Hljómplötuumsögn

 - Titill:  Prine

 - Flytjendur:  Grasasnar

 - Einkunn: ****

  Prine er önnur plata borgfirsku hljómsveitarinnar Grasasna.  Sú fyrri heitir Til í tuskiđ.  Nýja platan heiđrar minningu bandaríska söngvarans og söngvaskáldsins John Prine (1946 - 2020).  Hann var og er virtur, vinsćll og margverđlaunađur.

  Öll lögin eru eftir Prine.  9 af 11 textum yrkir Steinar Berg á íslensku.  Hann er söngvari og kassagítarleikari hljómsveitarinnar.  Bjartmar Hannesson á einn texta (ţekktastur fyrir 17. júní lagiđ međ Upplyftingu).  Einn texti eftir Prine heldur sér á ensku.  Hann er Let´s talk dirty in Hawaian.  Ţetta er lokalag plötunnar.  Ţađ virkar dálítiđ eins og bónuslag.  Bćđi vegna enska textans og líka vegna ţess ađ flutningurinn er frábrugđinn öđrum lögum.  Hljómar í humátt eins og ađ vera hljóđritađur í partýi;  sem skilur eftir sig gott eftirbragđ ţegar hliđ B lýkur.  Reyndar er partý-gleđi í fleiri lögum - ţó ađ ţetta sé ađal partý-lagiđ.    

  Lög Prines eru einföld,  auđlćrđ,  fjölbreytt og grípandi.  Mjög grípandi.  Viđ fyrstu hlustun ţarf ađeins ađ heyra upphafstóna til ađ geta trallađ međ öllu laginu. 

  Tónlistin er kántrý,  kántrý-rokk og kántrýskotnir vísnasöngvar.  Útsetningum Prines er ekki fylgt af nákvćmni.  Stemmningin fćr ađ halda sér.  Ađ öđru leyti afgreiđa Grasasnar útfćrsluna međ sínu nefi.  Fyrir bragđiđ skilar sér einlćgni í flutningi og innlifun.

  Hljómsveitin er vel spilandi.  Auk Steinars Bergs eru í Grasösnum Sigurţór Kristjánsson (trommur, slagverk, bakraddir),  Sigurđur Bachmann (gítarar) og Halldór Hólm Kristjánsson (bassi, bakraddir). Ađ auki skerpa gestaleikarar á litbrigđum međ fiđlu, munnhörpu, píanói,  harmonikku og fleiru.  Allt í smekklegu og snotru hófi.  

  Söngur Steinars Bergs er međ ágćtum; röddin sterk og einkennandi fyrir hljóđheim Grasasna.   

  Textarnir gefa tónlistinni heilmikla vigt.  Í ţeim eru sagđar sögur.  Sumar af búsi og grasi.  Margar blúsađar í bland viđ gleđi af ýmsu tagi.  Í dýpri textum er fjallađ um siđblind illmenni og lífeyrissjóđi.  Í Fiskum og flautum segir:

  Alla ćfi lífeyri lagđi ég í sjóđ

og lét mig hlakka til ađ eiga elliárin góđ.

  Nú étur kerfiđ sparnađinn upp af miklum móđ.

  Ţeir kalla ţetta krónu á móti krónu. 

  Textarnir eru í frjálsu formi en međ endarími.  Umslagiđ - hannađ af Steinari Berg - er harla gott,  mikiđ um sig (tvöfalt) og veglegt međ prentuđum textum og skemmtilegum ljósmyndum.  Ţćr keyra upp stemmninguna á Land Rover. 

  Prine er hlý og notaleg plata.  Hún hljómar vel viđ fyrstu hlustun.  Líka eftir ađ hafa veriđ margspiluđ. 

Grasasnar

 

           


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurđur I B Guđmundsson

Einkennilegur íslenskur húmor ađ skíra hljómsveitir fáranlegum nöfnum saman ber: Ljótu hálfvitarnir og ţessi grasasnar. 

Sigurđur I B Guđmundsson, 11.11.2021 kl. 14:46

2 Smámynd: Ingólfur Sigurđsson

Ţađ er ágćtt ađ hafa húmor fyrir sjálfum sér og gott mótvćgi viđ ţá sem láta hrokann stjórna sér og titla sig mikilmenni eđa gefa sínum hljómsveitum hin stóru nöfn. Gott ađ hafa ţetta í bland ađ minnsta kosti. Erfitt ađ standa undir stórum nöfnum sem lofa miklu. Ţeim sem tekst ţađ er ţađ velkomiđ.

Ingólfur Sigurđsson, 11.11.2021 kl. 16:33

3 Smámynd: Jens Guđ

Sigurđur I B,  nafniđ ku vera sótt í eldra lag međ hljómsveitinni ţar sem sungiđ er um grasasna.  Mér ţykir nafniđ kallast á viđ músíkstílinn blágresi (bluegras).  Í og međ af ţví ađ hann stendur nálćgt kántrýi Grasasna.  Hitt er svo annađ mál ađ hljómsveitanöfn sem standa út úr eru eftirminnalegri og forvitnilegri en "venjulegu" nöfnin. 

Jens Guđ, 11.11.2021 kl. 16:50

4 Smámynd: Jens Guđ

Ingólfur,  vel mćlt!

Jens Guđ, 11.11.2021 kl. 16:50

5 identicon

Á međan ég skrifa ţetta er ég ađ hlusta á ţessa ágćtu plötu í heild sinni á Spotify ( English Version ) og geng út frá ţví ađ ég sé ađ hlusta á upprunalega texta John Prine. Ég tek undir ţađ međ ţér Jens ađ hljómsveitin Grasasnar er virkilega vel spilandi. Rafmagnsgítarleikarinn hefđi t.d. sómt sér vel í southern rock hljómsveitum eins og Marshall Tucker Band og Outlaws. Sé á netinu ađ brćđurnir sem spila á bassa og trommur eru báđir hljóđfćrakennarar viđ Tónlistarskóla Borgarfjarđar og óska ég nemendum skólans til hamingju međ ţađ. Ţeir brćđur voru einnig í hljómsveitinni Festival međ Sigurgeir Sigmunds. Ţarna eru sem sé fagmenn á ferđ ađ flytja tónsmíđar eftir merkilegan tónlistarmann og gera ţađ svo vel ađ unun er ađ. Steinar Berg syngur einnig bráđvel og fer vel međ enska framburđinn ađ mínu mati. Mađur gćti haldiđ ađ hann búi í Nashville en ekki í Borgarfirđi. Svona vel gćti hljómsveitin Brimkló hafa hljómađ ef Hannes Jón Hsnnesson hefđi alveg séđ um lagaval og útsetningar ţar á bć. 

Stefán (IP-tala skráđ) 11.11.2021 kl. 19:49

6 Smámynd: Jens Guđ

Stefán,  ég tek undir allflest sem ţú nefnir.  

Jens Guđ, 12.11.2021 kl. 05:02

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband