Eftirminnilegur jólapakki frá Önnu frænku á Hesteyri

  Móðir mín og Anna Marta á Hesteyri í Mjóafirði voru bræðradætur.  Kannski var það þess vegna sem þær skiptust á jólagjöfum.  Ein jólin fékk mamma frá Önnu langan og mjóan konfektkassa.  Hann var samanbrotinn í miðjunni.  Endarnir voru kyrfilega bundnir saman með límbandi.  Með fylgdi heimagert jólakort.  Anna var ágætur teiknari.  Hún skreytti kortið með teikningum af jólatrjágreinum og fleiru jólaskrauti.  Í kortið voru meðal annars þessi skilaboð: 

  "Láttu þér ekki bregða við að konfektkassinn sé samanbrotinn.  Það er með vilja gert til að konfektmolarnir verði ekki fyrir hnjaski í ótryggum póstflutningum."

  Þegar mamma opnaði kassann blasti við ein allsherjar klessa.  Einmitt vegna þess að hann var samanbrotinn.  Molarnir voru mölbrotnir.  Mjúkar fyllingarnar límdu klessuna saman við pappírinn. 

  Áfast pakkanum hékk límbandsrúlla.  Anna hafði gleymt að klippa hana frá.     

anna martakonfekt   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

"Allt er hey í harðindum" Eða hvað?

Helga Kristjánsdóttir, 27.3.2024 kl. 11:10

2 Smámynd: Jens Guð

Helga,  svo sannarlega!

Jens Guð, 27.3.2024 kl. 11:24

3 identicon

Bakkabræður hefðu varla toppað svona einfeldni og klaufaskap. 

Stefán (IP-tala skráð) 27.3.2024 kl. 17:05

4 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  Anna var snjöll að mörgu leyti - en stundum skemmtilega barnaleg.

Jens Guð, 27.3.2024 kl. 18:07

5 identicon

Stefán kl. 17:05.    Anna á Hesteyri var nefnilega ekki vitlaus einfeldningur þó að ókunnugum litist kanski þannig á. Hún var sérstök í háttum og tilsvörum sem meðal annars stafaði mögulega af einangruðu uppeldi.    

Hrólfur Hraundal (IP-tala skráð) 27.3.2024 kl. 18:23

6 Smámynd: Jens Guð

Hrólfur,  rétt er það hjá þér að Anna ólst upp í einangrun sem einbirni hjá öldruðum föður og og andlega veikri móður.  Er Anna hóf skólagöngu varð hún fyrir aðkasti og einelti.  Hún flúði úr skólanum og umgekkst ekki aðra krakka eftir það.    

Jens Guð, 27.3.2024 kl. 18:54

7 identicon

Eitthvað þarna í þessum upplýsingum virðist samsvara sig við Gísla á Uppsölum. 

Stefán (IP-tala skráð) 27.3.2024 kl. 19:04

8 Smámynd: Jens Guð

Stefán (# 7",  það má alveg finna samhljóm með þessum einstæðingum. 

Jens Guð, 28.3.2024 kl. 00:47

9 Smámynd: Jóhann Elíasson

Eftir að hafa lesið bækurnar um Bobby Ficher og Önnu á Hesteyri, fékk ég NÁKVÆMLEGA SÖMU TILFINNINGUNA, HVORUG ÞESSI PERSÓNA VAR SÚ SEM FJÖLMIÐLAR OG ALMENNINGUR HÖFÐU DREGIÐ UPP.  Vissulega var Anna á hesteyri uppátækjasöm og "barnsleg einföld" EN EKKERT GERÐI HÚN AF "ILLUM" HUGA EÐA FRAMKVÆMDI AF ÁSETNINGI, SEM GÆTI SKAÐAÐ AÐRA.  Sögurnar hjá Jens bera þess merki og hafðu bestu þakkir fyrir að sýna okkur hina mannlegu og góðu hlið á Önnu á Hesteyri......

Jóhann Elíasson, 28.3.2024 kl. 05:32

10 identicon

Anna Marta tók að sér nokkra utangarðsmenn og Bobby Ficher hefði eflaust getað átt góða daga hjá henni við girðingavinnu. Þau hefðu getað reynt að skilja hvort annað, bæði málið og sérstaka sýn á lífið.

Stefán (IP-tala skráð) 28.3.2024 kl. 08:59

11 Smámynd: Jens Guð

Jóhann,  takk fyrir hlý orð - bæði hér og á Útvarpi Sögu!.

Jens Guð, 28.3.2024 kl. 11:08

12 Smámynd: Jens Guð

Stefán (# 10), þau hefðu auðgað hvort annað.

Jens Guð, 28.3.2024 kl. 11:09

13 identicon

Á aðfangadag fyrir meiri en 50 árum bankuðu tveir einkennisklæddir lögreglumenn uppá heima og spurðu eftir mér. Ég vissi ekki um neinar skammir sem ég hafði gert af mér en þegar tvær löggur eru á eftir þér og þú bara sjö ára þá er ekki laust við að hjartað detti niður í brók.

En erindi þeirra var það eitt að færa mér verðlaun fyrir framúrskarandi frammistöðu í umferðarprófi.  Fékk Tinnabókina "Krabbin með gyltu klærnar". Á hana ennþá með stimpli frá lögregluyfirvöldum.  Hefur ekki reynt á það ennþá en vænti þess að þetta sé 'get out of jail" feercard

Ráð til foreldra, ef þú vilt ekki að barnið þitt verði bráðkvatt á aðfangadagskvöld, ekki kenna þeim umferðateglurnar.

Bjarni (IP-tala skráð) 28.3.2024 kl. 19:07

14 identicon

Nákvæmlega Bjarni. Stutt síðan að níu ára drengur stal leigubíl og keyrði út í umferðina. Hver er ábyrgð foreldranna ?

Stefán (IP-tala skráð) 28.3.2024 kl. 21:19

15 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Gott að hún gaf ekki postilínsett. 

Sigurður I B Guðmundsson, 28.3.2024 kl. 22:59

16 Smámynd: Jens Guð

Bjarni,  takk fyrir áhugaverðar vangaveltur.

Jens Guð, 29.3.2024 kl. 10:08

17 Smámynd: Jens Guð

Stefán (# 14),  það var svakalegt!

Jens Guð, 29.3.2024 kl. 10:18

18 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  segðu!

Jens Guð, 29.3.2024 kl. 10:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.