7.8.2020 | 22:30
Guddi í áflogum við mannýg naut
Guddi hét maður. Hann varð heimilisvinur foreldra minna á Hrafnhóli í Hjaltadal. Kom og dvaldi þar dögum saman. Ég var fluttur að heiman. Hitti hann aðeins einu sinni er ég heimsótti foreldrana.
Þegar ég hitti hann þá sagði hann mér margar grobbsögur af sér. Þær líktust sögum Munchausens. Ein var af því þegar nautahjörð réðist á hann. Nautin komu hlaupandi í halarófu að honum með hausinn undir sig. Hátt í tuttugu skepnur. Hraðinn á þeim var svo mikill að Guddi sá að vonlaust væri að flýja. Eina ráðið var að standa gleiður og takast á við nautin. Hann greip um hornin á þeim og snéri svo hratt upp á þau að kvikindin urðu afvelta. Hann snéri þeim til skiptis til vinstri og hægri. Þegar atinu lauk var hjörðin í tveimur hrúgum. Svo dösuð var hún að Guddi gat gengið í rólegheitum á braut. En nokkuð móður.
Hann sagðist hafa sagt fólki í - eða frá - Keflavík frá þessu. Það hefði ekki trúað sér. Ég svaraði því til að það væri afar dónalegt að rengja frásagnir fólks. Guddi sagði: "Þú ert góður maður. Ég ætla að gefa þér skyrtuna mína." Svo reif hann síg úr skyrtunni og rétti að mér. Ég sagðist eiga alltof margar skyrtur og bað hann um að fara aftur í skyrtuna sína. Enda dálítið kjánalegt að sjá hann sitja beran að ofan við eldhúsborðið.
Meginflokkur: Spaugilegt | Aukaflokkar: Lífstíll, Spil og leikir, Vinir og fjölskylda | Breytt 8.8.2020 kl. 18:32 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Anna frænka á Hesteyri - Framhald
- Anna frænka á Hesteyri í fasteignabraski
- Sérkennilegur vinsældalisti
- Sparnaðarráð
- Niðurlægður
- Safaríkt 1. apríl gabb
- Svangur frændi
- 4 lög með Bítlunum sem þú hefur aldrei heyrt
- Stórhættulegar Færeyjar
- Aldeilis furðulegt nudd
- Frábær kvikmynd
- Kallinn sem reddar
- Af hverju hagar fólk sér svona?
- Passar hún?
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit heims
Nýjustu athugasemdir
- Anna frænka á Hesteyri - Framhald: Stefán (# 7), já Anna var aðventísti. (# 8), takk fyrir að ve... jensgud 25.4.2025
- Anna frænka á Hesteyri - Framhald: Mér dettur í hug Jens að þú hefur ekkert verið að auglýsa hér s... Stefán 25.4.2025
- Anna frænka á Hesteyri - Framhald: Einhverntíma heyrði ég að ,, heilög Anna Marta ,, hafi verið a... Stefán 23.4.2025
- Anna frænka á Hesteyri - Framhald: Stefán, góður! jensgud 23.4.2025
- Anna frænka á Hesteyri - Framhald: Mér dettur í hug að blessuð konan hefði í ofur einfeldni sinni ... Stefán 23.4.2025
- Anna frænka á Hesteyri - Framhald: Sigurður I B, hún var dugleg að hringja í mig, blessunin. En... jensgud 23.4.2025
- Anna frænka á Hesteyri - Framhald: Hafði hún ekki fyrst samband við þig?? sigurdurig 23.4.2025
- Anna frænka á Hesteyri - Framhald: Jóhann, ég tek undir þín orð! 1 jensgud 23.4.2025
- Anna frænka á Hesteyri - Framhald: Það færi betur á því að Utanríkisráðherra myndi hugsa eins vel ... johanneliasson 23.4.2025
- Anna frænka á Hesteyri í fasteignabraski: Sigurður I B, segðu! jensgud 16.4.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.4.): 9
- Sl. sólarhring: 38
- Sl. viku: 487
- Frá upphafi: 4137353
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 380
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
sigurjonth
-
asthildurcesil
-
siggith
-
hallarut
-
reykur
-
rannveigh
-
skulablogg
-
fiski
-
gudruntora
-
asgerdurjona
-
zeriaph
-
jevbmaack
-
lehamzdr
-
ffreykjavik
-
fuf
-
stormsker
-
xfakureyri
-
jonmagnusson
-
palmig
-
jonaa
-
jakobsmagg
-
ktomm
-
th
-
jenfo
-
gurrihar
-
kiddirokk
-
hlynurh
-
skessa
-
prakkarinn
-
maggadora
-
skinkuorgel
-
agustolafur
-
einherji
-
heidathord
-
atlifannar
-
konukind
-
gudnim
-
730
-
blekpenni
-
heida
-
annabjo
-
vglilja
-
sleggjan007
-
markusth
-
bergruniris
-
aevark
-
rannthor
-
katrinsnaeholm
-
birgitta
-
jullibrjans
-
fararstjorinn
-
agny
-
ippa
-
hugrunj
-
aring
-
ikjarval
-
gujo
-
bjorgvinbjorgvinsson
-
drhook
-
runarsv
-
sjos
-
doriborg
-
haukurn
-
gammon
-
millarnir
-
robbitomm
-
korntop
-
killjoker
-
vantru
-
evathor
-
partners
-
heiddal
-
meistarinn
-
skrifa
-
heidistrand
-
iaprag
-
semaspeaks
-
svei
-
jonthorolafsson
-
sverrir
-
bonham
-
bjarnihardar
-
sigurgeirorri
-
ladyelin
-
birnamjoll
-
veraknuts
-
fia
-
plotubudin
-
ringarinn
-
nonninn
-
larahanna
-
juliusvalsson
-
skari60
-
ingvarvalgeirs
-
lubbiklettaskald
-
kolgrimur
-
olinathorv
-
hreinsi
-
baddinn
-
hrolfur
-
jenni-1001
-
handsprengja
-
ahi
-
perlaheim
-
gudrunmagnea
-
ommi
-
hemba
-
grumpa
-
bergthora
-
grafarholt
-
mummigud
-
athena
-
sigaxel
-
bjolli
-
gummiarnar
-
kerchner
-
rustikus
-
hordurj
-
thegirl
-
birna-dis
-
siggivalur
-
krizziuz
-
fridaeyland
-
evabenz
-
quackmore
-
andres08
-
bleikaeldingin
-
bardurorn
-
snorris
-
ver-mordingjar
-
nexa
-
thorasig
-
lindalinnet
-
gudni-is
-
mordingjautvarpid
-
arh
-
sinfonian
-
raggipalli
-
mongoqueen
-
lovelikeblood
-
holi
-
jakobk
-
rannveigbj
-
stebbifr
-
credo
-
ylfalind
-
herdis
-
steinnhaf
-
halo
-
gullilitli
-
810
-
motta
-
leifurl
-
janus
-
ljonid
-
kerla
-
solir
-
nilli
-
guru
-
steinnbach
-
skagstrendingur
-
hemmi
-
gunnar
-
hannamar
-
mosi
-
geislinn
-
hlekkur
-
luther
-
zumann
-
jara
-
hector
-
malacai
-
polly82
-
hughrif
-
einarlee
-
loopman
-
sign
-
destiny
-
gilsneggerz
-
thuridurbjorg
-
liljabolla
-
saethorhelgi
-
svatli
-
siggiholmar
-
folkerfifl
-
sigurjonsigurdsson
-
eythora
-
kiddijoi
-
kjartanis
-
rosagreta
-
gurkan
-
killerjoe
-
gthg
-
gebbo
-
laugatun
-
tru
-
presley
-
siggileelewis
-
helgamagg
-
doddilitli
-
kjarrip
-
steinibriem
-
huldumenn
-
jobbisig
-
id
-
mp3
-
blomid
-
ketilas08
-
lilly
-
hjolaferd
-
lostintime
-
skordalsbrynja
-
birtabeib
-
karitryggva
-
marzibil
-
zunzilla
-
fjola
-
storibjor
-
rannug
-
glamor
-
venus
-
eurovision
-
skjolid
-
einarsigvalda
-
minna
-
austurlandaegill
-
coke
-
eyja-vala
-
harpao
-
ljosmyndarinn
-
doriegils
-
lordbastard
-
neddi
-
holmarinn
-
vga
-
bus
-
dolli-dropi
-
vefritid
-
eirikurgudmundsson
-
hallibjarna
-
svetlana
-
blues
-
huxa
-
judas
-
asdisran
-
omarpet
-
skattborgari
-
himmalingur
-
neytendatalsmadur
-
salkaforlag
-
kje
-
laufabraud
-
vestskafttenor
-
gunnarggg
-
esb
-
ingvarari
-
gunnarpalsson
-
hreinn23
-
saltogpipar
-
hergeirsson
-
jea
-
arniarna
-
psychosurfer
-
metal
-
hreinsamviska
-
godinn
-
krissa1
-
robertb
-
perlaoghvolparnir
-
brandurj
-
madddy
-
tibet
-
minkurinn
-
hallidori
-
liso
-
graceperla
-
mrsblues
-
gummiogragga
-
sisvet
-
vild
-
holar
-
presleifur
-
helgadora
-
xjonsig
-
helgananna
-
meyjan
-
tungirtankar
-
visindavaka
-
borgarfjardarskotta
-
mal214
-
vilberg
-
brandarar
-
einarhardarson
-
steffy
-
adhdblogg
-
litliper
-
audunnh
-
gotusmidjan
-
saemi7
-
dorje
-
sterlends
-
jgfreemaninternational
-
aloevera
-
lucas
-
olibjossi
-
bestfyrir
-
helgigunnars
-
gleymmerei
-
leifur
-
ace
-
diesel
-
methusalem
-
astroblog
-
lynx013
-
brell
-
kikka
-
doddyjones
-
sigurjon
-
birnast
-
gunnarbjorn
-
disdis
-
valdinn
-
ragnar73
-
helgatho
-
cigar
-
parker
-
manisvans
-
kerubi
-
mis
-
bmexpress
-
drum
-
gisgis
-
finni
-
tbs
-
topplistinn
-
rognvaldurthor
-
pjeturstefans
-
gullfoss
-
lotta
-
thjodarsalin
-
freyrholm
-
olii
-
gattin
-
bjornj
-
olafiaherborg
-
rallysport
-
sur
-
sigrunzanz
-
rafng
-
hrannsa
-
draumur
-
aslaugas
-
aeon
-
gumson
-
glamur
-
skinogskurir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
westurfari
-
bookiceland
-
braskarinn
-
elfarlogi
-
komediuleikhusid
-
elismar
-
emilhannes
-
fingurbjorg
-
frida-litlah
-
gudjul
-
gp
-
gusg
-
gubo
-
vgblogg
-
hafthorb
-
morgunblogg
-
sveinnelh
-
rattati
-
diva73
-
itlajh
-
minos
-
kliddi
-
daliaa
-
axelma
-
ingolfursigurdsson
-
thjodfylking
-
fun
-
jaisland
-
jeremia
-
johanneliasson
-
eyfeld
-
johannesthor
-
stjornun
-
josefsmari
-
x-d
-
kristjan9
-
larusg
-
lifsrettur
-
lifsyn
-
loftslag
-
ludvikludviksson
-
margretsverris
-
mofi
-
sumri
-
skari
-
raffi
-
rso
-
roslin
-
runarf
-
jardytan
-
sigridursig
-
joklamus
-
siggifannar
-
sigurdurig
-
stjornlagathing
-
stefanjul
-
stommason
-
steinki
-
svanurg
-
spurs
-
sveinneh
-
tryggvigunnarhansen
-
myworld
-
valdimarjohannesson
-
valmundur
-
vest1
-
totibald
Athugasemdir
Karlinn hefur verið nautsterkur.

Formaður Miðflokksins hefur líka lent í því að honum er ekki trúað og það víðar en í Keflavík.
Þorsteinn Briem, 8.8.2020 kl. 00:17
Þekki sögu annars manns sem varð fyrir því að mannýgt naut réðist að honum.
En maðurinn var svo heppinn að vera með broddstaf meðferðis. Komst hann aftur fyrir nautið, stakk stafnum upp í óæðri endann á því og stýrði því síðan inn í girðingarhólf.
Þórhallur Pálsson, 8.8.2020 kl. 11:21
Átti frænda sem nú er látinn sem náði að "skrúfa" naut niður sem reðst á hann en nautið var með hring í nefinu sem hann notaði til fella nautið. En Guddi þinn var greinilega engum líkur!
Sigurður I B Guðmundsson, 8.8.2020 kl. 11:45
Það virðist vera ríkt í Skagfirðingum að rífa af sér fötin af minnsta tilefni , samanber Gudda og Gunnar Braga.
Stefán (IP-tala skráð) 8.8.2020 kl. 12:58
Steini, ég hef meira að segja heyrt að honum sé ekki trúað í útlöndum!
Jens Guð, 8.8.2020 kl. 13:13
Þórhallur, takk fyrir frábæra sögu!
Jens Guð, 8.8.2020 kl. 13:14
Sigurður I B, hlutverk hringsins er einmitt að hægt sé að stýra nautinu. Hreyfing á hringnum veldur sársauka og nautið eltir hreyfingu hans. Migf grunar að sumum nautum flott að vera með hring. Ég ólst upp í útjaðri Hóla í Hjaltadal. Á Hólum voru naut með hring í nefi. Mér þótti sport að grípa í hringinn og láta nautið hrista hausinn.
Jens Guð, 8.8.2020 kl. 13:28
Stefán, þetta er skagfirskt blæti.
Jens Guð, 8.8.2020 kl. 13:30
Í minni sveit var þetta nú kallað miðsnesi en Jens er að sjálfsögðu með bein í nefinu og engan hring, eins og nú er í tísku.
"Miðsnesi (eða miðnesi) er brjóskveggurinn á milli nasaholanna í nefinu.
Talað er um miðsnesi bæði á mönnum og dýrum (til dæmis nautum sem oft eru með hring í miðsnesinu)."
Þorsteinn Briem, 8.8.2020 kl. 13:45
Steini (# 9), takk fyrir ábendinguna. Í Svarfaðardal eru menn nákvæmari í lýsingum en við hinumegin við fjallið.
Jens Guð, 8.8.2020 kl. 14:24
Eins og rjúpnaskyttan með 99 rjúpur sagði: Maður gerir sig nú ekki að lygara fyrir eina rjúpu!
sigurður bjarklind (IP-tala skráð) 9.8.2020 kl. 08:50
Sigurður Bjarklind, ég man eftir þeirri sögu :)
Jens Guð, 9.8.2020 kl. 10:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.