???

Sigurður I B Guðmundsson, 17.5.2019 kl. 06:04

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Þráinn Bertelsson er alkóhólisti og var í hópi þingmanna á ráðstefnu í Þórshöfn í Færeyjum þegar hann féll."

Mörlenskir þingmenn æða út og suður, jafnvel blindfullir, eins og þeim sé borgað fyrir það, Jensinn minn.

Enginn í Miðfótarflokknum er hins vegar alkóhólisti, enda þótt eitt af einkennum sjúkdómsins sé fyllerísröfl á Klausturbar. cool

Jens Guð 3.6.2018:

"Íslendingar eiga frægasta flugdólg heims.

Annar íslenskur flugdólgur var settur í flugbann nokkrum árum áður. Hann lét svo ófriðlega í flugvél yfir Bandaríkjunum að henni var lent á næsta flugvelli og kauða hent þar út. Hann var tannlæknir í Garðabæ. Misþyrmdi hrottalega vændiskonu sem vann í hóruhúsi systur hans á Túngötu."

Það er hins vegar ekki rétt að þessi mynd sé af Ásmundi Friðrikssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins:

flugdólgur

Þorsteinn Briem, 17.5.2019 kl. 13:06

3 identicon

Og ekki búið að koma klaustursbar á legg. Það virðist hafa verið drukkið í gamla daga  eins og í dag. En talaði þessi nokkuð illa um fólk ? Var hann þá ekki bara góðglaður?

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 17.5.2019 kl. 13:30

4 identicon

Það er frekar skammarlegt,að rifja upp neikvæða hluti um aðra,það gera alvöru karlmenn ekki.  Bestu kveðjur Hartmann

Hartmann Ásgrímsson (IP-tala skráð) 17.5.2019 kl. 15:44

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Furðuleg ummæli og nafnabirtingar við pistilinn. Þetta er ekki einkasamkvæmi.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 17.5.2019 kl. 19:49

6 identicon

Ég vona bara innilega að færeyingar fái ekki heimsóknir frá þingmönnum Miðflokksins.

Stefán (IP-tala skráð) 17.5.2019 kl. 20:55

7 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  þetta var löngu fyrir stofnun þess flokks.

Jens Guð, 18.5.2019 kl. 11:45

8 Smámynd: Jens Guð

Steini,  þetta var ekki Þráinn.

Jens Guð, 18.5.2019 kl. 11:45

9 Smámynd: Jens Guð

Jósef Smári,  hann var góðglaður og ljúfur.  Vildi öllum vel.

Jens Guð, 18.5.2019 kl. 11:46

10 Smámynd: Jens Guð

Hartmann,  í pistli mínum er ekkert neikvætt.  Þetta er gamansaga.

Jens Guð, 18.5.2019 kl. 11:48

11 Smámynd: Jens Guð

Heimir,  það er svo margt furðulegt í heiminum.

Jens Guð, 18.5.2019 kl. 11:49

12 Smámynd: Jens Guð

Stefá,  Færeyingar hafa sloppið við það hingað til.

Jens Guð, 18.5.2019 kl. 11:49

13 identicon

Þingmaður sem telur sig hafa meira skipulagshæfileika en aðrir, ég held að það séu allir þingmenn, núverandi og fyrrverandi :)

Sigþór Hrafnsson (IP-tala skráð) 18.5.2019 kl. 13:18

14 Smámynd: Jens Guð

Sigþór,  að minnsta kosti flestir.

Jens Guð, 18.5.2019 kl. 14:55

15 identicon

Nú; það var þá ekki dautt!

Tobbi (IP-tala skráð) 19.5.2019 kl. 20:31

16 Smámynd: Jens Guð

Tobbi,  fjarri því.

Jens Guð, 19.5.2019 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband