12.1.2024 | 08:39
Áfall!
Ég verð seint sakaður um að horfa of mikið og of lengi á sjónvarp. Síst af öllu að horfa á línulaga dagskrá. Þess í stað fletti ég upp á dagskrá Rúv á heimasíðu þess og hlera hvort þar hafi verið sýnt eitthvað áhugavert. Ég er ekki með neina keypta áskrift.
Í gær fletti ég upp á endursýndri spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur. Það er fróðlegt og skemmtilegt sjónvarp. Í kjölfarið birtist óvænt Hemmi Gunn á skjánum. Mér var illa brugðið. Gleðipinninn féll frá fyrir 11 árum. Þetta var áfall. Mér skilst að Sjónvarpið hafi hvorki varað ættingja hans né vini við. Þetta var svakalegt.
Við nánari könnun kom í ljós að um var að ræða endursýningu á gömlum skemmtiþætti, Á tali hjá Hemma Gunn. Sem betur fer var tali sjónvarpsstjörnunnar ekki breytt með gervigreind. Það var lán í óláni.
Ég vara viðkvæma við að "skrolla" lengra niður þessa bloggsíðu. Fyrir neðan eru nefnilega myndir af Hemma.
Meginflokkur: Sjónvarp | Aukaflokkar: Menning og listir, Spil og leikir, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 08:50 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit heims
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
Nýjustu athugasemdir
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Brjánn, takk fyrir þetta. jensgud 19.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: áhugaverður samanburður. https://www.youtube.com/watch?v=1651r_... Brjánn Guðjónsson 18.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Guðjón, ef þú kannt ekki að meta meistaraverkin eftir Mozart, þ... Stefán 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Guðjón, þú ert með skemmtilegan flöt á dæminu! jensgud 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Ingólfur, bestu þakkir fyrir góðar pælingar. jensgud 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Stefán, takk fyrir fróðleikinn. jensgud 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Gleymdi - ef ég má vera með kjaft - að ég hef aldrei skilið hve... gudjonelias 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Alveg ljóst að þarna var elítan með sína útsendara tilbúín í læ... gudjonelias 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Skemmtilegur og fróðlegur pistill. Getur verið að egóistinn -... ingolfursigurdsson 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Það má geta þess að George hélt því fram að hugmyndin að nafnin... Stefán 15.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 5
- Sl. sólarhring: 53
- Sl. viku: 1160
- Frá upphafi: 4120979
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 1032
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Ég kynntist Hemma og það fór vel á með okkur.
Sigurður I B Guðmundsson, 12.1.2024 kl. 11:44
Sigurður I B, hann var hvers manns hugljúfi og vinamargur.
Jens Guð, 12.1.2024 kl. 13:24
Perla af manni hann Hemmi.
Sigurður Kristján Hjaltested, 12.1.2024 kl. 18:08
Sigurður Kristján, hann var gleðigjafi hvar sem hann fór - að öllu jöfnu.
Jens Guð, 12.1.2024 kl. 18:30
Mér brá vissulega að sjá okkar ástkæra Hemma Gunn birtast svona ,, ljóslifandi ,, í frábæru Áramótaskaupi, en svo kom það fram að höfundar voru búnir að aðvara nánustu ættingja, enda fagmenn þar á ferð. Mér brá líka áðan þegar ég var að hlusta á fráttir á RÚV kl 10 þann 13 Jan. Þar kom fram frétt sem þú ættir að kafa ofan í Jens. Það að agaleysi nemenda í Færeyjum sé orðið það alvarlegt að þeir séu að beita kennara ofbeldi, ráðast á þá, sparki í þá og að kennarar séu hræddir við að hafa samband við foreldra viðkomandi. Þetta ástand mun hafa varað árum saman og fer versnandi. Öðruvísi mér áður brá.
Stefán (IP-tala skráð) 13.1.2024 kl. 10:33
Stefán, þetta er víst þróunin í öðrum Norðurlöndum. Þar meðtalið Íslandi. Sem betur fer er ég hættur að kenna, bæði á Íslandi og í Færeyjum!
Jens Guð, 13.1.2024 kl. 11:16
Nemendur eru að kasta ýmsu í kennara í Færeyjum. Mér dettur í hug aukinn handboltaáhugi þar, enda landsliðið að keppa á EM.
Stefán (IP-tala skráð) 13.1.2024 kl. 12:37
Stefán (# 7), frést hefur af barni í Færeyjum sem henti blýanti að kennara.
Jens Guð, 13.1.2024 kl. 16:41
Ég er auðvitað kominn langt út fyrir upphaflegt umræðuefni hér og þá ekki í fyrsta skipti, en datt þetta bara í hug af því að mér brá við þessar skelfilegu ofbeldisfréttir í færeyskum skólum, sem nú dynja hér yfir í íslenskum fjölmiðlum. Kannski er gert of mikið úr þessu ástandi hjá frændum vorum til að leiða athyglina frá ástamdinu í íslenskum skólum.
Stefán (IP-tala skráð) 13.1.2024 kl. 18:15
Stefán (# 9), ég verð ekki var við umræðu um þetta í færeyskum fjölmiðlum - ef frá er talið viðtal í Kringvarpinu við formann kennarasambandsins. Reyndar kemst fátt annað að í færeyskum miðlum þessa dagana en handbolti.
Jens Guð, 14.1.2024 kl. 11:47
Að sjálfsögðu stökkva Færeyingar nú til og hefja söfnun fyrir Grindvíkinga í gegn um Rauða Krossinn þar - Bestu vinir okkar !
Stefán (IP-tala skráð) 17.1.2024 kl. 11:57
Stefán (# 11), verst að Íslendingar kunna ekki að meta ausnaskap Færeyinga í okkar garð. Dæmi: Í kjölfar snjóflóðsins á Flateyri safnaði færeyskur almenningur fyrir fullbúnum leikskóla sem þeir reistu á Flateyri. Nokkrum misserum síðar sá ég að leikskólabyggingin var auglýst til sölu. Ég klagaði í Færeyinga. Þeir urðu miður sín og þótti sér misboðið. Salan var dregin til baka.
Jens Guð, 17.1.2024 kl. 17:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.