Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur

  Fyrir daga kvótakerfisins var fiskur og önnur sjávar- og vatnadýr fátækramatur.  Þau voru á borðum flesta daga vikunnar.  Nema sunnudaga.  Þá var lambahryggur eða -læri með Ora grænum baunum.  Í dag er sjávarfang lúxusfæði ríka fólksins.  Það er helst að almenningur laumast til að sjóða sér fiskbita á mánudögum og herða sultarólina aðra daga.

  Mér og öðrum til ánægju býðst hér uppskrift á ódýrum og virkilega bragðgóðum sjávarrétti.  Í hann þarf eftirfarandi hráefni:

25 g smjörlíki

125 g strásykur

5 msk kakó

1 egg

Sulta þarf að vera innan seilingar.  Skiptir ekki máli hvort það er rabbbara- eða bláberjasulta.  Bara ekki sviðasulta.

90 g hveiti

1/2 tsk matarsódi

1/4 tsk salt

1/2 bolli mjólk

1/2 vanilludropar og lítil dós af hákarlsbitum

  Smjörlíkinu og strásykrinum er sullað saman og hrært kröftuglega í.  Óvænt er eggjum bætt út í.  Síðan svo lítið ber á er hveiti,  matarsódi,  kakói og salti sigtað saman og laumað út í svo lítið ber á ásamt mjólk og vanillu.  Þessu er hrært saman undir spilun á laginu "Á sjó" með Þorvaldi Halldórs og Hljómsveit Ingimars Eydal.  

  Að því loknu er herlegheitunum sturtað í lausbotna tertuform og bakað við 147 ¨C í 47 mínútur.  Á meðan er notalegt að sötra Irish Coffie eða Bailys.  Eftir þetta er botninn skorinn í sundur,  sultan smurð á milli og súkkulaðikremi - sem er til á öllum heimilum - klesst ofan á.  Þegar tertan er tilbúin skal hverri sneið fylgja hákarlsbiti og honum skolað niður með kældu Brennivínsskoti.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svei mér þá ef þessi ólystugi samtýningur sem fellur einstaklega illa saman minnir ekki bara á tvær síðustu ríkisstjórnir.

Stefán (IP-tala skráð) 17.12.2024 kl. 11:10

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Líst vel á Irish Coffie og Bailys (og mætti bæta einum köldum með) en veit ekki um þessa uppskrift!!

Sigurður I B Guðmundsson, 17.12.2024 kl. 11:18

3 identicon

Ríkið ákvað að hætta að stjórna fiskverði og lagði niður verðlagsráð sjávarafurða. Við það hækkaði fiskverð. Hafði ekkert með kvótakerfið að gera, frekar en margt annað sem kvótakerfinu er kennt um.

Vagn (IP-tala skráð) 17.12.2024 kl. 12:57

4 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  góður!

Jens Guð, 17.12.2024 kl. 13:17

5 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  takk fyrir þarfa ábendingu!

Jens Guð, 17.12.2024 kl. 13:18

6 Smámynd: Jens Guð

Vagn, ég er svo sem ekki að saka kvótakerfið um neitt.  Aðeins að staðsetja tímabilið. 

Jens Guð, 17.12.2024 kl. 13:20

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þeim er sennilega eitthvað farið að fækka hjólunum undir Vagninum........

Jóhann Elíasson, 17.12.2024 kl. 17:36

8 Smámynd: Jens Guð

Jóhann,  nú varð mér á að hlæja!  Þetta er stöngin inn!

Jens Guð, 17.12.2024 kl. 18:01

9 Smámynd: Skúli Jakobsson

Ég borða skv. Carnivore!

Ertu að byrla þjóðinni eitur?😘

Sykur = eiturlyf, og svo framvegis...

Skúli Jakobsson, 17.12.2024 kl. 20:25

10 identicon

Í dag var ég að versla bækur til jólagjafa og spurði í leiðinni hvort að einhver sala væri í nýrri bók Steingríms J. Fólk og Flakk. Svörin sem ég fékk í tveimur bókabúðum voru samhljóða  ,, Sú bók selst lítið sem ekkert hjá okkur ,,. Nákvæmlega það sem ég líka hélt, enda ættuð frá líflausa heimi vinstri grænna sem blessunarlega eru komnir undir græna torfu. Frekar mun ég neyða ofan í mig kæsta skötu eða þaðan af verra en að lesa þessa bók. 

Stefán (IP-tala skráð) 17.12.2024 kl. 20:39

11 Smámynd: Jens Guð

Skúli,  ég hef ekki góða þekkingu á þessu.  

Jens Guð, 17.12.2024 kl. 20:54

12 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  (# 10),  skatan er lostæti.  Ég veit ekki með bókina.

Jens Guð, 17.12.2024 kl. 20:56

13 identicon

Afhverju er Hafnfirðingum óglatt yfir máltíðum núna ?  Jú, þeir eru að fatta það sem allir aðrir líklega vissu, að Fimleikafélag Hafnarfjarðar er fjólskyldufyrirtæki sem hagnast af Skessu einni, eða það segja mér Hafnfirðingar allavega núna, gapandi hissa. 

Stefán (IP-tala skráð) 18.12.2024 kl. 17:54

14 Smámynd: Jóhann Elíasson

Stefán, ég telst vera Hafnfirðingur enda bjó ég þar áratugum saman áður en ég flutti hérna suður eftir áratugum saman.  En ég er þeirrar gæfu aðnjótandi að vera og hef verið frá 1968 gallharður HAUKAMAÐUR og ég er bara alls ekkert hissa á þessum fréttum um að FH sé bara og hafi verið fjölskyldufyrirtæki og það af lakari endanum.  Hér fyrr á árum lenti ég í því að eiga viðskipti við annan FH bróðurinn Jón Rúnar Halldórsson og verri aðila hef ég sjaldan  let í og ekki er hann á jólakortalistanum hjá mér og verður sennilega aldrei.  Synir hans hafa sennilega fengið að gjalda þess hversu kallinn er  illa liðinn í bænum, þeir Jón Jónsson og Friðrik Dór........

Jóhann Elíasson, 19.12.2024 kl. 09:10

15 identicon

Jú Jóhann, þeir Jón og Friðrik Dór eru sagðir blessunarlega líkari móður sinni. Sem Reykvíkingur hef ég þó alltaf tekið frekar afstöðu með Haukum vegna þess að mér hefur fundist þeir vera hafðir útundan og að mulið hafi verið óeðlilega mikið undir FH.

Stefán (IP-tala skráð) 19.12.2024 kl. 10:44

16 Smámynd: Jens Guð

Stefán (# 13),  bræðurnir eru grallarar og ágætir húmoristar.  Þeir hafa margt sér ágætis umfram að redda sér vasapeningi þegar hart er í ári.  Til að mynda var Jón Rúnar í hinni rómuðu þungarokkshljómsveit Frostmark um miðjan áttunda áratuginn.

Jens Guð, 20.12.2024 kl. 18:18

17 Smámynd: Jens Guð

Jóhann (# 14),  þú ættir að senda Jóni Rúnari jólakort.  Honum mun þykja vænt um það. 

Jens Guð, 20.12.2024 kl. 18:24

18 Smámynd: Jens Guð

Stefán (# 15),  við skulum ekki blanda mömmu drengjanna inn í þessa umræðu.  Hún vann í mötuneyti álversins í Straumsvík þegar ég vann þar á áttunda áratugnum.  Og stóð sig vel.

Jens Guð, 20.12.2024 kl. 18:28

19 identicon

Jóhann, ég var að rifja upp á netinu þegar Jón Rúnar veittist aö Berki hjá Val og sagði Börk taka til sín hluta af söluverði leikmanna. ,, Þessi maður tekur peninga þegar leikmaður fer frá Val ,,  fullyrti hann við blaðamenn. 

Stefán (IP-tala skráð) 20.12.2024 kl. 19:55

20 Smámynd: Jóhann Elíasson

Já Stefán það hafa ekki alltaf verið rólegheit og friður í kringum þennan mann....

Jens ætli ég sendi Jóni Rúnari Halldórssyni nokkuð jólakort, þessi maður er ekki og verður aldrei á "ólakortalistanum" hjá mér...wink

Jóhann Elíasson, 21.12.2024 kl. 09:25

21 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Já ég man það vel þegar Jón Rúnar sagði þetta um heiðursmanninn Börk. 

Sigurður I B Guðmundsson, 23.12.2024 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og þrettán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband