7.10.2020 | 23:05
Bíll Önnu frænku á Hesteyri
Góður frændi okkar Önnu Mörtu heitinnar á Hesteyri í Mjóafirði gaf henni bílpróf og bíl. Þetta var á níunda áratugnum og Anna á sextugsaldri. Bílprófið yrði hún að taka í Reykjavík. Á ýmsu gekk. Í sjálfu bilprófinu festist hún inni í hringtorgi. Prófdómarinn sagðist ekki geta hleypt henni út í umferð þegar tæki hana 7 hringi að komast út úr hringtorgi.
Anna var snögg að semja við hann. Á Austfjörðum sé ekkert hringtorg. Hún muni skuldbinda sig til að aka aldrei út fyrir Austfirði. Þar með verði hringtorg ekkert flækjustig. Eftir langar samningaviðræður keypti prófdómarinn rök Önnu. Hún stóð við sitt.
Er hún var komin með bílpróf hringdi hún í mömmu. Mamma hvatti hana til að heimsækja sig á Akureyri. Anna spurði: "Er hringtorg á Akureyri?" Þegar mamma játaði því upplýsti Anna um heiðursmannasamkomulagið.
Anna ók bílnum eins og dráttarvél. Hún hélt sig við fyrstu tvo gírana. Ók óvarlega yfir stokka og steina. Að því kom að bíllinn pikkfestist í á. Hún sagði mömmu tíðindin; að bíllinn væri búinn að vera. Mamma spurði hvort hann væri ekki bara fastur ofan á steini og mögulegt væri að draga hann af steininum. Anna hafnaði því. Sagðist oft hafa ekið bílnum yfir miklu stærri grjót. Þetta væri alvarlegra. Bíllinn væri dauður. "Bílar endast ekki í mörg ár," útskýrði hún skilningsrík.
Anna sagði Gauja frænda okkar frá dauða bílsins. Hún sagði: "Hann er svo fastur að ég prófaði meira að segja að setja hann í kraftgírinn. Samt haggaðist hann ekki." Gauji frændi hefur í hálfa öld unnið með vélar af öllu tagi og átt marga bíla. Hann veit ekki ennþá hvað kraftgír er. Því síður ég.
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, Spaugilegt | Breytt 11.10.2020 kl. 10:53 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 29
- Sl. sólarhring: 76
- Sl. viku: 1047
- Frá upphafi: 4111532
Annað
- Innlit í dag: 26
- Innlit sl. viku: 877
- Gestir í dag: 26
- IP-tölur í dag: 25
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Innskráning
Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.
Athugasemdir
24.7.2018:
"Í gildandi umferðarlögum eru engar reglur til um akstur í hringtorgum og einu lögin sem kveða á um hringtorg eru þess efnis að ekki megi leggja í þeim."
14.10.2019:
"Þann 25. júní 2019 samþykkti Alþingi ný umferðarlög sem taka gildi 1. janúar 2020.
Eitt nýmæli þessara laga eru hátternisreglur sem ökumönnum ber að fylgja í hringtorgum en í eldri umferðarlögum nr. 50/1987 var engum sérstökum reglum um slíkt til að dreifa."
Hvaða reglur gilda um akstur í hringtorgum?
Þorsteinn Briem, 8.10.2020 kl. 03:28
Sit hér í morgunskímunni og horfi á stikluna og brosi inn í daginn. Anna(ð) er ekki hægt.
sigurður bjarklind (IP-tala skráð) 8.10.2020 kl. 06:25
Man að það þótti mikið sport í þá gömlu góða daga að fara hring eftir hring á hringtorgum helst ekki færri en tíu!!!!
Sigurður I B Guðmundsson, 8.10.2020 kl. 10:54
Ég man þá tíð að sennilega voru bara tvö hringtorg á landinu. Miklatorg og Melatorg. Ég tók próf án þess að hafa nokkurt vit á hringtorgum. Fljótlega komst sú saga á kreik að þeir sem væru á innri akrein í hringtorgum ættu alltaf rétt á því að komast út úr þeim. Þetta þótti útlendingum skrítið og hafa margir árekstrar orðið vegna þessa. Óvilji til að nota stefnuljós kann að valda nokkru um þetta.
Sæmundur Bjarnason, 8.10.2020 kl. 11:22
Eins og sjá má af youtube stiklunni þá hefur Anna frænka þín verið miklu meira en einstök, og bíllinn dauðans drusla.
Magnús Sigurðsson, 8.10.2020 kl. 12:54
Steini, ég kann ekki umferðareglur. Þær eru stöðugt að breytast. Fyrir nokkrum árum þurfti ég að taka bílpróf upp á nýtt. Þá heyrði ég svo margt nýtt að ég er ennþá ringlaður.
Jens Guð, 8.10.2020 kl. 18:01
Sigurður Bjarklind, Anna frænka var gleðigjafi. Mikill gleðigjafi.
Jens Guð, 8.10.2020 kl. 18:01
Sigurður I B, þetta hef ég aldrei heyrt. Enda engin hringtorg í Skagafirði, æskuslóðum mínum.
Jens Guð, 8.10.2020 kl. 18:03
Sæmundur, Íslendingar eru allra þjóða latastir við að gefa stefnuljós. Sumir segja að þeim finnist öðrum ekki koma við hvert þeir eru að fara.
Jens Guð, 8.10.2020 kl. 18:06
Magnús, hún var meira en einstök. Hún var gullmoli.
Jens Guð, 8.10.2020 kl. 18:07
Mamma bakkaði á staur þegar hún tók prófið. Prófdómarinn lét hana lofa því að gera þetta aldrei aftur. Hún stóð við það og var ágætur bílstjóri upp frá því.
Þorsteinn Siglaugsson, 8.10.2020 kl. 23:33
Þorsteinn Siglaugsson, þetta hefur verið svona einskonar "fall er fararheill". Móðurbróðir minn, Jón Kr. Ísfeld, náði að velta bílnum ofaní skurð þegar hann reyndi við bílpróf í tíunda sinn. Hann reyndi ekki að kjafta sig út úr því.
Jens Guð, 9.10.2020 kl. 04:12
það að íslendingar eru áberandi kærulausir með stefnuljósanotkun sem veldur mörgum og dýrum árekstrum, er dæmi um það agaleysi sem oft einkennir þjóðina. Sjáum bara kæruleysi okkar varðandi corona veiruna, þar sem meira að segja einstaka kærulausir þingmenn vilja ekki taka hart á vandanum og bjarga mannslífum. Þvílíkt virðingarleysi.
Stefán (IP-tala skráð) 9.10.2020 kl. 09:28
Stefán, ég tek undir þín orð.
Jens Guð, 9.10.2020 kl. 11:38
Gvöðminngóður, ég hélt fyrst að ég ætti að fara að lesa um bílinn hennar Önnu Frank...
FORNLEIFUR, 9.10.2020 kl. 14:02
Fornleifur, ég á áreiðanlega eftir að skrifa um bílinn hennar einn góðan veðurdag.
Jens Guð, 9.10.2020 kl. 17:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.