Mögnuð saga á bakvið smellinn

  Paul Simon er í hópi bestu söngvaskálda tónlistarsögunnar.  Mörg laga hans hafa trónað á toppi vinsældalista út um allan heim.  Bæði í flutningi hans sjálfs sem sólólistamanns, sem og annars helmings dúettsins Simon & Garfunkel;  og ennfremur í flutningi annarra. 

  Frægasta lag hans er "Bridge over troubled water".  Fast á hæla þess kemur "The sound of silence".  Forsaga þess lags er eftirfarandi:

  Gyðingurinn Art Garfunkel fór í Columbia-háskólann í Bandaríkjunum.  Herbergisfélagi hans á heimavistinni var Sandy Greenberg. Fljótlega uppgötvaðist að hann var með skæðan augnsjúkdóm sem leiddi til blindu.  Hann féll í þunglyndi.  Gafst upp á lífinu og einangraði sig með sjálfsvíg að markmiði.  Hélt heim í föðurhús fullur samviskubits yfir að verða baggi á fjölskyldunni.  Hann svaraði hvorki bréfum né símtölum.

  Art sætti sig ekki við þetta.  Hann keypti sér flugmiða á heimaslóðir Sandys.  Bankaði upp og sór þess eið að koma honum í gegnum háskólanámið.  Verða hans augu og námsfélagi.  Ekkert væl um blindu. 

  Til að Sandy upplifði sig ekki sem einstæðing uppnefndi Art sig "Darkness" (Myrkur).  Með dyggri hjálp Arts menntaðist Sandy, kom sér vel fyrir á vinnumarkaði og tók saman við menntó-kærustuna.

  Einn daginn fékk Sandy símtal frá Art.  Erindið var hvort hann gæti lánað sér 400 dollara (60 þúsund kall).  Hann væri að hljóðrita plötu með vini sínum,  Paul Simon,  en vantaði aur til að græja dæmið.  Svo vildi til að Sandy átti 404 dollara.  Honum var ljúft að lána Art þá.  Platan kom út en seldist slælega.  Ári síðar fór lagið "Sound of silence" óvænt á flug á vinsældalistum.  Texti Pauls Simons byggir á sambandi Arts og Sandys.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þessi saga er alveg meiriháttar.  Nýlega las ég viðtal við Paul Simon, þar sem hann sagðist ekki sjá eins mikið eftir neinu eins og að láta Art Garfunkel syngja lagið "Bridge Over Troubled Water".  Mér skilst að það hafi víst andað ansi köldu á milli þeirra tveggja síðustu áratugina...............

Jóhann Elíasson, 29.5.2022 kl. 10:07

2 Smámynd: Jens Guð

Jóhann,  eins og svo oft þá komu peningar upp á milli þeirra.  Sem höfundur laga og texta fékk Paul öll höfundarlaunin.  Art fékk ekkert nema brot af innkomu vegna hljómleika.  Þeir voru bara ekkert að spila mikið á hljómleikum.  Vegna allra vinsælu laganna og platna var Paul auðmaður en Art frekar blankur.  Þó að peningadæmið hafi skipt mestu máli þá var einnig togstreita vegna skoðana.  Art var repúblikani (sem á þeim tíma var óalgengt meðal gyðinga í USA).  Paul var demókrati og baráttumaður gegn aðskilnaðarstefnunni í S-Afríku.  Art studdi Nixon en Paul var andvígur drápum hans á Víetnömun.  

Jens Guð, 29.5.2022 kl. 11:45

3 Smámynd: Jens Guð

Til gamans er hér gö0mul bloggfærsla um Paul Simon: 

https://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/2269189/#comments

Jens Guð, 29.5.2022 kl. 11:54

4 identicon

Í upphafi kölluðu þeir félagar Paul og Art söngdúett sinn Tom and Jerry, en þegar fyrsta LP plata þeirra Wednesday Morning, 3 A.M. kom út árið 1964, þá höfðu þeir sem betur fer horfðið frá því og dúettinn hét upp frá því Simon & Garfunkel. Platan seldist lítið og Paul Simon hélt til Englands og tók þar upp sólóplötu The Paul Simon Songbook. Platan Wednesday Morning, 3 A.M. var endurútgefin í ársbyrjun 1966 og þá var búið að overdubba lagið Sounds Of Silance með rafmagnsgítar, rafbassa og trommum. Í þeirri útgáfu klifraði lagið í 30 sæti á Billboard 200. Við þau tíðindi hélt Paul Simon heim frá Englandi og Art Garfunkel hætti í skóla. Gífurlega farsælan feril þeirra sem dúett þekkja svo flestir. Sólóferill Paul Simon var ekki síður farsæll en ferill þeirra félaga saman og Art Garfunkel hefur sungið inn á einar tíu sólóplötur sem seldust margar vel. 

Stefán (IP-tala skráð) 29.5.2022 kl. 12:13

5 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  takk fyrir fróðleikinn.  Þó að plötur Arts hafi selst þokkalega þá held ég - að óathuguðu máli - að þær hafi ekki verið höfundarverk hans.  Hann hafi því verið jafn blankur og á meðan hann söng með Pasul.

Jens Guð, 29.5.2022 kl. 14:32

6 identicon

Art Garfunkel er sagður eiga 95 milljón dollara, en satt er það að plötur hans eru eingöngu með tökulögum. Hann hefur líka verið vinsæll á hljómleikum, enda frábær söngvari.

Stefán (IP-tala skráð) 29.5.2022 kl. 16:28

7 Smámynd: Jens Guð

Stefán (# 6),  einnig hefur hann eitthvað verið að viðra sig í kvikmyndum.  En Paul á miklu mneiri pening.

Jens Guð, 29.5.2022 kl. 18:19

8 identicon

Hinn 80 ára Paul Simon er sagður eiga 200 milljónir dollara og hann hefur unnið heiðarlega fyrir því fé. 

Stefán (IP-tala skráð) 29.5.2022 kl. 20:30

9 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Þeir eru margir smellirnir sem eiga sögur á bak við sig. Þannig urðu t.d. mörg Bílalög til. (eins og þú veist manna best.)

Sigurður I B Guðmundsson, 30.5.2022 kl. 18:29

10 Smámynd: Jens Guð

Stefán (# 8),  hann er sterkefnaður auðmaður.  Þessi upphæð bendir til þess að hann sé ekki að bruðla í óþarfa.

Jens Guð, 30.5.2022 kl. 18:45

11 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B (# 9),  já,  maður kannast við það.  Sérstaklega er leið á ferilinnÞetta kemur fram í tilum eins og Strawberry Fields og Penny Lane,  svo og Let it be.  Þar segir Paul frá því að María móðir hans birtist honum í draumi.  Hey Jude er ávarp til Julians þegar John skildi við mömmu hans.  Ég ætti kannski einhvertíma að taka saman bloggfærslu um þetta.

Jens Guð, 30.5.2022 kl. 18:56

12 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Því ekki??

Sigurður I B Guðmundsson, 30.5.2022 kl. 19:43

13 Smámynd: Theódór Norðkvist

Er nokkuð seinn í partíið, vildi bara vekja athygli á þessari stórgóðu kráku á Slip Slidin' Away.

Slip Sliding Away - Paul Simon cover

Theódór Norðkvist, 31.5.2022 kl. 23:38

14 Smámynd: Jens Guð

Theódór,  takk fyrir ábendinguna.  Þetta er ljúft lag í ljúfum flutningi.

Jens Guð, 1.6.2022 kl. 06:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband