Passar hún?

  Á Akureyri býr 94ra ára kona.  Hún er spræk þrátt fyrir að vera bundin í hjólastól.  Hún er með allt sem heyrir undir ADHD og svoleiðis eiginleika.  Fyrir bragðið fer hún stundum skemmtilega fram úr sér.  Oft hrekkur eitthvað broslegt út úr henni áður en hún nær að hugsa.

  Fyrir jólin sendi hún sonarsyni sínum pening.  Honum fylgdu fyrirmæli um að hann myndi fá sér peysu.  Peysan yrði jólagjöfin hans frá henni.

  Eftir jól hringdi hún í strákinn og spurði: 

  - Hvernig peysu fannstu í jólagjöf frá mér?

  - Ég fékk virkilega flotta svarta hettupeysu.

  - Passar hún?

hettupeysa


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarki Tryggvason

Ömmurnar eru með þetta, takk fyrir mig Jens smile

Bjarki Tryggvason, 22.1.2025 kl. 10:31

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Þetta minnir mig á... Manninn sem keypt sér rándýrt ilmvatn (eftir raksturs) fyrir jólin en fann það svo ekki. En þegar hann opnaði jólagjöfuna frá eiginkonunni sinni þá var ilmvatnið í pakkanum!!

Sigurður I B Guðmundsson, 22.1.2025 kl. 11:23

3 Smámynd: Jens Guð

Bjarki,  svo sannarlega!

Jens Guð, 22.1.2025 kl. 11:24

4 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  góð saga!

Jens Guð, 22.1.2025 kl. 11:25

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Já þessar jólagjafir eru stundum til vandræða.........

Jóhann Elíasson, 22.1.2025 kl. 12:11

6 Smámynd: Jens Guð

Jóhann,  heldur betur!

Jens Guð, 22.1.2025 kl. 12:19

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og fimm?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband