Ţegar Paul McCartney yfirtók frćgustu hljómsveit heims

  9. október 1956 fagnađi ungur drengur í Liverpool í Englandi 16 ára afmćli.  Hann hét John Lennon.  Nokkrum dögum síđar stofnađi hann hljómsveit,  The Quarrymen.  Hún spilađi svokallađa skiffle tónlist.  John söng og spilađi á gítar.  Hljómsveitin fékk nóg ađ gera.

  Um sumariđ gekk 15 ára piltur,  Paul McCartney, til fundar viđ John.  Hann langađi í hljómsveit hans.  John dáđist ađ tónlistarhćfileikum hans og bauđ hann velkominn um borđ.

  Skólabróđir Pauls,  George Harrison,  var lipur gítarleikari.  Vandamáliđ var ađ hann var ađeins 14 ára.  Á ţessum aldri munar miklu um hvert ár.  John hugnađist ekki ađ verđa barnapía.  Paul suđađi og fékk ađ leyfa George ađ djamma međ hljómsveitinni.  Hann náđi ađ heilla John seint og síđarmeir.

  Eftir nokkrar mannabreytingar endurnefndi John hljómsveitina The Beatles,  kölluđ Bítlarnir á Íslandi.  1962 tók Ringo Starr viđ trommukjuđunum.  Ţar međ var hljómsveitin komin í sitt endanlega horf.  Hún var alla tíđ hljómsveit Johns.  Hann réđi ferđinni,  samdi og söng flest lögin.  Hann lagđi ţó ríka áherslu á ađ Bítlarnir vćru hljómsveit jafningja.  Hún lagđi undir sig heimsmarkađinn svo rćkilega ađ aldrei verđur saman jafnađ.

  En Adam var ekki lengi í Paradís.  Vinsćldirnar og frćgđin fóru ađ ţjaka John.  Hann var varđ óhamingjusamur.  Hann varđ fađir án áhuga á ţví hlutverki.  Hann var í ástlausu hjónabandi.  Honum ţótti Bítlarnir vera sirkusatriđi.  Hvorki öskrandi áheyrendur né Bítlarnir sjálfur heyrđu hvađ fór fram á sviđinu.  Ađ auki hafđi hann ekki unniđ úr ótal áföllum ćskuáranna.  Foreldrarnir stungu drenginn af og hann hitti ţau ekki fyrr en á fullorđinsárum.  Ströng og snobbuđ frćnka hans ól hann upp.  Hún var ekkert fyrir ađ fađma eđa knúsa barn.  Mađur hennar var hressari.  Hann dó er John var 12 ára.  Ţegar hann á unglingsárum hitti mömmu sína var hún drepin af ölvuđum bílstjóra.  Áfram mćtti lengi telja.

  1966 féllst umbođsmađur Bítlanna,  Brian Epstein,  á ađ hljómsveitin hćtti hljómleikahaldi.  Ári síđar dó hann.  Ţađ var enn eitt áfalliđ.  Hann hafđi leitt hljómsveitina frá fyrstu skrefum og í gegnum ofurvinsćldirnar.  Viđbrögđ Johns voru ađ hella sér út í harđa eiturlyfjaneyslu.  Upp frá ţví var hann hálfur út úr heimi,  áhugalítill og latur.  

  Viđbrögđ Pauls voru ólík.  Hann var og er mjög ofvirkur en líka stjórnsamur.  Hann tók eiginlega viđ af Brian Epstein.  Bókađi hljómsveitina í hin ýmsu verkefni međ misjöfnum árangri.  Verra var ađ ofríki hans pirrađi George og Ringo.  Báđir hćttu í hljómsveitinni um tíma.  Hinsvegar var Paul diplómatískari í samskiptum viđ John,  vitandi ađ hann léti ekki ađ stjórn.  Á síđustu Bítlaplötunum semur Paul, syngur og útsetur flest lög.

  Án ofvirkni Pauls og eftirrekstrar hefđu plötur Bítlanna orđiđ tveimur fćrri eđa rúmlega ţađ.

   

 

 


« Síđasta fćrsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég hef nú alla tíđ veriđ  Paul- megin í bítladćminu  en ţađ er ađ mínum dómi alveg óumdeilanlegt ađ The Beatles var hljómsveit Lennons en svo er ţađ annađ mál hvort Lennon hafi bara haft ţann "karakter" sem til ţurfti til ađ leiđa hljómsveitina.  Ađ mínum dómi stađfesta mismundi viđbrögđ ţeirra tveggja viđ dauđa Epsteins ţetta.  En hvađ sem ţessu líđur  tel ég ađ ţegar Epstein dó hefđi átt ađ leysa The Beatles upp ţví líftími hljómsveitarinnar var hvort eđ er búinn...

Jóhann Elíasson, 15.1.2025 kl. 11:48

2 Smámynd: Sigurđur I B Guđmundsson

Ţetta minnir mig á...Ég vildi vera í hljómsveit ţegar ég var 16 ára. Eina vandamáliđ var ađ ég kunni ekki á gítar og alveg laglaus. Ţá fattađi ég ađ ţađ voru bara fjórir strengir á bassagítar svo ég keypti bassagítar og ćtlađi ađ vera hinn íslenski Paul. En allt kom fyrir ekki og lengra náđi ekki framavonir Sigga á ţessu sviđi!!!

Sigurđur I B Guđmundsson, 15.1.2025 kl. 11:49

3 Smámynd: Jens Guđ

Jóhann, takk fyir ţínar áhugaverđu vangaveltur um máliđ.

Jens Guđ, 15.1.2025 kl. 12:00

4 Smámynd: Jens Guđ

Sigurđur I B,  ţađ geta ekki allir veriđ Paul!

Jens Guđ, 15.1.2025 kl. 12:00

5 identicon

Ţađ má geta ţess ađ George hélt ţví fram ađ hugmyndin ađ nafninu hafi komiđ út frá Marlon Brando kvikmyndinni The Wild One, en ţar lék Brando persónu sem var í klíku sem kallađist The Beetles. Athyglisvert er ađ sjá ađ í fyrstu heimsókn Beatles til Bandaríkjanna, ađ ţađ er Paul sem sér alfariđ um kynningar á hljómleikum og fer fyrir ţeim í viđtölum. John heldur sig mjög til hlés og ćtla má ađ Brian Epstein hafi ákveđiđ ţetta í ljósi ţess Paul var diplomat, en John ekki beinlínis orđvar mađur. Vegna ţess ađ Paul yfirtók Beatles eftir fráfall Brian Epstein, má nefna ađ S.G.T Peppers ... platan er hans ađ stćrstum hluta og allar hugmyndir í kring um hana. Let It Be er ţađ líka og byggist á hugmynd Paul um live í studíói plötu. Nokkuđ ljóst er ađ ţar var Paul búinn ađ sjá fyrir endalok hljómsveitarinnar og ţess vegna rak hann menn af stađ í alvöru studíó plötu ţar sem allir myndu gera sitt allra besta og ţađ tókst svo sannarlega međ Abbey Road plötunni, sem svo kom út á undan Let It Be og virkar ţví sem svanasöngur ţeirra án ţess ađ vera ţađ. Fráfall Eptein hefur tekiđ ţungt á John ţar sem ţeir náđu mjög vel saman. Ef mađur skođar söguna má sjá ađ upptökustjórinn George Martin og Paul náđu mjög vel saman og ađ Martin hafi ţar kunnađ ađ meta ákafann og útsetningagleđina.  

Stefán (IP-tala skráđ) 15.1.2025 kl. 12:27

6 Smámynd: Ingólfur Sigurđsson

Skemmtilegur og fróđlegur pistill.

 

Getur veriđ ađ egóistinn - og snillingurinn John Lennon hafi ekki bara veriđ ađ hugsa um hversu ungur George Harrison var 1956 heldur ađ hann hrćddist ađ hann skyggđi á sig sem gítarleikara? 

Paul McCartney er frábćr tónlistarmađur, en mistćkur textasmiđur. Ţegar hann setti saman Magical Mystery Tour ţá reyndi hann ađ herma eftir súrrealískum textum John, - en mistókst. Alltaf ţegar Paul reynir ađ vera snillingur ţá verđur hann kjánalegur. En ţegar hann er hann sjálfur, einlćgur og melódískur - ţá býr hann til ódauđleg verk.

Ţróun John Lennons er stórmerkileg. Ţú skrifađir sjálfur í eitthvađ tímarit um 1990 ţegar viđbrögđ Lennons viđ dauđa Elvis Preysleys hafi veriđ ađ hann hafi veriđ dauđur sem tónlistarmađur frá ţví hann fór í herinn - en bćttir viđ ađ John sjálfur hafi veriđ dauđur sem tónlistarmađur eftir 1971, en sérstaklega Ringo Starr. Ţađ fannst mér snjallt og rétt ađ miklu leyti. Ţó finnst mér bezta platan eftir John Lennon "Walls and Bridges" frá 1974, undantekning frá reglunni. Ţá fór hann á fyllerí og var á bömmer - en leitađi líka dýpra inní sál sína en áđur og árangurinn frábćr.

Frekar en ađ segja ađ Paul hafi dáiđ 1966 ţá gjörbreyttist John Lennon - dó ekki listrćnt - en fór í gegnum hamskipti ţađ ár, viđ ađ verđa forfallinn vímuefnaneytandi og kynnast Yoko Ono. Fyrir ţann tíma var hann karlremba og mjög melódískur, en eftir ţađ fór hann útí sćkadelíu, og gerđi ţar góđa hluti, en stađnađi á sólóferlinum, ţví miđur.

Ţví má bćta viđ ađ merkilegt er hvernig ţessir risar bćttu hvor annan upp.

Vafasamt ađ Paul McCartney hafi risiđ hćrra á sólóplötum sínum en "Abbey Road".

Ingólfur Sigurđsson, 15.1.2025 kl. 13:32

Bćta viđ athugasemd

Hver er summan af tíu og sautján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband