Páskagaman

  Páskarnir eru allskonar.  Í huga margra eru þeir forn frjósemishátíð með einkennandi frjósemistáknum á borð við kanínur, egg, unga og páskalamb.  Síðar blandaði kristna kirkjan sögunni af krossfestingu Jesú inn í páskana.  Dagsetningin sveiflast til og frá eftir tunglstöðu.

  Fyrir nokkrum árum var Hermann heitinn Gunnarsson með páskaþátt í sjónvarpsseríunni "Á tali hjá Hemma Gunn".  Hann ræddi við börn á leikskólaaldri.  Meðal annars spurði hann dreng hvers vegna væru páskar.  Hann sagði það vera vegna þess að Jesú hafi verið krossfestur. 

  "Hvers vegna var hann krossfestur?"  spurði Hemmi.

  Stráksi svaraði að bragði:  "Menn voru orðnir leiðir á honum!

 

egg

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Þá sleppur þú við krossfestingu því það er ekki hægt að fá leið á þér! 

Sigurður I B Guðmundsson, 20.3.2024 kl. 10:37

2 identicon

Góður að vanda Sigurður. Ég bæti því við í framhaldi af orðum þínum að nú forsetaframbjóðandinn Baldur Þórhallsson sleppur líka. Ég hef þegar valið að kjósa hann í vor eftir að hafa fylgst með flottustu og kraftmestu framboðsræðu allra tíma. Ef Katrín vogar sér í forsetaframboð eftir þetta framboð vil ég bara segja við hana, gleymdu því. Nú kaupi ég sko tvö stór Nóa páskaegg til heiðurs Baldri og Felix. 

Stefán (IP-tala skráð) 20.3.2024 kl. 12:37

3 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  takk fyrir það og sömuleiðis!

Jens Guð, 20.3.2024 kl. 14:23

4 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  páskaegg eru góð!

Jens Guð, 20.3.2024 kl. 14:24

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þau eru mörg gullkornin sem koma frá börnunum... wink

Jóhann Elíasson, 20.3.2024 kl. 16:47

6 Smámynd: Jens Guð

Jóhann,  svo sannarlega!

Jens Guð, 20.3.2024 kl. 16:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband