18.6.2024 | 08:06
Brjálaður glæfraakstur Önnu frænku á Hesteyri
Áratugum saman var vegurinn niður í Mjóafjörð einn brattasti, versti og hættulegasti vegur landsins. Ökumenn - með stáltaugar - fóru fetið. Einu sinni var Vilhjálmur Hjálmarsson í Brekku í Mjóafirði að leggja í hann niður í fjörð. Það var svartaþoka. Nánast ekkert skyggni. Hann kveið ferðalaginu.
Hann var ekki langt kominn er bíll Önnu Mörtu frænku á Hesteyri blasti við. Bíllinn mjakaðist löturhægt niður veginn. Anna ók reyndar alltaf mjög hægt. Vilhjálmur fann fyrir öryggi í þessum aðstæðum.
Skyndilega gaf Anna hressilega í. Hún brunaði inn í þokuna. Vilhjálmi var illa brugðið. Hann sá í hendi sér að´hún gæti ekki haldið bílnum á veginum á þessum hraða. Síst af öllu í engu skyggni. Hann ákvað að tapa ekki sjónum af afturljósum Önnu. Hann yrði að komast á slysstað þegar - en ekki ef - bíllinn brunaði út af. Skelfingu lostinn þurfti hann að hafa sig allan við að halda í við Önnu.
Greinilega hafði eitthvað komið yfir Önnu. Hún hélt áfram að auka hraðann. Vilhjálmur þorði ekki að líta á hraðamæli. Honum var ekki óhætt að líta sekúndubrot af afturljósunum.
Þegar þau komu niður í dal létti þoku. Anna ók út í kant og stöðvaði. Vilhjálmur gerði það einnig; hljóp til Önnu, reif upp hurðina og spurði hvað væri í gangi. Hún kom ekki upp orði um stund. Hún var í losti; andaði eins og físibelgur og starði með galopin augu í angist á Vilhjálm. Loks tókst henni að stynja upp:
"Ég óttaðist að þú reyndir að taka framúr. Vegurinn býður ekki upp á framúrakstur. Í svona svartaþoku er lífshættulegt að reyna það. Ég varð að gera hvað ég gat til að hindra það!"
Meginflokkur: Ferðalög | Aukaflokkar: Spaugilegt, Spil og leikir, Vinir og fjölskylda | Breytt 19.6.2024 kl. 17:24 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit heims
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
Nýjustu athugasemdir
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Brjánn, takk fyrir þetta. jensgud 19.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: áhugaverður samanburður. https://www.youtube.com/watch?v=1651r_... Brjánn Guðjónsson 18.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Guðjón, ef þú kannt ekki að meta meistaraverkin eftir Mozart, þ... Stefán 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Guðjón, þú ert með skemmtilegan flöt á dæminu! jensgud 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Ingólfur, bestu þakkir fyrir góðar pælingar. jensgud 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Stefán, takk fyrir fróðleikinn. jensgud 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Gleymdi - ef ég má vera með kjaft - að ég hef aldrei skilið hve... gudjonelias 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Alveg ljóst að þarna var elítan með sína útsendara tilbúín í læ... gudjonelias 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Skemmtilegur og fróðlegur pistill. Getur verið að egóistinn -... ingolfursigurdsson 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Það má geta þess að George hélt því fram að hugmyndin að nafnin... Stefán 15.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 4
- Sl. sólarhring: 52
- Sl. viku: 1159
- Frá upphafi: 4120978
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 1031
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Rökrétt hugsun hjá Önnu Mörtu að hræðast framúrakstur við þessar hættulegu aðstæður. Ógætilegur framúrakstur á bágbornum þjóðvegum Íslands hefur kostað mörg mannslíf. Ekki nóg með það að þjóðvegirnir eru hættulega þröngir, heldur blæða þeir líka og rútur liggja eins og hráviði út og suður meðfram vegum öðrum bílstjórum til varnaðar.
Stefán (IP-tala skráð) 18.6.2024 kl. 08:39
Stefán, það er margt undarlegt í vegagerð á Íslandi. Í þeim málum - eins og fleiru - gætu Íslendingar margt lært af Færeyingum.
Jens Guð, 18.6.2024 kl. 09:20
Hún Anna hefur verið alveg óborganleg. Framar öllu finnst mér þessi saga sýna hversu mikla UMHYGGJU Anna bar fyrir nágrönnum sínum, hún bar meiri umhyggju fyrir þeim en sinni eigin velferð....
Jóhann Elíasson, 18.6.2024 kl. 13:07
Jóhann, þetta er svo sannarlega rétt hjá þér!
Jens Guð, 18.6.2024 kl. 14:29
Blessaður Jens.
Innilegar þakkir fyrir þessa yndissögu af nágranna okkar Norðfirðinga, Önnu frænku þinnar kennda við Hesteyri. Ég sem ungur maður náði að kynnast Önnu þegar ég vann uppúr tvítugu í Sparisjóðnum okkar, þegar sumarafleysingarnar fóru að bíta, þá reyndi á okkur sumarafleysingarfólkið. Þegar Anna bað um gjaldkera, þá fékk ég línuna, grænn á bak við eyrað, en lærði mjög í mannlegum samskiptum.
Fæst í samtölunum snérist um bankaviðskipti, þau voru fljótafgreidd ef þau voru þó nokkur þann daginn. En spurt var frétta, og sagðar fréttir, sem og almennt spjall. Ef biðröð myndaðist við gjaldkerastúkuna, það er að fólk kom inn í sparisjóðinn og þurfti afgreiðslu, þá gripu aðrir starfsmenn einfaldlega inní, og annar kassi var opnaður.
Anna fékk sinn tíma, en af hverju ég, er mér hulið, en líklegast hafði hún beðið um mig sérstaklega eftir fyrsta spjall okkar, sem var tilfallandi því ég var þá laus. Man samt ennþá eftir brosinu hjá þeirri góðu konu sem vann bak við, þegar hún gaf línuna til mín.
Að mig minnir náði ég aðeins tvisvar, þrisvar að afgreiða Önnu persónulega, fyrsta skiptið er mér ennþá ljóslega í minni, þó 40 ár séu liðin, og ég ekki beint minnugur, svo vægt sé til orða tekið.
Þá var Anna bara hún, í betri fötunum vissulega, jákvæð, hafði orð á hvort ég væri þessi indæli ungi maður sem hún hafði talað við í símanum. Ég afgreiddi hana aftur, en ég er ekki viss um hvort það gerðist svo í þriðja skiptið.
Eftir stendur ljóslifandi minning sem þú Jens náðir að kveikja á, og gera lifandi eins og ljós á lampa sem kveikt er á í dimmri stofu.
Blessuð sé minning þessara góðu konu, hún elskaði allt líf, og umbar strákinn sem var ekki alltaf svo gáfulegur.
Takk fyrir þessa sögu Jens.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 18.6.2024 kl. 16:09
Ómar, takk fyrir hlý orð um okkur Önnu frænku.
Jens Guð, 18.6.2024 kl. 16:47
Vegagerðin ber væntanlega ábyrgð á því að í stað terpentínu er nú notað úrgangslýsi í malbik, lýsi sem er svo feitt að það gufar ekki upp. Þjóðvegir okkar eru því orðnir flughálir á sumrin. Það hjálpar fégráðugum aðilum í veitingasölu við að fækka túristum. Allt í stíl: Stórhættulegir vegir, okur á veitingum, okur á hreinlega öllu, villimennska í leigubílaakstri, veltandi rútur .....
Stefán (IP-tala skráð) 18.6.2024 kl. 22:12
Stefán (# 7), þú hefur lög að mæla!
Jens Guð, 19.6.2024 kl. 08:03
Sjálfsagt ganga kindur bænda sjálfala í þeim þrönga dal sem Mjóafjörður er og það má því kalla lán að kindur urðu ekki fyrir Önnu Mörtu í glæfra akstrinum. Enn virðast kindur ganga sjálfala á austfjörðum og þvælast fyrir milljóna Ferrari bílum. Frelsið er vissulega yndislegt fyrir bæði kindur og menn, líka á vegum úti. Bara spurning hvort vegalömb eða bílstjórar kunni sig betur í umferðinni hverju sinni á íslenskum vegum sem oft virðast vera útbúnir fyrir torfæruakstur og því erfitt fyrir kindur að átta sig á því hvenar þær eru úti í náttúrunni eða á vegum. Ætli kindur sækist ekki líka í lýsi þar sem það er notað í malbik ?
Stefán (IP-tala skráð) 20.6.2024 kl. 12:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.