11.11.2021 | 03:14
Hljómplötuumsögn
- Titill: Prine
- Flytjendur: Grasasnar
- Einkunn: ****
Prine er önnur plata borgfirsku hljómsveitarinnar Grasasna. Sú fyrri heitir Til í tuskið. Nýja platan heiðrar minningu bandaríska söngvarans og söngvaskáldsins John Prine (1946 - 2020). Hann var og er virtur, vinsæll og margverðlaunaður.
Öll lögin eru eftir Prine. 9 af 11 textum yrkir Steinar Berg á íslensku. Hann er söngvari og kassagítarleikari hljómsveitarinnar. Bjartmar Hannesson á einn texta (þekktastur fyrir 17. júní lagið með Upplyftingu). Einn texti eftir Prine heldur sér á ensku. Hann er Let´s talk dirty in Hawaian. Þetta er lokalag plötunnar. Það virkar dálítið eins og bónuslag. Bæði vegna enska textans og líka vegna þess að flutningurinn er frábrugðinn öðrum lögum. Hljómar í humátt eins og að vera hljóðritaður í partýi; sem skilur eftir sig gott eftirbragð þegar hlið B lýkur. Reyndar er partý-gleði í fleiri lögum - þó að þetta sé aðal partý-lagið.
Lög Prines eru einföld, auðlærð, fjölbreytt og grípandi. Mjög grípandi. Við fyrstu hlustun þarf aðeins að heyra upphafstóna til að geta trallað með öllu laginu.
Tónlistin er kántrý, kántrý-rokk og kántrýskotnir vísnasöngvar. Útsetningum Prines er ekki fylgt af nákvæmni. Stemmningin fær að halda sér. Að öðru leyti afgreiða Grasasnar útfærsluna með sínu nefi. Fyrir bragðið skilar sér einlægni í flutningi og innlifun.
Hljómsveitin er vel spilandi. Auk Steinars Bergs eru í Grasösnum Sigurþór Kristjánsson (trommur, slagverk, bakraddir), Sigurður Bachmann (gítarar) og Halldór Hólm Kristjánsson (bassi, bakraddir). Að auki skerpa gestaleikarar á litbrigðum með fiðlu, munnhörpu, píanói, harmonikku og fleiru. Allt í smekklegu og snotru hófi.
Söngur Steinars Bergs er með ágætum; röddin sterk og einkennandi fyrir hljóðheim Grasasna.
Textarnir gefa tónlistinni heilmikla vigt. Í þeim eru sagðar sögur. Sumar af búsi og grasi. Margar blúsaðar í bland við gleði af ýmsu tagi. Í dýpri textum er fjallað um siðblind illmenni og lífeyrissjóði. Í Fiskum og flautum segir:
Alla æfi lífeyri lagði ég í sjóð
og lét mig hlakka til að eiga elliárin góð.
Nú étur kerfið sparnaðinn upp af miklum móð.
Þeir kalla þetta krónu á móti krónu.
Textarnir eru í frjálsu formi en með endarími. Umslagið - hannað af Steinari Berg - er harla gott, mikið um sig (tvöfalt) og veglegt með prentuðum textum og skemmtilegum ljósmyndum. Þær keyra upp stemmninguna á Land Rover.
Prine er hlý og notaleg plata. Hún hljómar vel við fyrstu hlustun. Líka eftir að hafa verið margspiluð.
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Ljóð, Menning og listir, Útvarp | Breytt s.d. kl. 08:23 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
Nýjustu athugasemdir
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Þetta minnir mig á....Nú eru jólin búin og jólasveinarnir farni... sigurdurig 8.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Var hann greindur með þunglyndi???????? johanneliasson 8.1.2025
- Furðulegur hundur: Sigurður I B (#7), ég hlakka til. jensgud 7.1.2025
- Furðulegur hundur: Meira á morgun!!!!! sigurdurig 7.1.2025
- Furðulegur hundur: Sigurður I B, þessi er lúmskur! jensgud 7.1.2025
- Furðulegur hundur: Þetta minnir mig á..geggjaða búfræðinginn sem varð að hætta því... sigurdurig 7.1.2025
- Furðulegur hundur: Stefán, takk fyrir þessa fréttaskýringu. jensgud 7.1.2025
- Furðulegur hundur: Jóhann, svo sannarlega! jensgud 7.1.2025
- Furðulegur hundur: Lesandi um dansandi hund dettur mér í hug Bjarni nokkur og Katr... Stefán 7.1.2025
- Furðulegur hundur: Það má ekki rétta "sumum" litlafingur, þá taka þeir ALLA höndin... johanneliasson 7.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 289
- Sl. sólarhring: 338
- Sl. viku: 1083
- Frá upphafi: 4118492
Annað
- Innlit í dag: 229
- Innlit sl. viku: 843
- Gestir í dag: 207
- IP-tölur í dag: 199
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Einkennilegur íslenskur húmor að skíra hljómsveitir fáranlegum nöfnum saman ber: Ljótu hálfvitarnir og þessi grasasnar.
Sigurður I B Guðmundsson, 11.11.2021 kl. 14:46
Það er ágætt að hafa húmor fyrir sjálfum sér og gott mótvægi við þá sem láta hrokann stjórna sér og titla sig mikilmenni eða gefa sínum hljómsveitum hin stóru nöfn. Gott að hafa þetta í bland að minnsta kosti. Erfitt að standa undir stórum nöfnum sem lofa miklu. Þeim sem tekst það er það velkomið.
Ingólfur Sigurðsson, 11.11.2021 kl. 16:33
Sigurður I B, nafnið ku vera sótt í eldra lag með hljómsveitinni þar sem sungið er um grasasna. Mér þykir nafnið kallast á við músíkstílinn blágresi (bluegras). Í og með af því að hann stendur nálægt kántrýi Grasasna. Hitt er svo annað mál að hljómsveitanöfn sem standa út úr eru eftirminnalegri og forvitnilegri en "venjulegu" nöfnin.
Jens Guð, 11.11.2021 kl. 16:50
Ingólfur, vel mælt!
Jens Guð, 11.11.2021 kl. 16:50
Á meðan ég skrifa þetta er ég að hlusta á þessa ágætu plötu í heild sinni á Spotify ( English Version ) og geng út frá því að ég sé að hlusta á upprunalega texta John Prine. Ég tek undir það með þér Jens að hljómsveitin Grasasnar er virkilega vel spilandi. Rafmagnsgítarleikarinn hefði t.d. sómt sér vel í southern rock hljómsveitum eins og Marshall Tucker Band og Outlaws. Sé á netinu að bræðurnir sem spila á bassa og trommur eru báðir hljóðfærakennarar við Tónlistarskóla Borgarfjarðar og óska ég nemendum skólans til hamingju með það. Þeir bræður voru einnig í hljómsveitinni Festival með Sigurgeir Sigmunds. Þarna eru sem sé fagmenn á ferð að flytja tónsmíðar eftir merkilegan tónlistarmann og gera það svo vel að unun er að. Steinar Berg syngur einnig bráðvel og fer vel með enska framburðinn að mínu mati. Maður gæti haldið að hann búi í Nashville en ekki í Borgarfirði. Svona vel gæti hljómsveitin Brimkló hafa hljómað ef Hannes Jón Hsnnesson hefði alveg séð um lagaval og útsetningar þar á bæ.
Stefán (IP-tala skráð) 11.11.2021 kl. 19:49
Stefán, ég tek undir allflest sem þú nefnir.
Jens Guð, 12.11.2021 kl. 05:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.