Ósvífið Nigeríusvindl

  Unga manninn,  Nígeríudrenginn,  dreymdi um að eignast tölvu.  Æðsta óskin var að eignast Apple tölvu.  Í Nígeríu er - einhverra hluta vegna - ævintýraljómi yfir Apple tölvum.  Kannski spilar inn í að plötufyrirtæki Bítlanna heitir Apple.  

  Á hverjum degi rölti drengurinn niður á sölutorg í von um að finna Apple tölvu á góðu verði.  Hann viðraði þetta við sölumann.  Sá selur síma af ýmsu tagi og fylgihluti.  Hann taldi sig geta útvegað Apple tölvu á góðu verði.  Hann bauð stráksa að koma á torgið daginn eftir.  Sem hann gerði.  Þar beið hans þessi fallega rauða tölva með upphleyptu gulu Apple merki.  Hann er að springa úr stolti yfir glæsitækinu. 

  Eina vandamálið er að tækið var dýrara en vonir stóðu til.  Hinir krakkarnir í þorpinu halda því fram að kauði sé fórnarlamb ósvífins Nígeríusvindls.  Hann veit að leiðindin stafa einungis af öfund.  Hann hlær að þeim. 

tölva 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Ha ha ha ha, góður þessi..wink

Sigurður Kristján Hjaltested, 17.9.2023 kl. 14:41

2 Smámynd: Jens Guð

Sigurður Kristján,  takk fyrir það.

Jens Guð, 17.9.2023 kl. 14:46

3 identicon

Ég get sagt þér frá öðru nígeríusvindli sem átti upptök sín á Íslandi.  Þannig var mál með vexti að ég vann hjá íslensku útgerðar- og fiskverkunarfyrirtæki fyrir u.þ.b 40 árum.  Þetta fyrirtæki stundaði m.a. skreiðarvinnslu.  Fyrir útskipun á skreiðinni vorum við strákarnir settir í það að skafa maðkana af umbúðunum og loka götunum sem rotturnr höfðu nagað á umbúðirnar. Svo var þetta selt til Nígeríu sem mannamatur. 

Auðvitað varð þetta til þess að eftirspurn eftir skreið frá Íslandi hvarf.  Allt vegna fégráðugra, samvisulausra íslenskra glæpamanna.

Þessir útgerðamenn stofnuðu síðar útgerðarfélag sem stundaði veiðar við Afríku.  Það félag var siðar selt til Samherja fyrir haug af milljörðum. Allir þekkja það sem á eftir kom.

Bjarni (IP-tala skráð) 17.9.2023 kl. 14:50

4 identicon

Samherji tapaði úrslitaleik í fótbolta í gær. Þar fyrir utan: Hvar ætli stórmál eins og Samherjamálið og Skejungsfléttan séu stödd í dómskerfinu í dag ? Mun pólitískum samherjum takast að svæfa þær rannsóknir ?

Stefán (IP-tala skráð) 17.9.2023 kl. 15:16

5 Smámynd: Jens Guð

Bjarni,  takk fyrir fróðleikinn.

Jens Guð, 17.9.2023 kl. 15:26

6 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  maður spyr sig.

Jens Guð, 17.9.2023 kl. 15:26

7 identicon

En allt er gott sem endar vel.  Útgerðarfélagið í Afríku var skráð á aflandeyju í Karabíska hafinu og því komust eigendurnir blesunuarlega hjá því að borga skatta af öllum milljörðunum sem þau högnuðust um við sölu afríska útgerðafékagsins.

Forsprakkinn hefur hinsvegar verið verulega óheppin með eignir sínar við hafnarfjarðarhöfn.  Tveir verðlausir kofar í hans eigu hafa brunnið til kaldra kola undanfarin ár.  Verðum bara að vona að blessaður kallin hafi verið með tryggingarnar í lagi.  Hugur okkar er hjá honum í London þar sem hann er nú skráður til heimilis.

Bjarni (IP-tala skráð) 17.9.2023 kl. 16:14

8 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Auðvita átti kaupandinn að sjá að þetta var falsað því eplið er grænt en ekki rautt eins og tölvan!

Sigurður I B Guðmundsson, 17.9.2023 kl. 16:41

9 Smámynd: Jens Guð

Bjarni (# 7),  hugur minn er hjá kofaeigandanum. 

Jens Guð, 17.9.2023 kl. 17:49

10 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  þegar þú nefnir það þá er þetta augljóst!

Jens Guð, 17.9.2023 kl. 17:50

11 identicon

Já Bjarni, það búa margir íslenskir flóttamenn í London. Fóru þangað með allt niður um sig og þeirra er ekki saknað.   

Stefán (IP-tala skráð) 17.9.2023 kl. 19:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband