Bestu vísnasöngvarnir

  Singersroom er bandarískt málgagn R&B og sálartónlistar (soul).  Þar á bæ er þó líka fjallað um aðra tónlistarstíla.  Til að mynda birtist þar á dögunum áhugaverður listi yfir bestu vísnasöngva sögunnar (folk songs).  Listinn ber þess merki að vera tekinn saman af Bandaríkjamönnum.  Þó slæðast þarna með lög með sænsk-enska Cat Stevens og enska Nick Drake. 

  Hvað svo sem segja má um listann þá eiga öll lögin heima á honum.

 

1.  This Land Is Your Land - Woody Guthrie

2.  Irene - Leadbelly (líka þekkt sem Goodnight Irene)

3.  Little Boxes - Melvina Reynolds (Þekkt hérlendis sem Litlir kasssar í flutningi Þokkabótar)

4.  If I Were A Carpinter - Tim Hardin

5.  500 Miles - Hedy West

6.  The Big Rock Candy Mountain - Harry McClintock

7.  Blues Run The Game - Jackson C, Frank

8.  Wild World - Cat Stevens

9.  If I Had A Hammer (Hammer Song) - Pete Seeger

10. Freight Train - Elizabeth Cotten

11. The Times They Are A-Changin´ - Bob Dylan

12. Blue Moon Of Kentucky - Bill Monroe

13. Candy Man - Mississippy John Hurt

14. Deep River Blues - Doc Watson

15. Pink Moon - Nick Drake


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Ætti Steindór Andersen ekki að vera á listanum??????

Sigurður I B Guðmundsson, 22.7.2023 kl. 12:03

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Ég er sáttur við þennan lista, en hvaða listi er fullkominn? Það sem er gott við þennan lista er að brautryðjendurnir eru taldir upp og ofarlega á honum, og það hvetur fólk til að kynna sér söguna. Ég er einnig sáttur við það að Woody Guthrie er númer 1 á listanum. Hann er án efa sá sem rauf hefðir með því að búa til nýja texta við þjóðlög, og opna þannig á sköpunarkraftinn í fólki. 

Það er einnig ágætt að Leadbelly er í öðru sæti. Það gleymist stundum þegar menn ræða um vísnatónlist að blúsinn hafði áhrif á hana snemma. 

Þó er það rétt sem Jens skrifar, að bandarískur er hann. Hvar er til dæmis Bellman hinn sænski á þessum lista, frá 15. öld? Hvar eru frönsku trúbadorarnir frá 12. öld? Hvar eru írsku þjóðlagasöngvararnir?

Samt eru þarna miklir kappar.

Ingólfur Sigurðsson, 22.7.2023 kl. 14:52

3 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Afsakið, Bellman var auðvitað uppi á 18. öld, frá 1740 til 1795. Vísnatónlistarmenn 15. aldar eru ekki þekktir, en það má gera ráð fyrir því að hefðin hafi ekki rofnað frá 12. öld, þegar frönsku trúbadorarnir urðu þekktir í hirðinni. Mörgu er ekki sagt frá í sögunni.

Ingólfur Sigurðsson, 22.7.2023 kl. 14:58

4 identicon

Það er reyndar til miklu betra myndband af Leadbelly að flytja "Irine"á youtube.

Þar flytur hann lagið fyrir framan örfáa áhorfendur með snjáðan gítar og í slitnum skóm.

Einn af þessum perlum sem hægt er að finna á youtube.  Kann ekki að pósta linka með tablet en þetta er auðfundið.

Bjarni (IP-tala skráð) 22.7.2023 kl. 15:13

5 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  svo saznnarlega!

Jens Guð, 22.7.2023 kl. 15:29

6 Smámynd: Jens Guð

Ingólfur,  takk fyrir þína fróðleiksmola og áhugaverðar vangaveltur.

Jens Guð, 22.7.2023 kl. 15:32

7 Smámynd: Jens Guð

Bjarni,  til að gera öllum á listanum jafnt undir höfði þá setti ég einungis inn myndbönd með hljóðrás af plötum.  Ekki neinar "live" útgáfur. 

Jens Guð, 22.7.2023 kl. 15:36

8 identicon

Ég held mikið upp á flutning Keith Richards á laginu Goodnight Irene á hinni mögnuðu plötu kappans, Crosseyed Heart. Rúnar Júlíusson sendi frá sér stórfína plötu sem heitir Síðbúin Kveðja. Þar flytur Herra Rokk níu lög eftir Tim Hardin, þ.á.m. If I Were a Carpenter. Þar er líka að finna mitt uppáhalds Tim Hardin lag, Reason to Believe. Bob Dylan lagið The Times They Are a Changin finnst flottast í flutningi The Byrds, en The Hollies fóru líka vel með það. 

Stefán (IP-tala skráð) 22.7.2023 kl. 19:48

9 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  takk fyrir fróðleikinn.  Ég vissi ekki að Keith hefði krákað Irene.  Gaman að komast að því.  Flott hjá kauða.  https://youtu.be/m71LQCqeyTo?list=RDm71LQCqeyTo

Jens Guð, 22.7.2023 kl. 19:55

10 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég er að mestu leiti sáttur við þennan lista (ég hef áður á þessu bloggi tjáð mig um lista svona almennt og stend 100% við það) en ég á mjög erfitt með að skilja hvað Cat Stevens er að gera þarna, mitt álit er það að þessi maður er einn ofmetnasti maðurinn í tónlistarheiminum......

Jóhann Elíasson, 23.7.2023 kl. 09:56

11 Smámynd: Jóhann Elíasson

Mér var fullkomlega ofboðið þegar ég tók eftir því að Cat Stevens var ofar á þessum "lista" en sjálfur Bob Dylan og að mínum dómi staðfestir þessi listi hversu "marktækir"þeir eru í rauninni.......

Jóhann Elíasson, 23.7.2023 kl. 12:47

12 Smámynd: Jens Guð

Jóhann,  ég er sammála þér með undrun yfir að Bob Dylan sé ekki ofar en Cat.  Hinsvegar er ég sáttur við að Cat sé á listanum. 

Jens Guð, 23.7.2023 kl. 16:12

13 identicon

Skil ekki af hverju Jóhanni er uppsigað við Cat á þessum lista, hann hefur látið eftir sig mörg frábær lög.  Hvort hann eigi að hafa verið fyrir ofan Dylan er smekksatriði.

Bjarni (IP-tala skráð) 23.7.2023 kl. 17:10

14 identicon

Almennt er mér hlýtt til katta, allavega heimiliskatta, en þessi köttur Stevens er ekki beint inn á mínu heimili. 

Stefán (IP-tala skráð) 23.7.2023 kl. 17:22

15 Smámynd: Jens Guð

Bjarni,  vissulega á Högni frásbæra ferilsskrá.  Ég nefni lög eins og "Morning Has Broken",  "Father and son",  "Moonshadow" og "Peace Train".  Ég þekki aftur á móti ekki tónlist hans eftir að hann varð Yusuf.  

Jens Guð, 23.7.2023 kl. 19:34

16 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  Högni Stefáns virðist ekki vera allra. 

Jens Guð, 23.7.2023 kl. 19:35

17 identicon

Talandi um Dylan þá hefði ég hugsað mér betri lög frá honum, "one more cup of cofee before I go"  "Isis", "Shelter from the storm", "Hurricaine"  Bara til að nefna fá af mörgum.

Bjarni (IP-tala skráð) 23.7.2023 kl. 20:34

18 identicon

Bjarni, það er svo sannarlega er hægt að telja upp tugi af frábærum lögum eftir meistara Bob Dylan. Bara spurning undir hvaða tónlistarstefnur þau falla. 

Stefán (IP-tala skráð) 23.7.2023 kl. 20:41

19 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Cat Stevens var mjög vinsæll á sínum tíma. Eftir langt hlé fór hann að boða trú sína. Að nota forna frægð til þess er ekki að allra skapi. Hann náði aldrei að verða slíkur meistari og Bob Dylan, og var held ég talinn poppuð og létt útgáfa af Bob Dylan, einn af þeim.

Ég er mjög efins um að Cat Stevens sé vísnasöngvari. Hann notaði gítarinn eins og aðrir og lét hann vera stundum áberandi en notaðist alltaf við hljómsveit samt, meðspilara.

Persónulegt mat virðist þarna koma fram hjá þeim sem settu saman þennan lista. Ég þekki tónlist Cat Stevens fyrir og eftir Yusuf breytinguna. Hann er aðeins daufur eftirómur af þeim kraftmikla tónlistarmanni sem hann var. Á nýju plötunum syngur hann alltaf um trúna með. 

Ingólfur Sigurðsson, 23.7.2023 kl. 20:50

20 Smámynd: Jens Guð

Bjarni (#18),  þetta er spurning um tónlistarstíl. Þetta er dæmigerðari vísnasöngur. 

Jens Guð, 24.7.2023 kl. 07:45

21 Smámynd: Jens Guð

Stefán (#18),  ég tek undir það.

Jens Guð, 24.7.2023 kl. 07:46

22 Smámynd: Jens Guð

Ingólfur,  takk fyrir gott innlegg. 

Jens Guð, 24.7.2023 kl. 07:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband