21.5.2025 | 09:09
Smásaga um hlýjan mann
Það er ofsagt að Fúsi flatskjár sé ekki eins og annað fólk. Til að mynda svipar honum mjög til föðurbróður síns: Sama sljóa augnráðið. Sama lafandi neðri vör og flæðandi slef í munnviki. Einhverra hluta vegna forðast fólk drenginn. Kannski vegna þess að hann þrífur sig ekki. Hann fer hvorki í sturtu né bað. Ástæða er til. Hann hefur séð hrollvekjandi sturtuatriði í bíómynd Alfreds Hitchock. Veit því að sturtur eru stórhættulegar.
Fúsi hefur tvívegis farið í bað. Í bæði skiptin með skelfilegum afleiðingum. Í annað skiptið var hann næstum drukknaður. Hann er nefnilega ósyndur. Honum til lífs varð að baðkarið var vatnslaust. Vatnsveitan var búin að loka fyrir vatnið til hans vegna vanskila.
Í hitt skiptið gerði hann vel við sig: Keypti margar plastendur og leikfangabáta. Með þetta fór hann í bað. Það var svo gaman að hann gleymdi sér. Rumskaði ekki fyrr en eftir langan tíma að síminn hringdi. Mjög langan tíma því Fúsi er ekki með síma. Vatnið var orðið ískalt. Kauði skalf eins og vibrator í hæsta gír. Hann fékk lungnabólgu og missti matarlyst í tvo daga. Það var áfall. Fáir eru gráðugri. Sósur af öllu tagi sullast yfirleitt yfir peysuna sem hann fer aldrei út. Þar má sjá fjölbreytt sýnishorn af matseðli síðustu vikna.
Fúsi er hlýr maður. Hann elskar að faðma fólk og skella slefblautum kossi á kinn eða munn. Hann er oft á vappi til að leita að einhverjum sem hann kannast við. Þá ljómar hann eins og tungl í fyllingu. Andlitið verður eitt slefandi bros svo skín í gulan og skörðóttan tanngarðinn. Glaðbeittur kjagar hann með útbreiddan faðm að fórnarlambinu. Viðbrögðin eru jafnan að hann horfir á eftir veinandi og hlaupandi fólki út í buskann á hraða sem myndi skila verðlaunasæti á Ólympíuleikum. Eftir stendur kjökrandi maður. Slefandi bros breytist í slefandi skeifu.
Foreldrarnir skipta sér lítið af drengnum. Þeir hafa aldrei samband að fyrrabragði. Ekki einu sinni á afmælisdegi hans. Mamman afsakar sig með því að fyrir handvömm hafi gleymst að skrá afmælisdag hans í afmælisdagabók heimilisins. Engin hafi því hugmynd um hvenær hann eigi afmæli. Ef hann eigi þá einhvertímann afmæli. Og þó mamman vildi hringja í hann á afmælisdegi þá er óhægt um vik út af símleysi hans.
Fúsi hringir stundum úr tíkallasíma í mömmuna. Oftast slitnar símtalið um leið. Það er ólag á tíkallasímum. Nema þegar Fúsi pantar sér pizzu.
Eitt sinn bankaði Fúsi upp hjá nágrannakonu. Hann kvartaði undan kvenmannsleysi. Hún tók honum vel en benti á að hann skorti kynþokka. Ráð væri að fylgjast með fréttum af fræga fólkinu. Herma síðan eftir klæðnaði þess. Það var eins og við manninn mælt: Gullfalleg kona hóf þegar í stað sambúð með kappanum. Að auki kom hann sér eldsnöggt upp tveimur viðhöldum: Einni konu og einum karli.
Meginflokkur: Bækur | Aukaflokkar: Spaugilegt, Spil og leikir, Vinir og fjölskylda | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Grillsvindlið mikla
- Einn að misskilja!
- Ógeðfelld grilluppskrift
- Þessi vitneskja getur bjargað lífi
- Sparnaðarráð sem munar um!
- Smásaga um hlýjan mann
- Sparnaðarráð
- Smásaga um týnda sæng
- Ótrúlega ósvífið vanþakklæti
- Anna frænka á Hesteyri - Framhald
- Anna frænka á Hesteyri í fasteignabraski
- Sérkennilegur vinsældalisti
- Sparnaðarráð
- Niðurlægður
- Safaríkt 1. apríl gabb
Nýjustu athugasemdir
- Grillsvindlið mikla: Stefán, ég skil ekki upp né niður í þessu blessaða fólki. Ég ... jensgud 29.6.2025
- Grillsvindlið mikla: Hvað er það að vera sósíalisti á Íslandi í dag ? Jú, það er að... Stefán 28.6.2025
- Grillsvindlið mikla: Óhuggulegasta grillverk sem er í gangi í heiminim núna er það s... Stefán 27.6.2025
- Grillsvindlið mikla: Sigurður I B, við höfum hljótt um þetta! jensgud 26.6.2025
- Grillsvindlið mikla: Nú ert þú gjörsamlega búinn að skemma alla bjórdrykkju um allt ... sigurdurig 26.6.2025
- Grillsvindlið mikla: Stefán, heldur betur! jensgud 26.6.2025
- Grillsvindlið mikla: Lesandi um grill þá dettur mér í hug að stjórnmálaflokkar eru a... Stefán 26.6.2025
- Einn að misskilja!: Það er virkilega sorglegt að fylgjast með málþófinu sem núna fe... Stefán 21.6.2025
- Ógeðfelld grilluppskrift: Að hlusta á góðan kórsöng getur verið hin besta skemmtun, en að... Stefán 20.6.2025
- Einn að misskilja!: Jóhann, það er margt til í þessu hjá þér! jensgud 20.6.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.7.): 4
- Sl. sólarhring: 31
- Sl. viku: 525
- Frá upphafi: 4146637
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 423
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
sigurjonth
-
asthildurcesil
-
siggith
-
hallarut
-
reykur
-
rannveigh
-
skulablogg
-
fiski
-
gudruntora
-
asgerdurjona
-
zeriaph
-
jevbmaack
-
lehamzdr
-
ffreykjavik
-
fuf
-
stormsker
-
xfakureyri
-
jonmagnusson
-
palmig
-
jonaa
-
jakobsmagg
-
ktomm
-
th
-
jenfo
-
gurrihar
-
kiddirokk
-
hlynurh
-
skessa
-
prakkarinn
-
maggadora
-
skinkuorgel
-
agustolafur
-
einherji
-
heidathord
-
atlifannar
-
konukind
-
gudnim
-
730
-
blekpenni
-
heida
-
annabjo
-
vglilja
-
sleggjan007
-
markusth
-
bergruniris
-
aevark
-
rannthor
-
katrinsnaeholm
-
birgitta
-
jullibrjans
-
fararstjorinn
-
agny
-
ippa
-
hugrunj
-
aring
-
ikjarval
-
gujo
-
bjorgvinbjorgvinsson
-
drhook
-
runarsv
-
sjos
-
doriborg
-
haukurn
-
gammon
-
millarnir
-
robbitomm
-
korntop
-
killjoker
-
vantru
-
evathor
-
partners
-
heiddal
-
meistarinn
-
skrifa
-
heidistrand
-
iaprag
-
semaspeaks
-
svei
-
jonthorolafsson
-
sverrir
-
bonham
-
bjarnihardar
-
sigurgeirorri
-
ladyelin
-
birnamjoll
-
veraknuts
-
fia
-
plotubudin
-
ringarinn
-
nonninn
-
larahanna
-
juliusvalsson
-
skari60
-
ingvarvalgeirs
-
lubbiklettaskald
-
kolgrimur
-
olinathorv
-
hreinsi
-
baddinn
-
hrolfur
-
jenni-1001
-
handsprengja
-
ahi
-
perlaheim
-
gudrunmagnea
-
ommi
-
hemba
-
grumpa
-
bergthora
-
grafarholt
-
mummigud
-
athena
-
sigaxel
-
bjolli
-
gummiarnar
-
kerchner
-
rustikus
-
hordurj
-
thegirl
-
birna-dis
-
siggivalur
-
krizziuz
-
fridaeyland
-
evabenz
-
quackmore
-
andres08
-
bleikaeldingin
-
bardurorn
-
snorris
-
ver-mordingjar
-
nexa
-
thorasig
-
lindalinnet
-
gudni-is
-
mordingjautvarpid
-
arh
-
sinfonian
-
raggipalli
-
mongoqueen
-
lovelikeblood
-
holi
-
jakobk
-
rannveigbj
-
stebbifr
-
credo
-
ylfalind
-
herdis
-
steinnhaf
-
halo
-
gullilitli
-
810
-
motta
-
leifurl
-
janus
-
ljonid
-
kerla
-
solir
-
nilli
-
guru
-
steinnbach
-
skagstrendingur
-
hemmi
-
gunnar
-
hannamar
-
mosi
-
geislinn
-
hlekkur
-
luther
-
zumann
-
jara
-
hector
-
malacai
-
polly82
-
hughrif
-
einarlee
-
loopman
-
sign
-
destiny
-
gilsneggerz
-
thuridurbjorg
-
liljabolla
-
saethorhelgi
-
svatli
-
siggiholmar
-
folkerfifl
-
sigurjonsigurdsson
-
eythora
-
kiddijoi
-
kjartanis
-
rosagreta
-
gurkan
-
killerjoe
-
gthg
-
gebbo
-
laugatun
-
tru
-
presley
-
siggileelewis
-
helgamagg
-
doddilitli
-
kjarrip
-
steinibriem
-
huldumenn
-
jobbisig
-
id
-
mp3
-
blomid
-
ketilas08
-
lilly
-
hjolaferd
-
lostintime
-
skordalsbrynja
-
birtabeib
-
karitryggva
-
marzibil
-
zunzilla
-
fjola
-
storibjor
-
rannug
-
glamor
-
venus
-
eurovision
-
skjolid
-
einarsigvalda
-
minna
-
austurlandaegill
-
coke
-
eyja-vala
-
harpao
-
ljosmyndarinn
-
doriegils
-
lordbastard
-
neddi
-
holmarinn
-
vga
-
bus
-
dolli-dropi
-
vefritid
-
eirikurgudmundsson
-
hallibjarna
-
svetlana
-
blues
-
huxa
-
judas
-
asdisran
-
omarpet
-
skattborgari
-
himmalingur
-
neytendatalsmadur
-
salkaforlag
-
kje
-
laufabraud
-
vestskafttenor
-
gunnarggg
-
esb
-
ingvarari
-
gunnarpalsson
-
hreinn23
-
saltogpipar
-
hergeirsson
-
jea
-
arniarna
-
psychosurfer
-
metal
-
hreinsamviska
-
godinn
-
krissa1
-
robertb
-
perlaoghvolparnir
-
brandurj
-
madddy
-
tibet
-
minkurinn
-
hallidori
-
liso
-
graceperla
-
mrsblues
-
gummiogragga
-
sisvet
-
vild
-
holar
-
presleifur
-
helgadora
-
xjonsig
-
helgananna
-
meyjan
-
tungirtankar
-
visindavaka
-
borgarfjardarskotta
-
mal214
-
vilberg
-
brandarar
-
einarhardarson
-
steffy
-
adhdblogg
-
litliper
-
audunnh
-
gotusmidjan
-
saemi7
-
dorje
-
sterlends
-
jgfreemaninternational
-
aloevera
-
lucas
-
olibjossi
-
bestfyrir
-
helgigunnars
-
gleymmerei
-
leifur
-
ace
-
diesel
-
methusalem
-
astroblog
-
lynx013
-
brell
-
kikka
-
doddyjones
-
sigurjon
-
birnast
-
gunnarbjorn
-
disdis
-
valdinn
-
ragnar73
-
helgatho
-
cigar
-
parker
-
manisvans
-
kerubi
-
mis
-
bmexpress
-
drum
-
gisgis
-
finni
-
tbs
-
topplistinn
-
rognvaldurthor
-
pjeturstefans
-
gullfoss
-
lotta
-
thjodarsalin
-
freyrholm
-
olii
-
gattin
-
bjornj
-
olafiaherborg
-
rallysport
-
sur
-
sigrunzanz
-
rafng
-
hrannsa
-
draumur
-
aslaugas
-
aeon
-
gumson
-
glamur
-
skinogskurir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
westurfari
-
bookiceland
-
braskarinn
-
elfarlogi
-
komediuleikhusid
-
elismar
-
emilhannes
-
fingurbjorg
-
frida-litlah
-
gudjul
-
gp
-
gusg
-
gubo
-
vgblogg
-
hafthorb
-
morgunblogg
-
sveinnelh
-
rattati
-
diva73
-
itlajh
-
minos
-
kliddi
-
daliaa
-
axelma
-
ingolfursigurdsson
-
thjodfylking
-
fun
-
jaisland
-
jeremia
-
johanneliasson
-
eyfeld
-
johannesthor
-
stjornun
-
josefsmari
-
x-d
-
kristjan9
-
larusg
-
lifsrettur
-
lifsyn
-
loftslag
-
ludvikludviksson
-
margretsverris
-
mofi
-
sumri
-
skari
-
raffi
-
rso
-
roslin
-
runarf
-
jardytan
-
sigridursig
-
joklamus
-
siggifannar
-
sigurdurig
-
stjornlagathing
-
stefanjul
-
stommason
-
steinki
-
svanurg
-
spurs
-
sveinneh
-
tryggvigunnarhansen
-
myworld
-
valdimarjohannesson
-
valmundur
-
vest1
-
totibald
Athugasemdir
"Ekki við eina fjölina felldur".......
Jóhann Elíasson, 21.5.2025 kl. 09:41
Blessaður unginn
með blóðrauðan punginn!
Sigurður I B Guðmundsson, 21.5.2025 kl. 09:51
Viðkomandi er greinilega algjör drullusokkur og skíthæll, en samt á annan hátt en Vladimir Putin og Benjamin Netanyahu, shit !
Stefán (IP-tala skráð) 21.5.2025 kl. 13:58
Jóhann, svo sannarlega!
Jens Guð, 21.5.2025 kl. 18:22
Sigurður I B, þetta er góður fyrripartur - með stuðlum og rími og allt!
Jens Guð, 21.5.2025 kl. 18:23
Stefán, hann er þó ekki morðingi eins og þeir!
Jens Guð, 21.5.2025 kl. 18:24
Já, ,, kristilega ,, sjónvarpsstöðin Omega veifar fána barnasláturhússins í Guðs nafni, Amen. Fyrir hvað stendur slík stöð ?
Stefán (IP-tala skráð) 21.5.2025 kl. 19:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning