Óvinafagnaður

  Ég var gestkomandi úti í bæ.  Þar hittust einnig tvær háaldraðar systur.  Þær höfðu ekki hist í langan tíma.  Það urðu því fagnaðarfundir.  Þær höfðu frá mörgu að segja. Þar á meðal barst tal að frænku þeirra á svipuðum aldri.  Þær báru henni illa söguna.  Fundu henni allt til foráttu.  Sögðu hana vera mestu frekju í heimi,  samansaumaðan nirfil,  lúmska,  snobbaða,  sjálfselska,  ósmekklega,  ófríða,  vinalausa,  drepleiðinlega kjaftatík...

  Systurnar fóru nánast í keppni um að rifja upp og segja af henni krassandi sögur.  Í æðibunuganginum hrökk upp úr annarri:  "Það er nokkuð langt síðan ég hef heyrt frá henni."

  Hin tók undir það og bætti við:  "Eigum við ekki að kíkja snöggvast til hennar?"

  Það gerðu þær.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Ha ha ha., kannast við svona frænkur..coolcoollaughing

Sigurður Kristján Hjaltested, 18.12.2022 kl. 08:11

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þær eru alveg óviðjafnanlegar "gamansögurnar" þínar.  Er ekki kominn tími til að þú rifjir upp sögurnar þínar af frænku þinni henni Önnu á Hesteyri, mér fannst þær ótrúlega góðar og alveg örugglega einhverjir í þeim hópi með mér.... laughing

Jóhann Elíasson, 18.12.2022 kl. 09:48

3 identicon

Á landsfundi sétrúarsafnaðarins VG árið 2017 sagði Kata Jak eitthvað á þessa leið í gagnrýni sinni á Sjálfstæðisflokkinn ,, Lítið gagn er í stöðugleika þegar innviðir eru sveltir, heilbrigðismál, menntamál, vegakerfi, velferðarkerfi og kjörum aldraðraö, öryrkja og lágleunafólks er haldið niðri, hvaða gagn er þá í stöðugleika ,, ? Stórt var spurt, en svo snerist Kata Jak í heilan hring og er nú í forsvari fyrir það svelti sem hún gagnrýndi þarna árið 2017. Sérstaklega virðist sértrúarsöfnuðinum VG vera í nöp við aldraða og styður eindregið þær skerðingar sem þeir þurfa að hýrast við. Miðað við ofantalda gagnrýni Kötu Jak á Sjálfstæðisflokkinn má því segja að náið samstarf hennar og vináttan við Bjarna sé ,, Óvinafagnaður ,,.   

Stefán (IP-tala skráð) 18.12.2022 kl. 10:26

4 Smámynd: Jens Guð

Sigurður,  það eru nokkrar svona í hverri ætt,

Jens Guð, 18.12.2022 kl. 10:53

5 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Sammála Jóhanni og svo væri gaman að fá fréttir að "kallinum sem reddar öllu"!

Sigurður I B Guðmundsson, 18.12.2022 kl. 10:56

6 Smámynd: Jens Guð

Jóhann,  sögur mínar af Önnu frænku á Hesteyri komu út í bók, að mig minnir.  Hún seldist í 6000 eintökum.  Síðan hef ég oft verið hvattur til að taka saman fleiri sögur af Önnu.  Ég er að vinna í því. 

Jens Guð, 18.12.2022 kl. 11:00

7 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  vel mælt hjá Kötu,  að venju.  En illa efnt,  að venju. 

Jens Guð, 18.12.2022 kl. 11:11

8 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  ég er að vinna í nokkrum bókum.  Ég verð lögformlegt gamalmenni í vor.  Ég hef fengið boð um að taka saman bók um Önnu frænku á Hesteyri.  Ég ætla samt fyrwet mað taka saman sögur af afa mínum.  Eða smala saman mínum eigin bullsögum.  Ég hef nægan tíma.  Kannski væri líka gaman að smala saman sögum af blogginu.  

Jens Guð, 18.12.2022 kl. 11:18

9 Smámynd: Jens Guð

2007 bað bókaforlag mig um að skrifa sögu bloggsins.  Mér þótti það ekki áhugavert.  Í dag er ég feginn að hafa hafnað verkefninu. 

Jens Guð, 18.12.2022 kl. 11:25

10 Smámynd: Jóhann Elíasson

Jú Jens ég keypti þessa bók og hef oft kíkt í hana og hef alltaf gaman af og hvort minnið er orðið eitthvað "gloppótt" veit ég ekki en mér finnst ég alltaf uppgötva eitthvað nýtt......

Jóhann Elíasson, 18.12.2022 kl. 11:46

11 Smámynd: Jens Guð

Jóhann (# 10),  þú átt alltaf hjá mér eintak af bókinni sem ég skrifaði um Eivöru og Færeyjar.  Hóaðu í mig næst þegar þú átt erindi í Reykjavík.  Ég er í símaskránni (ja.is).

Jens Guð, 18.12.2022 kl. 16:53

12 Smámynd: Theódór Norðkvist

Skemmtileg saga. Annars finnst mér skrýtið að hundarnir á myndinni í YouTube-myndbandinu, séu að horfa eitthvað annað en í myndavélina. A.m.k. þessir tveir til hægri. Kannski stóð einhver við hliðina á myndatökumanneskjunni, fyrirgefðu en ég er með einhverja þráhyggju að leysa þetta dularfulla mál.cool

Theódór Norðkvist, 19.12.2022 kl. 10:16

13 Smámynd: Jens Guð

Theódór,  ég var ekki búinn að taka eftir þessu með hundana.  Áhugavert!

Jens Guð, 19.12.2022 kl. 10:35

14 identicon

Gleðilega hátíð

Þú átt margt á samviskunni, eins og að kynna fyrir mér Trúbrot á Hrafnhóli þegar við vorum ungir

https://www.youtube.com/watch?v=v99uwsOBvBU

Vetrarsólstöðukveðja

Þórður

Þórður Bogason (IP-tala skráð) 26.12.2022 kl. 10:31

15 Smámynd: Jens Guð

Þórður,  ég er þrælsekur!  Gleðilega hátíð!

Jens Guð, 26.12.2022 kl. 12:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband