Varð ekki um sel

  Reynsla og upplifanir sjómanna eru margar og mismunandi.  Því oftar sem þeir eru úti á sjó þeim mun líklegra er að þeir verði vitni að margvíslegum ævintýrum.  Þannig var það um helgina hjá honum Hjalta í Klakksvík.  Hann sat í trillunni sinni og fylgdist með hvalvöðu lóna við hliðina.  Þetta voru hnúfubakar.  Þeir vita ekkert æti betra en spikfeita seli.

  Skyndilega stökk selur upp úr haffletinum.  Hann hrópaði á hjálp og synti á ofsahraða að bátnum.  Þar skorðaði hann sig við landganginn.

  Hjalti drap á vélinni og horfði skilningsríkur í augu selsins,  eins og til að róa hann.  Hvalirnir skildu ekki upp né niður í því hvað varð um selinn.  Þeir syntu undrandi fram og til baka í góðan hálftíma.  Þá héldu þeir á brott í leit að öðru æti. 

  Hjalti gaf selnum til kynna með leikrænni tjáningu að hættan væri liðin hjá.  Blessuð skepnan skildi og synti varfærnislega frá bátnum.  Í þann mund er hann steypti sér í djúpið veifaði hann sjómanninum í þakklætisskini. 

hvalurKopur


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Svo var það kokkurinn sem varð að hætta því hann gaf kúnnunum "selbita"! Og líka þjónninn á sama stað sem varð að hætta því hann þjónaði "eðli" sínu barnaði þjónustustúlkuna og annar kokkur sem varð líka því það sauð upp úr hjá honum. 

Sigurður I B Guðmundsson, 22.10.2024 kl. 10:07

2 identicon

Fyrirgefðu afskiptin, eftir myndinni af hvölunum, að dæma þá virðist mér, sem hérna hafi verið um hjörð af Háhyrningum frekar en Hnúfubökur. Með þakklæti fyrir góðar greinar frá þér m. kveðju Rúnar Valsson.

Runar Valsson (IP-tala skráð) 22.10.2024 kl. 10:13

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta var vel gert hjá þessum sjómanni.  Rúnari til upplýsingar, þá fylgja oft myndir með "fréttum" sem ekki koma málinu alltaf við........

Jóhann Elíasson, 22.10.2024 kl. 10:43

4 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  góður!

Jens Guð, 22.10.2024 kl. 11:15

5 Smámynd: Jens Guð

Rúnar,  takk fyrir ábendinguna.  Mér er vandi á höndum.  Í færeysku fréttinni er talað um hnúfubak og þessi mynd skreytti hana.

Jens Guð, 22.10.2024 kl. 11:29

6 Smámynd: Jens Guð

Jóhann,  takk fyrir það!

Jens Guð, 22.10.2024 kl. 11:30

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og tíu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband