Afi tískufrumkvöðull

  Undir lok sexunnar (sjöunda áratugarins) datt afa í hug gott sparnaðarráð.  Í stað þess að fara til hárskera á Sauðárkróki - með tilheyrandi kostnaði - gæti ég klippt hann.  Ég var um það bil 12 - 13 ára.  Uppskriftin var sú að renna greiðu um hársvörð hans og klippa hárin sem stóðu upp úr greiðunni.  

  Til að gera þetta skemmtilegra þá brá ég á leik.  Ég fylgdi uppskriftinni að undanskildu því að ég lét afa safna skotti neðst í hnakkanum.  Afi vissi aldrei af þessu.  Lyftigeta handa hans náði ekki til hnakkans.  

  Klippingin vakti undrun og kátínu hvert sem afi fór.  Foreldrar mínir stóðu í þeirri trú að afa þætti þetta flott.  Sennilega laug ég því í þau.  Einhverra hluta vegna nefndi enginn þetta við afa.  Mér er minnisstætt er mágkona pabba tók mömmu afsíðis og spurði hvaða uppátæki þetta væri hjá afa að vera með skott.  Þær voru sammála um að þetta væri furðulegt uppátæki hjá tengdapabba þeirra en svo sem ekkert furðulegra en margt annað í hans fari.  

  Svo skemmtilega vildi til að um og uppúr 1980 komst svona skott í tísku.  Bæði hérlendis og erlendis.  Afi var fyrstur.  Hann var frumkvöðullinn.

skott í hnakka askott í hnakka bskott í hnakka  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Margt er Jens Guðs prakkara plott,
púkinn dregur dárið,
afar flott það skagfirska skott,
skondið afa hárið.

Þorsteinn Briem, 1.8.2020 kl. 23:53

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta gæti nú talist siðferðilega ámælisvert Jens. Að klippa afa þinn asnalega og láta fólk svo hía á hann í laumi hingað og þangað um Sauðárkrók. Ekki viss um að hann Gunnar Bragi væri hrifinn af þessu.

Þorsteinn Siglaugsson, 2.8.2020 kl. 00:22

3 Smámynd: Jens Guð

Steini,  bestu þakkir fuyrir stökuna. 

Jens Guð, 2.8.2020 kl. 01:06

4 Smámynd: Jens Guð

Þorsteinn,  Skagfirðingar höfðu margt annað spaugilegt um afa að segja.  Í einum situr að Gannar Bragi þótti spar á sinnepið í bensínsjoppunni Ábæ. Þórólfur er búinn að refsa honum rækilega fyrir það.   

Jens Guð, 2.8.2020 kl. 01:10

5 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Varst það ekki þú sem varst frumkvöðullinn???

Sigurður I B Guðmundsson, 2.8.2020 kl. 09:59

6 identicon

Það er líka útsmoginn hrekkur að klippa þingmann þannig að hann líti út eins og strákústur. mbl.is 21.01.19 ,, Týndi fötunum og man ekki neitt ,,  Veit einhver hvort Gunnar Bragi fann fötin sem hann týndi á fylleríinu fræga og var hann þá á hlaupum á sprellanum, er slíkt ekki bannað með lögum ?

Stefán (IP-tala skráð) 2.8.2020 kl. 10:20

7 Smámynd: Jens Guð

Sigurður,  jú í raun var ég hönnuðurinn.

Jens Guð, 2.8.2020 kl. 11:22

8 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  þetta er þörf vangavelta.  Annars skilst mér að hann sé - eða allavega hafi verið - töluvert á hlaupum á sprellanum.

Jens Guð, 2.8.2020 kl. 11:24

9 identicon

Tengdafaðir minn er nýtinn maður. Hann lætur járnrakarann klippa sig. Sá er járnsmiður að mennt. Þeir eru saman á elliheimili.Einfalt og þægilegt.

sigurður bjarklind (IP-tala skráð) 2.8.2020 kl. 17:09

10 identicon

Er karlinn a sprellanum að banka a dyr hja Sjalfstæðisflokknum ?

Stefan (IP-tala skráð) 2.8.2020 kl. 21:39

11 Smámynd: Jens Guð

Sigurður Bjarklind,  um að gera að nýta hæfileika fólks á elliheimilum.

Jens Guð, 3.8.2020 kl. 12:10

12 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  ég tel líklegra að hann haldi sig við Miðflokkinn.

Jens Guð, 3.8.2020 kl. 12:11

13 identicon

Man að ogæfumenn a Austurvelli þottu vel klæddir eftir að karlinn a sprellanum tyndi klæðum sinum.

Stefan (IP-tala skráð) 3.8.2020 kl. 13:26

14 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  góður!

Jens Guð, 7.8.2020 kl. 18:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband