Gleymdi barni

  Ég var úti að aka.  Langaði að hlusta á eitthvað áheyrilegt í útvarpinu.  Tók upp á því - í óeiginlegri merkingu - að sigla á sjóbrettum um öldur ljósvakans.  "Sörfa".  Að því kom að ég heyrði spjall tveggja manna.  Annar spurði hinn um ævi og störf.  Þar á meðal um barneignir.

  - Ég á þrjú börn,  upplýsti hann.

  - Á hvaða aldri eru þau?

  - Nei,  heyrðu,  ég á fjögur börn.  Ég gleymdi yngsta stráknum! 

börn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það virðist taka sinn tíma, hjá sumum að aðlagast breyttum aðstæðum...... wink

Jóhann Elíasson, 24.6.2024 kl. 11:54

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Æ ég gleymdi hvað ég ætlaði að segja en ég held að það hafi verið mjög fyndið. 

Sigurður I B Guðmundsson, 24.6.2024 kl. 12:05

3 Smámynd: Jens Guð

Jóhann,  heldur betur!

Jens Guð, 24.6.2024 kl. 13:19

4 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  ég er sannfærður um að það var fyndið.  Þannig er þinn stíll!

Jens Guð, 24.6.2024 kl. 13:20

5 identicon

Svo eru klárlega ansi margir sem hafa ekki hugmynd um það í raun hvað þeir eiga mörg börn og þar af leiðandi eru mörg börn rangfeðruð. 

Stefán (IP-tala skráð) 24.6.2024 kl. 17:11

6 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  það er mikið um þetta.

Jens Guð, 25.6.2024 kl. 04:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband