Logið um dýr

  Mannskepnan er eina lífveran í heiminum sem lýgur.  Lýgur og lýgur.  Lýgur upp á aðrar manneskjur.  Lýgur um aðrar manneskjur.  Lýgur öllu steini léttara.  Þar á meðal um dýr.  Sumar lygar eru svo útbreiddar og rótgrónar að í huga margra eru þær sannleikur.  Dæmi:

 - Gullfiskar eru sagðir vera nánast minnislausir.  Þeir muni aðeins í 3 sek.  Þeir syndi fram og aftur um fiskabúr og telji sig alltaf sjá nýtt og framandi umhverfi.  Hið rétta er að minni gullfiska spannar margar vikur.

 - Hákarlar eru sagðir sökkva til botns ef þeir eru ekki á stöðugri hreyfingu.  Þetta á við um fæsta hákarla.  Örfáar tegundir þurfa hreyfingu til að ná súrefni. 

 - Kvikmyndir hafa sýnt hákarla sem banvæna mönnum.  Allt að því árlega berast fréttir af hákarli sem hefur bitið manneskju.  Þetta ratar í8 fréttir vegna þess hvað það er fátítt.  Af 350 tegundum hákarla eru 75% ófærir um að drepa manneskju.  Þeir eru það smáir.  Ennfremur komast fæstir hákarlar í kynni við fólk.  Hákarlar hafa ekki lyst á mannakjöti.  Í þau skipti sem þeir bíta í manneskju er það vegna þess að þeir halda að um sel sé að ræða.  Selir eru þeirra uppáhaldsfæða.  Líkur á að vera lostinn af eldingu er miklu meiri en að verða fyrir árás hákarls. 

 - Mörgum er illa við að hrísgrjónum sé hent yfir nýbökuð brúðhjón.  Þau eru sögð vera étin af fuglum sem drepast í kjölfarið.  Þetta er lygi.  Hrísgrjón eru fuglunum hættulaus.  

 - Rakt hundstrýni á að votta heilbrigði en þurrt boða óheilbrigði.  Rakt eða þurrt trýni hefur ekkert með heilbrigði að gera.  Ef hinsvegar rennur úr því er næsta víst að eitthvað er að. 

 - Í nautaati ögrar nautabaninn dýrinu með rauðri dulu.  Nautið bregst við.  En það hefur ekkert með lit að gera.  Naut bregst á sama hátt við dulu í hvaða lit sem er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ólíkt gullfiskum er Sjálfstæðisflokkurinn bæði lyginn og minnislaus. cool

Í kosningastefnu Sjálfstæðisflokksins fyrir alþingiskosningarnar vorið 2013 stendur:

"Þjóðin tekur ákvörðun um aðildarviðræður við Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu." cool

Í viðtali við Fréttablaðið 24. apríl 2013 sagði Bjarni Benediktsson formaður flokksins:

"Við höfum haft það sem hluta af okkar stefnu að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá þetta mál og við munum standa við það." cool

Og daginn eftir á Stöð 2:

"Við viljum opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu og ég tel rétt að stefna að henni á fyrri hluta kjörtímabilsins." cool

9.3.2022:

Um helmingur Íslendinga hlynntur aðild að Evrópusambandinu og einungis þriðjungur mótfallinn cool

Þorsteinn Briem, 25.3.2022 kl. 07:53

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nef hunda voru nú kölluð trýni í minni sveit. cool

Af hverju eru trýni á hundum alltaf blaut? - Vísindavefurinn

Þorsteinn Briem, 25.3.2022 kl. 08:02

3 Smámynd: Jens Guð

Þorsteinn,  takk fyrir fróðleikinn.

Jens Guð, 25.3.2022 kl. 08:11

4 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

 Nei, nú lýgur þú!!

Sigurður I B Guðmundsson, 25.3.2022 kl. 10:53

5 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  ég sver!

Jens Guð, 25.3.2022 kl. 10:55

6 Smámynd: Jens Guð

Þorsteinn /# 2),  takk fyrir ábendinguna.  Ég laga þetta í hvelli.

Jens Guð, 25.3.2022 kl. 10:56

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Verður maður þá að hætta að tala um "GULLFISKAMINNI" kjósenda???????? wink

Jóhann Elíasson, 25.3.2022 kl. 11:10

8 Smámynd: Jens Guð

Jóhann,  góð ábending!

Jens Guð, 25.3.2022 kl. 11:27

9 Smámynd: Theódór Norðkvist

Góður eins og venjulega, Jens. Eftirfarandi myndskeið er vísbending um að hákarlar ættu að vera hræddari við menn, en menn við hákarla.

Jaws vs Jaws

Theódór Norðkvist, 25.3.2022 kl. 14:57

10 Smámynd: Jens Guð

Theódór,  langflestir hákarlar forðast fólk.

Jens Guð, 25.3.2022 kl. 15:51

11 identicon

VG trýni er blautara en hundstrýni og það rennur stöðugt úr því sveitt lygi. VG trýni er snúnara en kleina, sem er afleiðing af  margflæktum hugsunum sem enginn skilur. VG trýni má oft sjá brosa fölskum brosum (tönnum) meðal helstu andstæðinga sinna og snúast þar eins og skopparkringla. VG beytir blekkingum og ögrar með rauðri dulu sem í raun er helblá.  

Stefán (IP-tala skráð) 25.3.2022 kl. 18:48

12 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Jafnvel fólk sem aldrei lýgur, lýgur mest að sjálfu sér.

Ferlega snúið. Ekki einu sinni hann ég skil þetta.

Og það er satt.

Guðjón E. Hreinberg, 25.3.2022 kl. 19:02

13 identicon

Sjálfsagt rétt hjá þér að langflestar hákarlategundir forðist fólk og séu fólki hættulausir.

Það sama má segja um kattardýr, Brandur og Snotra eru ekki að fara að rífa þig á hol en það er ekki þar með sagt að gáfulegt sé að klóra ljóni eða tígrisdýr undir hökunni.

Bjarni (IP-tala skráð) 25.3.2022 kl. 19:38

14 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  þú kannt að orða hlutina!

Jens Guð, 26.3.2022 kl. 08:15

15 Smámynd: Jens Guð

Guðjón,   snilldar kenning hjá þér"

Jens Guð, 26.3.2022 kl. 08:16

16 Smámynd: Jens Guð

Bjarni,  takk fyrir innleggið.

Jens Guð, 26.3.2022 kl. 08:17

17 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Kristján Hreinsson hefur gert stöku um sannleik og lygi, sem er þannig gerð, að ég ætlaði að læra hana þegar ét heyrði hana fyrst. 

Nú eru liðin nokkur ár síðan þetta gerðist, og nú er ég ekki alveg viss, hvernig hún er frá hendi Skerjafjarðrskáldsins. Ég man þó seinnihlutann glöggt. 

Hér birti ég hana í því formi sem svikult minni geymir hana, og ef einhver hefur réttari útgáfu við hendina, væri gaman að sjá hana. 

Lygin hampar sjálfri sér

á sínu efsta stigi, 

því sannleikurinn sjálfur er

sennilega lygi. 

Ómar Ragnarsson, 26.3.2022 kl. 20:02

18 Smámynd: Jens Guð

Ómar,  takk fyrir að rifja upp snjalla og skemmtilega vísu.

Jens Guð, 27.3.2022 kl. 07:17

19 identicon

Gamall valdamaður og klappstýra útásarvíkinga rís upp á afturfæturna og gelltir út í loftið með klónuðum hundi - Boring. Veruleikafirrtar Önnur og Línur hringja inn á frjálsa útvarpsstöð og lofa fjöldamorðingja ,, You are never alone with a Schizoprenic ,,.  Nei, les frekar ljóð og smásögur eftir Kristínu Ómarsdóttir sem fetar í bundnu máli kúbisma Picasso og súrrealisma Salvador Dali - Fimm stjörnur. 

Stefán (IP-tala skráð) 27.3.2022 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.