Smįsaga um hlżjan mann

  Žaš er ofsagt aš Fśsi flatskjįr sé ekki eins og annaš fólk.  Til aš mynda svipar honum mjög til föšurbróšur sķns:  Sama sljóa augnrįšiš.  Sama lafandi nešri vör og flęšandi slef ķ munnviki.  Einhverra hluta vegna foršast fólk drenginn.  Kannski vegna žess aš hann žrķfur sig ekki.  Hann fer hvorki ķ sturtu né baš.  Įstęša er til.  Hann hefur séš hrollvekjandi sturtuatriši ķ bķómynd Alfreds Hitchock.  Veit žvķ aš sturtur eru stórhęttulegar.

  Fśsi hefur tvķvegis fariš ķ baš.  Ķ bęši skiptin meš skelfilegum afleišingum.  Ķ annaš skiptiš var hann nęstum drukknašur.  Hann er nefnilega ósyndur.  Honum til lķfs varš aš baškariš var vatnslaust.  Vatnsveitan var bśin aš loka fyrir vatniš til hans vegna vanskila.

  Ķ hitt skiptiš gerši hann vel viš sig:  Keypti margar plastendur og leikfangabįta.  Meš žetta fór hann ķ baš.  Žaš var svo gaman aš hann gleymdi sér.  Rumskaši ekki fyrr en eftir langan tķma aš sķminn hringdi.  Mjög langan tķma žvķ Fśsi er ekki meš sķma.  Vatniš var oršiš ķskalt.  Kauši skalf eins og vibrator ķ hęsta gķr.  Hann fékk lungnabólgu og missti matarlyst ķ tvo daga.  Žaš var įfall.  Fįir eru grįšugri.  Sósur af öllu tagi sullast yfirleitt yfir peysuna sem hann fer aldrei śt.  Žar mį sjį fjölbreytt sżnishorn af matsešli sķšustu vikna. 

  Fśsi er hlżr mašur.  Hann elskar aš fašma fólk og skella slefblautum kossi į kinn eša munn.  Hann er oft į vappi til aš leita aš einhverjum sem hann kannast viš.  Žį ljómar hann eins og tungl ķ fyllingu.  Andlitiš veršur eitt slefandi bros svo skķn ķ gulan og sköršóttan tanngaršinn.  Glašbeittur kjagar hann meš śtbreiddan fašm aš fórnarlambinu.  Višbrögšin eru jafnan aš hann horfir į eftir veinandi og hlaupandi fólki śt ķ buskann į hraša sem myndi skila veršlaunasęti į Ólympķuleikum.   Eftir stendur kjökrandi mašur.  Slefandi bros breytist ķ slefandi skeifu.

  Foreldrarnir skipta sér lķtiš af drengnum.  Žeir hafa aldrei samband aš fyrrabragši.  Ekki einu sinni į afmęlisdegi hans.  Mamman afsakar sig meš žvķ aš fyrir handvömm hafi gleymst aš skrį afmęlisdag hans ķ afmęlisdagabók heimilisins.  Engin hafi žvķ hugmynd um hvenęr hann eigi afmęli.  Ef hann eigi žį einhvertķmann afmęli.  Og žó mamman vildi hringja ķ hann į afmęlisdegi žį er óhęgt um vik śt af sķmleysi hans.     

  Fśsi hringir stundum śr tķkallasķma ķ mömmuna.  Oftast slitnar sķmtališ um leiš.  Žaš er ólag į tķkallasķmum.  Nema žegar Fśsi pantar sér pizzu.

  Eitt sinn bankaši Fśsi upp hjį nįgrannakonu.  Hann kvartaši undan kvenmannsleysi.  Hśn tók honum vel en benti į aš hann skorti kynžokka.  Rįš vęri aš fylgjast meš fréttum af fręga fólkinu.  Herma sķšan eftir klęšnaši žess.  Žaš var eins og viš manninn męlt:  Gullfalleg kona hóf žegar ķ staš sambśš meš kappanum.  Aš auki kom hann sér eldsnöggt upp tveimur višhöldum:  Einni konu og einum karli. 

heppinn 


« Sķšasta fęrsla

Athugasemdir

1 Smįmynd: Jóhann Elķasson

"Ekki viš eina fjölina felldur"....... wink

Jóhann Elķasson, 21.5.2025 kl. 09:41

2 Smįmynd: Siguršur I B Gušmundsson

Blessašur unginn 

meš blóšraušan punginn!

Siguršur I B Gušmundsson, 21.5.2025 kl. 09:51

3 identicon

Viškomandi er greinilega algjör drullusokkur og skķthęll, en samt į annan hįtt en Vladimir Putin og Benjamin Netanyahu, shit !

Stefįn (IP-tala skrįš) 21.5.2025 kl. 13:58

Bęta viš athugasemd

Hver er summan af tķu og tólf?
Nota HTML-ham

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband